Ekkert sem mælir gegn því að pissa í sturtu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. október 2019 18:15 Það er í góðu lagi að pissa í sturtu. vísir/getty Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi hjá Veitum, segir að vatnsskortur sé ekki algengur eða útbreiddur hér á landi enda séu Íslendingar á meðal þeirra þjóða sem hafa hvað drýgstar birgðir af drykkjarvatni. Hins vegar sé ekkert sem mæli gegn því að pissa í sturtuna eins og yfirvöld í Osló hvetja nú íbúa til þess að gera vegna þess að of mikið sé bruðlað með vatnið í borginni. Rætt var við Eirík um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að þrátt fyrir drjúgar vatnsbirgðir hér á landi væri ekki sjálfgefið að hafa aðgang að svo miklu vatni. Fara þurfi vel með vatnið og þannig væru Veitur til dæmis núna að vekja athygli á því að fara vel með heita vatnið. Aðspurður hvort það væri eitthvað sem mæli gegn því að pissa í sturtu svaraði Eiríkur neitandi. Því sem sturtað er niður úr klósettinu og það sem kemur úr sturtunni endar á sama stað. „Það sem kemur úr íbúðum fólks fer allt í hreinsistöðvarnar og þá leiðina en það er síðan yfirborðsvatnið þar sem fráveitur eru tvöfaldar að þá er það niðurföllin út í götu og niðurföll húsaniðurföll og svoleiðis það fer þá í sérstakan straum og við þurfum ekkert að vera að setja það í gegnum rándýrar hreinsistöðvar,“ sagði Eiríkur. Það skipti hins vegar máli hvað væri sett í niðurföllin úti í götu og á lóðum. „Við erum líka búin að vera að benda fólki á að klósettið er ekki ruslafata og það að hella olíum eða einhverju svoleiðis í niðurföll, það er bara glæpur,“ sagði Eiríkur. Hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Umhverfismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi hjá Veitum, segir að vatnsskortur sé ekki algengur eða útbreiddur hér á landi enda séu Íslendingar á meðal þeirra þjóða sem hafa hvað drýgstar birgðir af drykkjarvatni. Hins vegar sé ekkert sem mæli gegn því að pissa í sturtuna eins og yfirvöld í Osló hvetja nú íbúa til þess að gera vegna þess að of mikið sé bruðlað með vatnið í borginni. Rætt var við Eirík um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að þrátt fyrir drjúgar vatnsbirgðir hér á landi væri ekki sjálfgefið að hafa aðgang að svo miklu vatni. Fara þurfi vel með vatnið og þannig væru Veitur til dæmis núna að vekja athygli á því að fara vel með heita vatnið. Aðspurður hvort það væri eitthvað sem mæli gegn því að pissa í sturtu svaraði Eiríkur neitandi. Því sem sturtað er niður úr klósettinu og það sem kemur úr sturtunni endar á sama stað. „Það sem kemur úr íbúðum fólks fer allt í hreinsistöðvarnar og þá leiðina en það er síðan yfirborðsvatnið þar sem fráveitur eru tvöfaldar að þá er það niðurföllin út í götu og niðurföll húsaniðurföll og svoleiðis það fer þá í sérstakan straum og við þurfum ekkert að vera að setja það í gegnum rándýrar hreinsistöðvar,“ sagði Eiríkur. Það skipti hins vegar máli hvað væri sett í niðurföllin úti í götu og á lóðum. „Við erum líka búin að vera að benda fólki á að klósettið er ekki ruslafata og það að hella olíum eða einhverju svoleiðis í niðurföll, það er bara glæpur,“ sagði Eiríkur. Hlusta má á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Umhverfismál Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira