Líkt og Vísir greindi frá á dögunum samþykkti bæjarstjórn Akureyrar fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta aðalskipulagi Akureyrar svo SS Byggi verði heimilt að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni.
Fundurinn verður í Hofi á mánudaginn klukkan 17 en fundarboðið má lesa hér.
Helstu áhyggjuraddir íbúa snúa að flugumferð í kringum húsin og breyttri bæjarmynd með komu nýju húsanna.
Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum og ítarlega umfjöllun um málið má lesa hér.