Dæmi um að hinsegin fólk hafi flúið frá Póllandi til Íslands Sylvía Hall skrifar 13. október 2019 20:00 Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78. Vísir Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi stjórnmálaflokksins Lög og réttlæti, hefur lýst yfir sigri í pólsku þingkosningunum. Flokkurinn hefur verið við stjórnvölinn í Póllandi frá þingkosningum árið 2015 þegar flokkurinn hlaut hreinan meirihluta. Flokkurinn hefur beitt sér gegn auknum réttindum hinsegin fólks og sagt baráttu þeirra vera mikla ógn við menningu og börn landsins. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir kosningabaráttuna hafa verið hatursfulla og geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. „Það að hann haldi meirihluta kannski breytir ekki öllu, en það sem breytir alveg verulega miklu er þessi kosningabarátta sem þau hafa rekið og var mjög hatrömm og hatursfull og hún getur breytt ýmsu fyrir það fólk sem er að reyna að berjast fyrir sínum réttindum og fyrir auknu umburðarlyndi frá degi til dags.“ Þorbjörg segir hinsegin fólk ekki verndað gegn hatursglæpum með sérstakri löggjöf, þau hafi ekki sömu réttindi og gagnkynhneigðir og staðan sé því mjög slæm. Hún segir vera mismikið um fordóma í garð hinsegin fólks milli svæða í Póllandi. „Ég held að það fari mikið eftir því hvar þú býrð, það eru ákveðnir staðir þar sem það er betra og svo aðrir þar sem það er mun verra. Þetta er auðvitað bara mjög snúið að búa í svona landi þar sem maður getur orðið fyrir hatursglæpum á götum úti,“ segir Þorbjörg. Hún segir dæmi um það að fólk hafi þurft að flýja Pólland vegna ástandsins sem ríkir þar í málefnum hinsegin fólks, til að mynda hingað til lands. Á Íslandi sé opnara og réttlátara samfélag þar sem fordómafull orðræða í garð hinsegin fólks eigi ekki upp á pallborðið. Þrátt fyrir niðurstöður kosninganna í Póllandi segir Þorbjörg að það sé enn von fyrir breytingum og nefnir að um 57% íbúa landsins séu fylgjandi staðfestri samvist hinsegin fólks eða einhvers konar lagalegri viðurkenningu á samkynja samböndum. Hinsegin Pólland Tengdar fréttir Leiðtogi stjórnarflokks Póllands fordæmir gleðigöngur Pólskir íhaldsmenn veðja á andúð á hinsegin fólki til að smala atkvæðum fyrir þingkosningar í haust. 18. ágúst 2019 14:50 Skora á íslensku ríkisstjórnina að fordæma árásir gegn hinsegin fólki Í nýrri yfirlýsingu frá Samtökunum 78 og Reykjavík Pride er lýst yfir áhyggjum vegna aðstæðna hinsegin fólks í Póllandi. 26. júlí 2019 20:07 Pólskt dagblað dreifir límmiðum: „LGBT-laust svæði“ Pólska, íhaldssama dagblaðið Gazeta Polska, hefur tilkynnt að það muni dreifa límmiðum með næsta blaði sínu sem á mun standa "LGBT-laust svæði.“ 18. júlí 2019 21:57 Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi stjórnmálaflokksins Lög og réttlæti, hefur lýst yfir sigri í pólsku þingkosningunum. Flokkurinn hefur verið við stjórnvölinn í Póllandi frá þingkosningum árið 2015 þegar flokkurinn hlaut hreinan meirihluta. Flokkurinn hefur beitt sér gegn auknum réttindum hinsegin fólks og sagt baráttu þeirra vera mikla ógn við menningu og börn landsins. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir kosningabaráttuna hafa verið hatursfulla og geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. „Það að hann haldi meirihluta kannski breytir ekki öllu, en það sem breytir alveg verulega miklu er þessi kosningabarátta sem þau hafa rekið og var mjög hatrömm og hatursfull og hún getur breytt ýmsu fyrir það fólk sem er að reyna að berjast fyrir sínum réttindum og fyrir auknu umburðarlyndi frá degi til dags.“ Þorbjörg segir hinsegin fólk ekki verndað gegn hatursglæpum með sérstakri löggjöf, þau hafi ekki sömu réttindi og gagnkynhneigðir og staðan sé því mjög slæm. Hún segir vera mismikið um fordóma í garð hinsegin fólks milli svæða í Póllandi. „Ég held að það fari mikið eftir því hvar þú býrð, það eru ákveðnir staðir þar sem það er betra og svo aðrir þar sem það er mun verra. Þetta er auðvitað bara mjög snúið að búa í svona landi þar sem maður getur orðið fyrir hatursglæpum á götum úti,“ segir Þorbjörg. Hún segir dæmi um það að fólk hafi þurft að flýja Pólland vegna ástandsins sem ríkir þar í málefnum hinsegin fólks, til að mynda hingað til lands. Á Íslandi sé opnara og réttlátara samfélag þar sem fordómafull orðræða í garð hinsegin fólks eigi ekki upp á pallborðið. Þrátt fyrir niðurstöður kosninganna í Póllandi segir Þorbjörg að það sé enn von fyrir breytingum og nefnir að um 57% íbúa landsins séu fylgjandi staðfestri samvist hinsegin fólks eða einhvers konar lagalegri viðurkenningu á samkynja samböndum.
Hinsegin Pólland Tengdar fréttir Leiðtogi stjórnarflokks Póllands fordæmir gleðigöngur Pólskir íhaldsmenn veðja á andúð á hinsegin fólki til að smala atkvæðum fyrir þingkosningar í haust. 18. ágúst 2019 14:50 Skora á íslensku ríkisstjórnina að fordæma árásir gegn hinsegin fólki Í nýrri yfirlýsingu frá Samtökunum 78 og Reykjavík Pride er lýst yfir áhyggjum vegna aðstæðna hinsegin fólks í Póllandi. 26. júlí 2019 20:07 Pólskt dagblað dreifir límmiðum: „LGBT-laust svæði“ Pólska, íhaldssama dagblaðið Gazeta Polska, hefur tilkynnt að það muni dreifa límmiðum með næsta blaði sínu sem á mun standa "LGBT-laust svæði.“ 18. júlí 2019 21:57 Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Leiðtogi stjórnarflokks Póllands fordæmir gleðigöngur Pólskir íhaldsmenn veðja á andúð á hinsegin fólki til að smala atkvæðum fyrir þingkosningar í haust. 18. ágúst 2019 14:50
Skora á íslensku ríkisstjórnina að fordæma árásir gegn hinsegin fólki Í nýrri yfirlýsingu frá Samtökunum 78 og Reykjavík Pride er lýst yfir áhyggjum vegna aðstæðna hinsegin fólks í Póllandi. 26. júlí 2019 20:07
Pólskt dagblað dreifir límmiðum: „LGBT-laust svæði“ Pólska, íhaldssama dagblaðið Gazeta Polska, hefur tilkynnt að það muni dreifa límmiðum með næsta blaði sínu sem á mun standa "LGBT-laust svæði.“ 18. júlí 2019 21:57
Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35