Vinnubúðir fluttar frá Húsavík til flugvallagerðar á Grænlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 14. október 2019 09:56 Flutningaskipið BBC Lagos kemur inn til Húsavíkur að sækja vinnubúðirnar. Skipamyndir.com/Hafþór Hreiðarsson. Vinnubúðir sem áður þjónuðu hafnargerð á Húsavík, í tengslum við smíði kísilversins á Bakka, hafa nú fengið nýtt hlutverk. Þær hafa verið fluttar til Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, en þar munu þær nýtast starfsmönnum við flugvallagerðina, sem þar er að hefjast. Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen fékk samninginn um gerð flugvallanna í Nuuk og Ilulissat eftir útboð. Það var einmitt dótturfyrirtæki þess, Munck Íslandi ehf., sem annaðist hafnargerðina á Húsavík, og notaði starfsmannahúsin undir þá sem unnu þar að lengingu viðlegukants og gerð gáma- og geymslusvæðis. Flutningaskip á vegum Munck, BBC Lagos, sigldi inn til Húsavíkur um síðustu mánaðamót og sótti búðirnar. Hafþór Hreiðarsson á Húsavík náði myndum af skipinu við komu þess þangað fyrir vefinn skipamyndir.com.Flutningaskipið sigldi inn á Skjálfanda í veðurblíðu. Hvalaskoðunarbáturinn Sæborg hægramegin.Skipamyndir.com/Hafþór Hreiðarsson.Skipið var að koma frá Nyborg á Fjóni og hafði þar verið lestað byggingarefni, vinnuvélum og öðrum tækjabúnaði fyrir Grænlandsverkefnið. Skipið kom einnig við í Hafnarfirði í sama tilgangi áður en það sigldi áfram til Nuuk en þangað kom það síðdegis á föstudag. Starfsmenn Munck koma til með að búa í búðunum en þær nýtast einnig sem mötuneyti, skrifstofur og geymslurými. Samkvæmt frétt grænlenska miðilsins Sermitsiaq reiknar verktakafyrirtækið með að ráða vel yfir eitthundrað starfsmenn í flugvallagerðina og þeir geti orðið nokkur hundruð talsins þegar framkvæmdirnar ná hámarki. Sjá meira um Nuuk: Nuuk er engin afdalabyggð Von er á öðru skipi til Nuuk á vegum Munck á næstu vikum með borvélar og annan viðbótarbúnað. Opinbert hlutafélag, Kalaallit Airports, heldur utan um flugvallagerðina af hálfu grænlenskra stjórnvalda en verkefnisstjórinn er Íslendingur, Erlingur Jens Leifsson, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 í síðasta mánuði: Fréttir af flugi Grænland Norðurþing Tengdar fréttir Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Húsvíkingar sjá fleiri not fyrir nýju höfnina Húsvíkingar hugsa sér gott til glóðarinnar vegna nýrrar iðnaðarhafnar, sem nú er að verða tilbúin. Höfnin mun einnig nýtast stórum skemmtiferðaskipum og annarri starfsemi. 12. október 2017 21:51 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Vinnubúðir sem áður þjónuðu hafnargerð á Húsavík, í tengslum við smíði kísilversins á Bakka, hafa nú fengið nýtt hlutverk. Þær hafa verið fluttar til Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, en þar munu þær nýtast starfsmönnum við flugvallagerðina, sem þar er að hefjast. Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen fékk samninginn um gerð flugvallanna í Nuuk og Ilulissat eftir útboð. Það var einmitt dótturfyrirtæki þess, Munck Íslandi ehf., sem annaðist hafnargerðina á Húsavík, og notaði starfsmannahúsin undir þá sem unnu þar að lengingu viðlegukants og gerð gáma- og geymslusvæðis. Flutningaskip á vegum Munck, BBC Lagos, sigldi inn til Húsavíkur um síðustu mánaðamót og sótti búðirnar. Hafþór Hreiðarsson á Húsavík náði myndum af skipinu við komu þess þangað fyrir vefinn skipamyndir.com.Flutningaskipið sigldi inn á Skjálfanda í veðurblíðu. Hvalaskoðunarbáturinn Sæborg hægramegin.Skipamyndir.com/Hafþór Hreiðarsson.Skipið var að koma frá Nyborg á Fjóni og hafði þar verið lestað byggingarefni, vinnuvélum og öðrum tækjabúnaði fyrir Grænlandsverkefnið. Skipið kom einnig við í Hafnarfirði í sama tilgangi áður en það sigldi áfram til Nuuk en þangað kom það síðdegis á föstudag. Starfsmenn Munck koma til með að búa í búðunum en þær nýtast einnig sem mötuneyti, skrifstofur og geymslurými. Samkvæmt frétt grænlenska miðilsins Sermitsiaq reiknar verktakafyrirtækið með að ráða vel yfir eitthundrað starfsmenn í flugvallagerðina og þeir geti orðið nokkur hundruð talsins þegar framkvæmdirnar ná hámarki. Sjá meira um Nuuk: Nuuk er engin afdalabyggð Von er á öðru skipi til Nuuk á vegum Munck á næstu vikum með borvélar og annan viðbótarbúnað. Opinbert hlutafélag, Kalaallit Airports, heldur utan um flugvallagerðina af hálfu grænlenskra stjórnvalda en verkefnisstjórinn er Íslendingur, Erlingur Jens Leifsson, eins og fram kom í þessari frétt Stöðvar 2 í síðasta mánuði:
Fréttir af flugi Grænland Norðurþing Tengdar fréttir Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Húsvíkingar sjá fleiri not fyrir nýju höfnina Húsvíkingar hugsa sér gott til glóðarinnar vegna nýrrar iðnaðarhafnar, sem nú er að verða tilbúin. Höfnin mun einnig nýtast stórum skemmtiferðaskipum og annarri starfsemi. 12. október 2017 21:51 Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00 Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Áforma gerð ellefu flugvalla til að treysta framtíð Grænlands Mesta innviðauppbygging í sögu Grænlands er nú að hefjast með uppbyggingu þriggja flugvalla. Kim Kielsen forsætisráðherra segir framtíð landsins bjarta, 29. ágúst 2019 20:24
Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52
Húsvíkingar sjá fleiri not fyrir nýju höfnina Húsvíkingar hugsa sér gott til glóðarinnar vegna nýrrar iðnaðarhafnar, sem nú er að verða tilbúin. Höfnin mun einnig nýtast stórum skemmtiferðaskipum og annarri starfsemi. 12. október 2017 21:51
Stórskipahöfn í Nuuk markar þáttaskil hjá Grænlendingum Grænlendingar fá sína fyrstu stórskipahöfn í sumar en hún er talin marka þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins. Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki í hönnun og smíði hafnarinnar. 1. febrúar 2017 21:00
Danskur verktaki fær flugvelli á Grænlandi Danska verktakafyrirtækið Munck Gruppen varð hlutskarpast í útboði um gerð nýrra flugvalla í Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Framkvæmdir hefjast í haust. 14. júlí 2019 10:45