Kerfislæg kvenfyrirlitning ríki gagnvart ófaglærðum konum hjá borginni Heimir Már Pétursson skrifar 11. október 2019 23:00 Formaður Eflingar segir að taka þurfi á kerfislægri kvenfyrirlitningu sem ríki gagnvart stórum hópum ófaglærða kvenna sem vinna hjá Reykjavíkurborg og leiðrétta kjör þeirra sérstaklega. Lítill skilningur sé á þessari stöðu innan borgarinnar og ekkert þokist í kjaraviðræðum. Þótt samið hafi verið við þorra verkafólks í lífskjarasamningunum svo kölluðu er enn ósamið við þúsundir verkakvenna og karla hjá Reykjavíkurborg, þar sem lítill skilningur ríkir á kjörum stórra kvennastétta að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Lífskjarasamningunum hafi vissulega verið ætlað að leggja línurnar fyrir aðra samninga en taka þurfi á stórum vanda hjá borginni. „Við erum að takast á við mjög uppsafnaðan vanda, kerfislægan. Sem ég og félagar mínir hér viljum kalla kerfisbundna kvenfyrirlitningu,“ segir formaðurinn. Konur séu um það bil 80 prósent af um tvö þúsund starfsmönnum Eflingar hjá Reykjavíkurborg. Ófaglærðar starfskonur á leikskólum borgarinnar séu lægst launuðu starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði og tali mest um álag á vinnustað. „Staðreyndin er bara sú að kerfið í borginni, umönunarkerfi barna og margt margt fleira, er einfaldlega rekið á ofurarðrændu kvenvinnuafli. Það breytir engu hver fer með völd í borginni. Hvort það eru yfirlýstar félagshyggjumanneskjur, kvenréttindamanneskjur, feministar. Það horfir enginn svo mikið sem á þennan hóp,“ segir Sólveig Anna. Ekki verði hægt að standa upp frá samningaborðinu án þess að kjör þessa vanrækta hóps verði leiðrétt. Hugur sé í starfsfólki leikskóla sem eftir áratuga störf hafi um 350 þúsund krónur í heildarlaun á mánuði. Í verkföllum í vor var meðal annars farið fram undr slagorðinu „hótelin eru í okkar höndum.“Og leikskólinn er vissulega í ykkar höndum? „Já leikskólarnir í borginni, einmitt fyrst þú segir það; þá er það akkúrat rétta lýsingin. Leikskólarnir, og þar með borgin auðvitað öll, eru í okkar höndum, já,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.Horfa má á viðtalið við Sólveigu Önnu í heild sinni hér. Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Segir frjálsa flutninga vinnuafls grafa undan hagsmunum verkafólks Sólveig Anna var á meðal gesta í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. 6. október 2019 18:15 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Formaður Eflingar segir að taka þurfi á kerfislægri kvenfyrirlitningu sem ríki gagnvart stórum hópum ófaglærða kvenna sem vinna hjá Reykjavíkurborg og leiðrétta kjör þeirra sérstaklega. Lítill skilningur sé á þessari stöðu innan borgarinnar og ekkert þokist í kjaraviðræðum. Þótt samið hafi verið við þorra verkafólks í lífskjarasamningunum svo kölluðu er enn ósamið við þúsundir verkakvenna og karla hjá Reykjavíkurborg, þar sem lítill skilningur ríkir á kjörum stórra kvennastétta að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Lífskjarasamningunum hafi vissulega verið ætlað að leggja línurnar fyrir aðra samninga en taka þurfi á stórum vanda hjá borginni. „Við erum að takast á við mjög uppsafnaðan vanda, kerfislægan. Sem ég og félagar mínir hér viljum kalla kerfisbundna kvenfyrirlitningu,“ segir formaðurinn. Konur séu um það bil 80 prósent af um tvö þúsund starfsmönnum Eflingar hjá Reykjavíkurborg. Ófaglærðar starfskonur á leikskólum borgarinnar séu lægst launuðu starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði og tali mest um álag á vinnustað. „Staðreyndin er bara sú að kerfið í borginni, umönunarkerfi barna og margt margt fleira, er einfaldlega rekið á ofurarðrændu kvenvinnuafli. Það breytir engu hver fer með völd í borginni. Hvort það eru yfirlýstar félagshyggjumanneskjur, kvenréttindamanneskjur, feministar. Það horfir enginn svo mikið sem á þennan hóp,“ segir Sólveig Anna. Ekki verði hægt að standa upp frá samningaborðinu án þess að kjör þessa vanrækta hóps verði leiðrétt. Hugur sé í starfsfólki leikskóla sem eftir áratuga störf hafi um 350 þúsund krónur í heildarlaun á mánuði. Í verkföllum í vor var meðal annars farið fram undr slagorðinu „hótelin eru í okkar höndum.“Og leikskólinn er vissulega í ykkar höndum? „Já leikskólarnir í borginni, einmitt fyrst þú segir það; þá er það akkúrat rétta lýsingin. Leikskólarnir, og þar með borgin auðvitað öll, eru í okkar höndum, já,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.Horfa má á viðtalið við Sólveigu Önnu í heild sinni hér.
Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Segir frjálsa flutninga vinnuafls grafa undan hagsmunum verkafólks Sólveig Anna var á meðal gesta í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. 6. október 2019 18:15 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Segir frjálsa flutninga vinnuafls grafa undan hagsmunum verkafólks Sólveig Anna var á meðal gesta í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag. 6. október 2019 18:15