Félagsmálayfirvöld í Svíþjóð hafa tekið ungabarn af íslenskri konu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. október 2019 18:30 Félagsmálayfirvöld í Svíþjóð hafa tekið ungabarn af íslenskri konu. Landsréttur dæmdi hana í 15 mánaða fangelsi í fyrra fyrir ofbeldi gegn fimm börnum sínum á Íslandi. Sænsk félagsmálayfirvöld fengu þýddan dóm yfir konunni sendan. Í lok árs 2016 var konan dæmd í 18 mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa ítrekað beitt börn sín andlegum og líkamlegum refsingum, haft í hótunum við þau, ógnað þeim og sýnt þeim vanvirðandi háttsemi.Sjá einnig: Átján mánaða fangelsi fyrir alvarleg og ítrekuð ofbeldisbrot gagnvart fimm börnum sínum Börnin eru fædd á árunum 2002 til 2013, en brotin sem dómurinn nær til áttu sér stað á árunum 2010 til 2015. Landsréttur mildaði dóminn úr 18 mánuðum í 15 mánuði í fyrra. Konan, sem alltaf hefur neitað sök, var svipt forsjá barna sinna fimm. Konan hefur enn ekki hafið afplánun og er nú búsett í Svíþjóð þar sem hún eignaðist annað barn í sumar. „Bara á fæðingardeildinni þá kemur vitneskja frá barnaverndaryfirvöldum á íslandi um að hún sé dæmd fyrir ofbeldi gagnvart börnum sem hún átti á íslandi og að þau börn hafi verið tekin af henni,“ segir Sigrún Landvall, lögmaður konunnar. Konan og barnið hafi þá verið sett á sérstakt heimili þar sem sem þau voru undir eftirliti. Allt hafi gengið vel þar til félagsmálayfirvöld hafi fengið dóminn sendan í sænskri þýðingu. Nú fái hún ekki að hitta barnið. „Ég tel þetta allt of harðan dóm gagnvart þessari konur. Hún var undir allt öðrum kringumstæðum á Íslandi þegar þetta gerðist með börnin hennar þar. Það eru mörg ár síðan og hún er nú í allt öðrum aðstæðum í betri aðstæðum til að sjá um barnið sitt. Hún hefur allan tíman lýst yfir samstarfi við yfirvöld hér og hún vill fá hjálp og hún þarf stuðning en þeir telja að hún taki hann ekki til sín eins og þeir ætlast til,“ segir Sigrún en konan viðurkennir ekki brot sín. Sigrún telur að brotið sé á rétti til fjölskyldulífs, gagnvart barninu og móðurinni. Þá sé meðalhófs ekki gætt. „Það er sterkur réttur barns að þekkja foreldri sitt. Það er nú þegar búið að skemma þessi tengsl milli barnsins og móðurinnar vegna þess að barnið er skyndilega tekið af móðurinn, hún var með það á brjósti,“ segir Sigrún. Búið er að áfrýja ákvörðun félagsmálayfirvalda. „Það á ekki að beita börn ofbeldi og auðvitað á að vernda þetta barn gagnvart því en að algjörlega að gera samasemmerki á milli þess að hún hafi verið dæmd á Íslandi sé of mikil hætta á að hún fari illa með þetta barn, það er of langt gengið. Það á að gefa þessari konu stuðning þannig hún geti séð um barnið sitt.“ Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Svíþjóð Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Sjá meira
Félagsmálayfirvöld í Svíþjóð hafa tekið ungabarn af íslenskri konu. Landsréttur dæmdi hana í 15 mánaða fangelsi í fyrra fyrir ofbeldi gegn fimm börnum sínum á Íslandi. Sænsk félagsmálayfirvöld fengu þýddan dóm yfir konunni sendan. Í lok árs 2016 var konan dæmd í 18 mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa ítrekað beitt börn sín andlegum og líkamlegum refsingum, haft í hótunum við þau, ógnað þeim og sýnt þeim vanvirðandi háttsemi.Sjá einnig: Átján mánaða fangelsi fyrir alvarleg og ítrekuð ofbeldisbrot gagnvart fimm börnum sínum Börnin eru fædd á árunum 2002 til 2013, en brotin sem dómurinn nær til áttu sér stað á árunum 2010 til 2015. Landsréttur mildaði dóminn úr 18 mánuðum í 15 mánuði í fyrra. Konan, sem alltaf hefur neitað sök, var svipt forsjá barna sinna fimm. Konan hefur enn ekki hafið afplánun og er nú búsett í Svíþjóð þar sem hún eignaðist annað barn í sumar. „Bara á fæðingardeildinni þá kemur vitneskja frá barnaverndaryfirvöldum á íslandi um að hún sé dæmd fyrir ofbeldi gagnvart börnum sem hún átti á íslandi og að þau börn hafi verið tekin af henni,“ segir Sigrún Landvall, lögmaður konunnar. Konan og barnið hafi þá verið sett á sérstakt heimili þar sem sem þau voru undir eftirliti. Allt hafi gengið vel þar til félagsmálayfirvöld hafi fengið dóminn sendan í sænskri þýðingu. Nú fái hún ekki að hitta barnið. „Ég tel þetta allt of harðan dóm gagnvart þessari konur. Hún var undir allt öðrum kringumstæðum á Íslandi þegar þetta gerðist með börnin hennar þar. Það eru mörg ár síðan og hún er nú í allt öðrum aðstæðum í betri aðstæðum til að sjá um barnið sitt. Hún hefur allan tíman lýst yfir samstarfi við yfirvöld hér og hún vill fá hjálp og hún þarf stuðning en þeir telja að hún taki hann ekki til sín eins og þeir ætlast til,“ segir Sigrún en konan viðurkennir ekki brot sín. Sigrún telur að brotið sé á rétti til fjölskyldulífs, gagnvart barninu og móðurinni. Þá sé meðalhófs ekki gætt. „Það er sterkur réttur barns að þekkja foreldri sitt. Það er nú þegar búið að skemma þessi tengsl milli barnsins og móðurinnar vegna þess að barnið er skyndilega tekið af móðurinn, hún var með það á brjósti,“ segir Sigrún. Búið er að áfrýja ákvörðun félagsmálayfirvalda. „Það á ekki að beita börn ofbeldi og auðvitað á að vernda þetta barn gagnvart því en að algjörlega að gera samasemmerki á milli þess að hún hafi verið dæmd á Íslandi sé of mikil hætta á að hún fari illa með þetta barn, það er of langt gengið. Það á að gefa þessari konu stuðning þannig hún geti séð um barnið sitt.“
Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Svíþjóð Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Sjá meira