Öryggi skerðist verði Hólasandsvegur ekki mokaður í vetur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. október 2019 11:41 Vegagerðin segist þurfa að mæta hallarekstri Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands gera alvarlegar athugasemdir við fyrirætlanir Vegagerðarinnar um að Hólasandsvegur verði ekki þjónustaður í vetur. Reikna má með að viðbragðstími viðbragðsaðila lengist um fimmtán mínútur, sem geti skipt sköpum í vetraraðstæðum.Í fréttum RÚV um helginakom fram að Vegagerðin ætli sér ekki að sinna vetrarþjónustu á Hólasandsvegi og Dettifossvegi í vetur. Mæta þurfi halla á vetrarþjónustu síðasta árs. Hólasandsvegur tengir saman Mývatnssveit og Húsavík og eru sjúkraflutningamenn HSN í Þingeyjarsýslum með bækistöð á Húsavík.Leiðin frá Húsavík í Reykjahlíð i Mývatnssveit er 54 kílómetrar um Húsavík en 76 kílómetrar um Aðaldal, Reykjadal og Mývatnssheiði. Í bréfi sem forsvarsmenn HSN hafa sent Vegagerðinni vegna málsins kemur fram að þannig muni viðbragðstími viðbragðsaðila geta lengst um fimmtán mínútur yfir veturinn, sé miðað við bestu mögulegu færð.Leiðin um Hólasandsveg á korti:Kuldinn geti bitið „Það sem er sárast er að þetta er ekki með þeim hætti að það sé verið að minnka mokstur heldur ætla þeir, eins og þessu er lýst fyrir okkur, þegar fyrsti snjór leggst yfir veginn þá verður honum bara lokað og ekki opnaður aftur fyrr en í vor,“ segir Eysteinn Kristjánsson, yfirmaður sjúkraflutninga HSN í Þingeyjarsýslum í samtali við Vísi.Í bréfi HSN til Vegagerðarinnar er fyrirætlunum Vegagerðarinnar um skerðingu á vetrarþjónustu á Hólasandsvegi mótmælt í ljósi öryggissjónarmiða. Verði slys á svæðinu sem krefjist snarlegrar, sérhæfðrar fyrstuhjálparþjónustu að vetri til skipti hver mínúta máli.„Ef við að setjum upp dæmi að það velti bíll á Mývatnsöræfum eða eitthvað svoleiðis, það þarf ekkert endilega að vera alvarlega slasaður einstaklingur, en þegar bíllinn er orðinn gluggalaus og það er kalt vetrarveður þá er kuldinn farinn að ógna alveg gríðarlega. Það er það sem getur gengið nærri sjúklingnum. Umfram kannski einverja áverka sem hann hlaut í slysinu,“ segir Eysteinn. Þannig muni um fimmtán mínúturnar sem leiðin lengist um, verði ekki hægt að aka eftir Hólasandsvegi frá Húsavík til Mývatnssveitar, og öfugt. „Fimmtán mínútur miðast við bestu mögulegu aðstæður þar sem þú getur haldið leyfilegum hámarkshraða. Svo getur komið skafrenningur og snjókoma og þá lengist þetta. Þá er þetta kannski komið upp í 20-25 mínútur sem er bara verið að bæta við þetta,“ segir Eysteinn. Er því farið fram á það við Vegagerðina að vetrarþjónusta á veginum haldist óbreytt en vegurinn, sem nýlega var byggður upp og bundinn slitlagi, hefur verið mokaður ekki sjaldnar en tvisvar í viku undanfarin ár. Heilbrigðismál Norðurþing Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands gera alvarlegar athugasemdir við fyrirætlanir Vegagerðarinnar um að Hólasandsvegur verði ekki þjónustaður í vetur. Reikna má með að viðbragðstími viðbragðsaðila lengist um fimmtán mínútur, sem geti skipt sköpum í vetraraðstæðum.Í fréttum RÚV um helginakom fram að Vegagerðin ætli sér ekki að sinna vetrarþjónustu á Hólasandsvegi og Dettifossvegi í vetur. Mæta þurfi halla á vetrarþjónustu síðasta árs. Hólasandsvegur tengir saman Mývatnssveit og Húsavík og eru sjúkraflutningamenn HSN í Þingeyjarsýslum með bækistöð á Húsavík.Leiðin frá Húsavík í Reykjahlíð i Mývatnssveit er 54 kílómetrar um Húsavík en 76 kílómetrar um Aðaldal, Reykjadal og Mývatnssheiði. Í bréfi sem forsvarsmenn HSN hafa sent Vegagerðinni vegna málsins kemur fram að þannig muni viðbragðstími viðbragðsaðila geta lengst um fimmtán mínútur yfir veturinn, sé miðað við bestu mögulegu færð.Leiðin um Hólasandsveg á korti:Kuldinn geti bitið „Það sem er sárast er að þetta er ekki með þeim hætti að það sé verið að minnka mokstur heldur ætla þeir, eins og þessu er lýst fyrir okkur, þegar fyrsti snjór leggst yfir veginn þá verður honum bara lokað og ekki opnaður aftur fyrr en í vor,“ segir Eysteinn Kristjánsson, yfirmaður sjúkraflutninga HSN í Þingeyjarsýslum í samtali við Vísi.Í bréfi HSN til Vegagerðarinnar er fyrirætlunum Vegagerðarinnar um skerðingu á vetrarþjónustu á Hólasandsvegi mótmælt í ljósi öryggissjónarmiða. Verði slys á svæðinu sem krefjist snarlegrar, sérhæfðrar fyrstuhjálparþjónustu að vetri til skipti hver mínúta máli.„Ef við að setjum upp dæmi að það velti bíll á Mývatnsöræfum eða eitthvað svoleiðis, það þarf ekkert endilega að vera alvarlega slasaður einstaklingur, en þegar bíllinn er orðinn gluggalaus og það er kalt vetrarveður þá er kuldinn farinn að ógna alveg gríðarlega. Það er það sem getur gengið nærri sjúklingnum. Umfram kannski einverja áverka sem hann hlaut í slysinu,“ segir Eysteinn. Þannig muni um fimmtán mínúturnar sem leiðin lengist um, verði ekki hægt að aka eftir Hólasandsvegi frá Húsavík til Mývatnssveitar, og öfugt. „Fimmtán mínútur miðast við bestu mögulegu aðstæður þar sem þú getur haldið leyfilegum hámarkshraða. Svo getur komið skafrenningur og snjókoma og þá lengist þetta. Þá er þetta kannski komið upp í 20-25 mínútur sem er bara verið að bæta við þetta,“ segir Eysteinn. Er því farið fram á það við Vegagerðina að vetrarþjónusta á veginum haldist óbreytt en vegurinn, sem nýlega var byggður upp og bundinn slitlagi, hefur verið mokaður ekki sjaldnar en tvisvar í viku undanfarin ár.
Heilbrigðismál Norðurþing Skútustaðahreppur Þingeyjarsveit Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira