Rússar áttu við þúsundir lyfjaprófa Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2019 12:44 Júrí Ganus er yfirmaður lyfjaeftirlits Rússlands. Forveri hans lést árið 2016. Vísir/EPA Yfirmaður lyfjaeftirlits Rússlands viðurkennir að átt hafi verið við þúsundir lyfjaprófa hjá ónefndum fjölda rússneskra íþróttamanna. Alþjóðalyfjaeftirlitið íhuga nú hvort Rússar verði beittir frekari refsingu vegna umfangsmikils lyfjasvindls þeirra. Gögn voru falin eða þeim breytt til að vernda orðspor og stöður fyrrverandi íþróttamanna sem gegna nú embættum í rússnesku ríkisstjórninni eða í forystu íþróttahreyfingarinnar í landinu, að sögn Júrís Ganus, yfirmanns rússneska lyfjaeftirlitsins. Ummælin lét hann falla í viðtalinu á ráðstefnu í Colorado í Bandaríkjunum á sunnudag, að sögn New York Times. Rússum var bannað að taka þátt í vetrarólympíuleikunum í fyrra eftir að upp komst um umfangsmikið lyfjasvindl sem rússneska ríkisstjórnin átti aðild að árið 2015. Alþjóðalyfjaeftirlitið (WADA) á að taka ákvörðun innan tveggja vikna um frekari refsingar. Mögulegt er að Rússum verði vikið úr alþjóðlegum íþróttakeppnum gefi þeir ekki trúverðugar skýringar á því hvers vegna niðurstöður lyfjaprófa hurfu eða var breytt í gagnagrunni sem Rússar afhentu Alþjóðalyfjaeftirlitinu. Þriggja ára keppnisbanni rússneska íþróttamanna var aflétt í fyrr þegar Rússar lofuðu að afhenda gagnagrunninn. Ganus fullyrti á sunnudag að aðeins einstaklingar með aðgang að valdamestu stofnunum Rússlands hefðu getað átt við gögnin. Hann segist greina frá svikunum nú til að koma í veg fyrir að núverandi og framtíðarkynslóðir rússneskra íþróttamanna líði fyrir gjörðir annarra. Yfirlýsingar hans þykja koma á óvart í ljósi örlaga uppljóstrara um lyfjasvindlið. Tveir aðrir embættismenn lyfjaeftirlits Rússlands, þar á meðal forveri Ganus, létu lífið við grunsamlegar kringumstæður. Fyrrverandi yfirmaður tilraunastofu í Moskvu þar sem lyfjasvindlið fór fram flúði til Bandaríkjanna eftir að hann greindi frá svindlinu. Lyfjamisferli Rússa Ólympíuleikar Rússland Tengdar fréttir Rodchenkov: Einn leikmaður Rússlands á HM tekur inn ólögleg lyf Grigory Rodchenkov, maðurinn sem varð heimsfrægur er hann uppljóstraði frá lyfjamisferli Rússa, segir að einn leikmaður Rússa á HM taki inn lyf sem eru ólögleg. 1. júní 2018 17:45 Skora á Ólympínefndina að banna alla Rússa í Ríó Bandaríska- og kanadíska lyfjaeftirlitið sendu fyrir helgi áskorun með undirskriftum víðsvegar úr heiminum þar sem skorað var á Ólympíunefndina að banna alla rússneska íþróttamenn í Ríó. 17. júlí 2016 12:15 FIFA rannsakar lyfjamisnotkun Rússa Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, reynir að hafa uppi á Grigory Rodchenkov til þess að afla upplýsinga um þáttöku rússneskra fótboltamanna í ólöglegri lyfjanotkun í Rússlandi. 19. nóvember 2017 10:45 Lyfjabanni Rússa aflétt: „Mestu svik íþróttasögunnar“ Rússar mega keppa á alþjóðlegum íþróttaviðburðum á ný eftir að alþjóðlega lyfjaeftirlitið WADA aflétti keppnisbanni þeirra. Mikil óánægja er með ákvörðun WADA. 21. september 2018 06:00 Rússar vilja fá manninn sem kom upp um lyfjasvindl þjóðarinnar Lögfræðingur mannsins segir að hann verði pyntaður og myrtur fari svo að hann verði sendur til Rússlands. 27. desember 2017 08:30 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Yfirmaður lyfjaeftirlits Rússlands viðurkennir að átt hafi verið við þúsundir lyfjaprófa hjá ónefndum fjölda rússneskra íþróttamanna. Alþjóðalyfjaeftirlitið íhuga nú hvort Rússar verði beittir frekari refsingu vegna umfangsmikils lyfjasvindls þeirra. Gögn voru falin eða þeim breytt til að vernda orðspor og stöður fyrrverandi íþróttamanna sem gegna nú embættum í rússnesku ríkisstjórninni eða í forystu íþróttahreyfingarinnar í landinu, að sögn Júrís Ganus, yfirmanns rússneska lyfjaeftirlitsins. Ummælin lét hann falla í viðtalinu á ráðstefnu í Colorado í Bandaríkjunum á sunnudag, að sögn New York Times. Rússum var bannað að taka þátt í vetrarólympíuleikunum í fyrra eftir að upp komst um umfangsmikið lyfjasvindl sem rússneska ríkisstjórnin átti aðild að árið 2015. Alþjóðalyfjaeftirlitið (WADA) á að taka ákvörðun innan tveggja vikna um frekari refsingar. Mögulegt er að Rússum verði vikið úr alþjóðlegum íþróttakeppnum gefi þeir ekki trúverðugar skýringar á því hvers vegna niðurstöður lyfjaprófa hurfu eða var breytt í gagnagrunni sem Rússar afhentu Alþjóðalyfjaeftirlitinu. Þriggja ára keppnisbanni rússneska íþróttamanna var aflétt í fyrr þegar Rússar lofuðu að afhenda gagnagrunninn. Ganus fullyrti á sunnudag að aðeins einstaklingar með aðgang að valdamestu stofnunum Rússlands hefðu getað átt við gögnin. Hann segist greina frá svikunum nú til að koma í veg fyrir að núverandi og framtíðarkynslóðir rússneskra íþróttamanna líði fyrir gjörðir annarra. Yfirlýsingar hans þykja koma á óvart í ljósi örlaga uppljóstrara um lyfjasvindlið. Tveir aðrir embættismenn lyfjaeftirlits Rússlands, þar á meðal forveri Ganus, létu lífið við grunsamlegar kringumstæður. Fyrrverandi yfirmaður tilraunastofu í Moskvu þar sem lyfjasvindlið fór fram flúði til Bandaríkjanna eftir að hann greindi frá svindlinu.
Lyfjamisferli Rússa Ólympíuleikar Rússland Tengdar fréttir Rodchenkov: Einn leikmaður Rússlands á HM tekur inn ólögleg lyf Grigory Rodchenkov, maðurinn sem varð heimsfrægur er hann uppljóstraði frá lyfjamisferli Rússa, segir að einn leikmaður Rússa á HM taki inn lyf sem eru ólögleg. 1. júní 2018 17:45 Skora á Ólympínefndina að banna alla Rússa í Ríó Bandaríska- og kanadíska lyfjaeftirlitið sendu fyrir helgi áskorun með undirskriftum víðsvegar úr heiminum þar sem skorað var á Ólympíunefndina að banna alla rússneska íþróttamenn í Ríó. 17. júlí 2016 12:15 FIFA rannsakar lyfjamisnotkun Rússa Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, reynir að hafa uppi á Grigory Rodchenkov til þess að afla upplýsinga um þáttöku rússneskra fótboltamanna í ólöglegri lyfjanotkun í Rússlandi. 19. nóvember 2017 10:45 Lyfjabanni Rússa aflétt: „Mestu svik íþróttasögunnar“ Rússar mega keppa á alþjóðlegum íþróttaviðburðum á ný eftir að alþjóðlega lyfjaeftirlitið WADA aflétti keppnisbanni þeirra. Mikil óánægja er með ákvörðun WADA. 21. september 2018 06:00 Rússar vilja fá manninn sem kom upp um lyfjasvindl þjóðarinnar Lögfræðingur mannsins segir að hann verði pyntaður og myrtur fari svo að hann verði sendur til Rússlands. 27. desember 2017 08:30 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Rodchenkov: Einn leikmaður Rússlands á HM tekur inn ólögleg lyf Grigory Rodchenkov, maðurinn sem varð heimsfrægur er hann uppljóstraði frá lyfjamisferli Rússa, segir að einn leikmaður Rússa á HM taki inn lyf sem eru ólögleg. 1. júní 2018 17:45
Skora á Ólympínefndina að banna alla Rússa í Ríó Bandaríska- og kanadíska lyfjaeftirlitið sendu fyrir helgi áskorun með undirskriftum víðsvegar úr heiminum þar sem skorað var á Ólympíunefndina að banna alla rússneska íþróttamenn í Ríó. 17. júlí 2016 12:15
FIFA rannsakar lyfjamisnotkun Rússa Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, reynir að hafa uppi á Grigory Rodchenkov til þess að afla upplýsinga um þáttöku rússneskra fótboltamanna í ólöglegri lyfjanotkun í Rússlandi. 19. nóvember 2017 10:45
Lyfjabanni Rússa aflétt: „Mestu svik íþróttasögunnar“ Rússar mega keppa á alþjóðlegum íþróttaviðburðum á ný eftir að alþjóðlega lyfjaeftirlitið WADA aflétti keppnisbanni þeirra. Mikil óánægja er með ákvörðun WADA. 21. september 2018 06:00
Rússar vilja fá manninn sem kom upp um lyfjasvindl þjóðarinnar Lögfræðingur mannsins segir að hann verði pyntaður og myrtur fari svo að hann verði sendur til Rússlands. 27. desember 2017 08:30