Aðgengi fyrir fatlaða í Viðey verulega ábótavant: „Óþolandi misrétti“ Nadine Guðrún Yaghi og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 13. október 2019 13:36 Guðjón Sigurðsson er formaður MND-félagsins. Vísir/Stöð 2 Aðgengi fyrir fatlaða í Viðey er verulega ábótavant að sögn Guðjóns Sigurðssonar, formanns MND-félagsins. Sjálfur styðst Guðjón við hjólastól. „Það bara er ófært þangað fyrir fólk í hjólastól,“ sagði Guðjón í hádegisfréttum Bylgjunnar fyrr í dag. Aðstæður við bryggjuna séu mjög slæmar. „Það er bara engin búnaður, hvorki til að taka okkur í ferjuna eða upp úr ferju eða niður í ferju.“ Á heimasíðu Viðeyjar segir að á eynni sé stígur að Viðeyjarnausti og Friðarsúlunni sem sé fær öllum hjólastólum. Guðjón segir að það breyti engu. „Það er ómögulegt fyrir mig að komast að bryggjunni upp í eyju eins og er,“ segir Guðjón. Guðjón segist margoft hafa fundað með ráðamönnum Faxaflóahafna og borgarinnar um lausnir á aðgengi fyrir hjólastóla. Endalaust sé lofað en ekkert sé gert. „[Viðey] er svona útivistarparadís Reykvíkinga segja þeir en útiloka svo ákveðinn hóp frá notkun. En þetta er ekkert nýtt.“ Guðjón segist lengi hafa reynt að vekja athygli á aðgengismálum. Hann nefnir sem dæmi að hann hafi ekki geta tekið þátt í viðburði í Viðey á dögunum þegar friðarsúlan var tendruð. „Þetta er bara höfnun og óþolandi misrétti sem þeir beita ef það hentar þeim,“ segir Guðjón.Lítið breyst á fimm árum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðjón bendir á lélegt aðgengi fyrir þá sem styðjast við hjólastóla í Viðey. Í nóvember 2014 fjallaði Vísir um málið þar sem Guðjón, ásamt Arnari Helga Lárussyni, formanni SEM-samtakanna, vakti máls á sama máli. Lítið virðist þó hafa breyst síðan þá, þar sem ástandið er óbreytt, rétt tæpum fimm árum síðar. Viðtalið við Guðjón í hádegisfréttum Bylgjunnar má heyra hér að neðan. Félagsmál Reykjavík Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Fleiri fréttir Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Sjá meira
Aðgengi fyrir fatlaða í Viðey er verulega ábótavant að sögn Guðjóns Sigurðssonar, formanns MND-félagsins. Sjálfur styðst Guðjón við hjólastól. „Það bara er ófært þangað fyrir fólk í hjólastól,“ sagði Guðjón í hádegisfréttum Bylgjunnar fyrr í dag. Aðstæður við bryggjuna séu mjög slæmar. „Það er bara engin búnaður, hvorki til að taka okkur í ferjuna eða upp úr ferju eða niður í ferju.“ Á heimasíðu Viðeyjar segir að á eynni sé stígur að Viðeyjarnausti og Friðarsúlunni sem sé fær öllum hjólastólum. Guðjón segir að það breyti engu. „Það er ómögulegt fyrir mig að komast að bryggjunni upp í eyju eins og er,“ segir Guðjón. Guðjón segist margoft hafa fundað með ráðamönnum Faxaflóahafna og borgarinnar um lausnir á aðgengi fyrir hjólastóla. Endalaust sé lofað en ekkert sé gert. „[Viðey] er svona útivistarparadís Reykvíkinga segja þeir en útiloka svo ákveðinn hóp frá notkun. En þetta er ekkert nýtt.“ Guðjón segist lengi hafa reynt að vekja athygli á aðgengismálum. Hann nefnir sem dæmi að hann hafi ekki geta tekið þátt í viðburði í Viðey á dögunum þegar friðarsúlan var tendruð. „Þetta er bara höfnun og óþolandi misrétti sem þeir beita ef það hentar þeim,“ segir Guðjón.Lítið breyst á fimm árum Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðjón bendir á lélegt aðgengi fyrir þá sem styðjast við hjólastóla í Viðey. Í nóvember 2014 fjallaði Vísir um málið þar sem Guðjón, ásamt Arnari Helga Lárussyni, formanni SEM-samtakanna, vakti máls á sama máli. Lítið virðist þó hafa breyst síðan þá, þar sem ástandið er óbreytt, rétt tæpum fimm árum síðar. Viðtalið við Guðjón í hádegisfréttum Bylgjunnar má heyra hér að neðan.
Félagsmál Reykjavík Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Fleiri fréttir Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Sjá meira