Ólga á Reykjalundi: Sveinn fékk skýr skilaboð frá starfsmanni Birgir Olgeirsson skrifar 10. október 2019 20:30 Sjúklingar Reykjalundar hafa fengið þau skilaboð frá starfsfólki að starfsemin verði með eðlilegum hætti á morgun. Var sjúklingum vísað frá í morgun af starfsfólki sem taldi sig ekki í stakk búið að sinna þeim sökum þess að framkvæmdastjóra lækningasviðs hafði verið sagt upp störfum í gær. Birgir Gunnarsson hafði starfað sem forstjóri Reykjalundar í tólf ár þegar honum var sagt upp 30. september síðastliðinn. Í gær var nánum samstarfsmanni hans, Magnúsi Ólasyni, sagt upp sem framkvæmdastjóra lækningasviðs Reykjalundar. Starfsfólk Reykjalundar var boðað til starfsmannafundar með stjórnarformanni SÍBS, sem á heilbrigðisstofnunina Reykjalund, í dag. Fór fundurinn fram í samkomusal þar sem sjúklingum var tilkynnt að ekkert yrði af reglubundinni slökun í salnum vegna fundarins.Þessi tilkynning beið sjúklinga við samkomusalinn í Reykjalundi í morgun.Á fundinum steig meðal annars Birgir Gunnarsson í pontu og hélt erindi. Hlaut hann kröftugt lófaklapp frá starfsmönnum Reykjalundar þegar hann hafði lokið máli sínu. Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS, fór yfir stöðu mála með starfsfólkinu. Þar greindi hann frá því að ráðningarferli nýs forstjóra og framkvæmdastjóra stæði yfir. Sagðist hann búast við að tilkynna um nýjan framkvæmdastjóra lækningasviðs í byrjun næstu viku. Þá afhenti hann starfsmönnum bréf frá landlækni þar sem ítrekuð var skylda starfsmanna um að sinna sjúklingum stofnunarinnar.Skilin eftir í tóminu Fjölmiðlamönnum var ekki veittur aðgangur að starfsmannafundinum sem fór fram fyrir lokuðum dyrum. Þegar starfsfólk gekk út af fundinum var augljóst að þeim var mikið niðri fyrir. Höfðu starfsmennirnir farið með vantraustsyfirlýsingu á stjórn SÍBS til heilbrigðisráðherra fyrir fundinn. Magdalena Ásgeirsdóttir, yfirlæknir á Reykjalundi, sagði ástæðuna vera framferði stjórnar gagnvart starfsmönnum „Fyrirvaralausar uppsagnir á forstjóra, 30. september, og framkvæmdastjóra lækninga í gær, án nokkurra skýringa. Við erum skilin eftir í tóminu. Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS, gaf út yfirlýsingu þar sem hann sagði ekkert saknæmt hafa átt sér stað. Þannig að það er einhver ágreiningur sem við fáum ekki að vita hver er,“ sagði Magdalena.Magdalena Ásgeirsdóttir, yfirlæknir á ReykjalundiNæstum bornir út úr húsi Í vantraustsyfirlýsingunni er talað um hranalega og ómanneskjulega framkomu af hálfu stjórnar sem skapar óvissu, óöryggi og vanlíðan. „Með þessum uppsögnum þar sem þessir menn, forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga, eru næstum því bornir út úr húsi. Það var slökkt á tölvuaðgangi þeirra. Sem var sérstaklega alvarlegt í tilfelli framkvæmdastjóra lækninga sem er með sjúklingavinnu. Sjúklingagögn eru læst í hálfri vinnslu. Hann er með skjólstæðinga sem hann ber ábyrgð á og hefur ekki nokkurn möguleika á að klára sína vinnu þar.“Fólk er í angist Magdalena sagði andrúmsloftið hafa verið slæmt þegar forstjórinn var rekinn en óbærilegt eftir að framkvæmdastjóranum var sagt upp störfum í gær. „Fólk er í angist, við erum höfuðlaus her. Það er enginn sem stýrir okkur. Við vitum ekki réttarstöðu okkar, gagnvart okkar skjólstæðingum eða réttarstöðu skjólstæðinga gagnvart okkur þar sem að faglegur ábyrgðarmaður og framkvæmdastjóri lækninga er ekki lengur til. Það er ekki búið að ráða neinn, það er ekki eins og hann hafi skroppið í frí og skipað einhvern annan. Það er enginn sem upplýsir okkur um það annað en það sem Sveinn Guðmundsson gerði á fundinum á áðan með upplestri á bréfi frá landlækni sem fyrir fundinn var ekki komið í tölvupósti til okkar starfsmanna þar sem hann hnykkir á okkar ábyrgð sem fagfólk að sinna okkar sjúklingum.“ Sjúklingarnir voru sendir heim því starfsfólkið var ekki í andlegu ástandi til að sinna þeim að sögn Magdalenu. „Við erum á vaktinni og sinnum bráðatilfellum en hefðbundin endurhæfing hefur ekki farið fram í dag,“ segir Magdalena.Vilja ekki vinna undir ógnarstjórn Spurð hver framtíð Reykjalundar sé með þessu áframhaldi svarar Magdalena: „Hún er ónýt, hún hverfur. Það er þegar komið los á starfsfólk. Fólk vill ekki vinna undir svona ógnarstjórn sem ber fólk út eftir áratuga starf, flekklausan feril. Andlit íslenskrar endurhæfingar er borið út hér á nokkrum mínútum í gær.“ Sveinn Guðmundsson sagði eftir fundinn að nauðsynlegt hefði verið að segja forstjóranum og framkvæmdastjóra lækninga upp. Hann neitaði þó að tjá sig frekar um uppsagnirnar sem hann sagði bundnar trúnaði. Tók Sveinn fram að Birgir hefði verið mjög flottur stjórnandi og að ekki væru fleiri uppsagnir í kortunum.Enginn ágreiningur um peninga Reykjalundur hefur haft leigutekjur af húsnæðinu undanfarin ár sem nema um 30 milljónum króna á ári. Greint hefur verið frá því að málið snúist um baráttu á milli SÍBS og Reykjalundar um hvernig skuli nýta þá peninga en Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS.Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS.Sveinn vill þó sem minnst úr þessum deilum gera. Um „eldgamalt“ mál sé að ræða sem tekið hafi verið úr öllu samhengi. Það sé þannig ekki rétt að SÍBS ætli sér að taka þessar tekjur til sín, eins og látið hafi verið í veðri vaka. „Hið rétta er að það var verið að benda á að það hvernig ætti að færa bókhaldið með þessar tekjur. Ég skil ekki hvernig þetta mál er komið upp í fjölmiðlum því það er enginn ágreiningur um peninga hvað þetta varðar,“ segir Sveinn.Annað hvort Sveinn eða starfsmennirnir Þegar vantraustsyfirlýsingin var borin undir Svein neitaði hann að tjá sig um það hvort hann hefði íhugað stöðu sína sem stjórnarformaður. Við það brást einn starfsmanna ókvæða við og sagði við Svein að staðan væri einföld, annað hvort hyrfi hann frá eða starfsmennirnir. Um var að ræða Halldór Halldórsson, fyrsta íslenska hjarta- og lungnaþegann, sem starfar sem ritari á hjarta- og lungnarannsóknardeild Reykjalundar. Hann sagði mikla reiði í starfsfólki. „Heldur betur. Ég er búinn að vera í þessu húsi síðan 1988 og hef aldrei upplifað aðra eins steypu. Ef þessi stjórn SÍBS fer ekki frá þá fer starfsfólkið. Hvað á þá að gera við sjúklingana?,“ spurði Halldór þegar hann ræddi við fréttamenn.Halldór Halldórsson, ritari hjarta- og lungnarannsóknadeild Reykjalundar.Staðnum rústað á nokkrum dögum Hann sagði andlega líðan starfsfólks hafa verið skelfilega upp á síðkastið. „Og það er mjög erfitt að einbeita sér að meðferð sjúklings þegar maður ekki með fókus á hvað á að gera. Auðvitað er það mjög slæmt en það síðasta sem við viljum er að það bitni á sjúklingum.“ Halldór sagði frið hafa ríkt um starfsemi Reykjalundar og góður andi sé í húsinu. „En svo kemur svona fólk eins og Sveinn Guðmundsson og þeir sem eru á bak við hann í SÍBS og rústar þessum stað á nokkrum dögum. Nú er mál að linni.“ Hann vill að aðildarfélög SÍBS kalli saman þing þar sem kjörin verður ný stjórn. „Og jafnvel að starfsemi Reykjalundar verði endurskoðuð. Hvort ríkið ætti að taka þetta yfir eða breyta starfseminni þannig að við getum hjálpað Landspítalanum við fráflæði þannig að við getum nýtt staðinn enn betur sem er nú þegar vel nýttur.“ Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfsfólk leggur niður störf og sjúklingar sendir heim af Reykjalundi Engir sjúklingar fá þjónustu á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi í dag. 10. október 2019 10:03 Blöskrar framkoma við „flekklaus andlit íslenskrar endurhæfingar“ Yfirlæknir á Reykjalundi telur framtíð Reykjalundar ónýta og starfsemin muni hverfa grípi ráðherra ekki inn í atburðarásina á endurhæfingarstöðinni. 10. október 2019 14:04 Starfsmenn lýsa yfir vantrausti á stjórn Reykjalundar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Þeir telja stofnunina vera óstarfhæfa og ekki fullnægja lagaskilyrðum um heilbrigðisstofnanir. 10. október 2019 12:54 Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. 10. október 2019 10:55 Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Sjá meira
Sjúklingar Reykjalundar hafa fengið þau skilaboð frá starfsfólki að starfsemin verði með eðlilegum hætti á morgun. Var sjúklingum vísað frá í morgun af starfsfólki sem taldi sig ekki í stakk búið að sinna þeim sökum þess að framkvæmdastjóra lækningasviðs hafði verið sagt upp störfum í gær. Birgir Gunnarsson hafði starfað sem forstjóri Reykjalundar í tólf ár þegar honum var sagt upp 30. september síðastliðinn. Í gær var nánum samstarfsmanni hans, Magnúsi Ólasyni, sagt upp sem framkvæmdastjóra lækningasviðs Reykjalundar. Starfsfólk Reykjalundar var boðað til starfsmannafundar með stjórnarformanni SÍBS, sem á heilbrigðisstofnunina Reykjalund, í dag. Fór fundurinn fram í samkomusal þar sem sjúklingum var tilkynnt að ekkert yrði af reglubundinni slökun í salnum vegna fundarins.Þessi tilkynning beið sjúklinga við samkomusalinn í Reykjalundi í morgun.Á fundinum steig meðal annars Birgir Gunnarsson í pontu og hélt erindi. Hlaut hann kröftugt lófaklapp frá starfsmönnum Reykjalundar þegar hann hafði lokið máli sínu. Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS, fór yfir stöðu mála með starfsfólkinu. Þar greindi hann frá því að ráðningarferli nýs forstjóra og framkvæmdastjóra stæði yfir. Sagðist hann búast við að tilkynna um nýjan framkvæmdastjóra lækningasviðs í byrjun næstu viku. Þá afhenti hann starfsmönnum bréf frá landlækni þar sem ítrekuð var skylda starfsmanna um að sinna sjúklingum stofnunarinnar.Skilin eftir í tóminu Fjölmiðlamönnum var ekki veittur aðgangur að starfsmannafundinum sem fór fram fyrir lokuðum dyrum. Þegar starfsfólk gekk út af fundinum var augljóst að þeim var mikið niðri fyrir. Höfðu starfsmennirnir farið með vantraustsyfirlýsingu á stjórn SÍBS til heilbrigðisráðherra fyrir fundinn. Magdalena Ásgeirsdóttir, yfirlæknir á Reykjalundi, sagði ástæðuna vera framferði stjórnar gagnvart starfsmönnum „Fyrirvaralausar uppsagnir á forstjóra, 30. september, og framkvæmdastjóra lækninga í gær, án nokkurra skýringa. Við erum skilin eftir í tóminu. Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS, gaf út yfirlýsingu þar sem hann sagði ekkert saknæmt hafa átt sér stað. Þannig að það er einhver ágreiningur sem við fáum ekki að vita hver er,“ sagði Magdalena.Magdalena Ásgeirsdóttir, yfirlæknir á ReykjalundiNæstum bornir út úr húsi Í vantraustsyfirlýsingunni er talað um hranalega og ómanneskjulega framkomu af hálfu stjórnar sem skapar óvissu, óöryggi og vanlíðan. „Með þessum uppsögnum þar sem þessir menn, forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga, eru næstum því bornir út úr húsi. Það var slökkt á tölvuaðgangi þeirra. Sem var sérstaklega alvarlegt í tilfelli framkvæmdastjóra lækninga sem er með sjúklingavinnu. Sjúklingagögn eru læst í hálfri vinnslu. Hann er með skjólstæðinga sem hann ber ábyrgð á og hefur ekki nokkurn möguleika á að klára sína vinnu þar.“Fólk er í angist Magdalena sagði andrúmsloftið hafa verið slæmt þegar forstjórinn var rekinn en óbærilegt eftir að framkvæmdastjóranum var sagt upp störfum í gær. „Fólk er í angist, við erum höfuðlaus her. Það er enginn sem stýrir okkur. Við vitum ekki réttarstöðu okkar, gagnvart okkar skjólstæðingum eða réttarstöðu skjólstæðinga gagnvart okkur þar sem að faglegur ábyrgðarmaður og framkvæmdastjóri lækninga er ekki lengur til. Það er ekki búið að ráða neinn, það er ekki eins og hann hafi skroppið í frí og skipað einhvern annan. Það er enginn sem upplýsir okkur um það annað en það sem Sveinn Guðmundsson gerði á fundinum á áðan með upplestri á bréfi frá landlækni sem fyrir fundinn var ekki komið í tölvupósti til okkar starfsmanna þar sem hann hnykkir á okkar ábyrgð sem fagfólk að sinna okkar sjúklingum.“ Sjúklingarnir voru sendir heim því starfsfólkið var ekki í andlegu ástandi til að sinna þeim að sögn Magdalenu. „Við erum á vaktinni og sinnum bráðatilfellum en hefðbundin endurhæfing hefur ekki farið fram í dag,“ segir Magdalena.Vilja ekki vinna undir ógnarstjórn Spurð hver framtíð Reykjalundar sé með þessu áframhaldi svarar Magdalena: „Hún er ónýt, hún hverfur. Það er þegar komið los á starfsfólk. Fólk vill ekki vinna undir svona ógnarstjórn sem ber fólk út eftir áratuga starf, flekklausan feril. Andlit íslenskrar endurhæfingar er borið út hér á nokkrum mínútum í gær.“ Sveinn Guðmundsson sagði eftir fundinn að nauðsynlegt hefði verið að segja forstjóranum og framkvæmdastjóra lækninga upp. Hann neitaði þó að tjá sig frekar um uppsagnirnar sem hann sagði bundnar trúnaði. Tók Sveinn fram að Birgir hefði verið mjög flottur stjórnandi og að ekki væru fleiri uppsagnir í kortunum.Enginn ágreiningur um peninga Reykjalundur hefur haft leigutekjur af húsnæðinu undanfarin ár sem nema um 30 milljónum króna á ári. Greint hefur verið frá því að málið snúist um baráttu á milli SÍBS og Reykjalundar um hvernig skuli nýta þá peninga en Reykjalundur er heilbrigðisstofnun í eigu SÍBS.Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS.Sveinn vill þó sem minnst úr þessum deilum gera. Um „eldgamalt“ mál sé að ræða sem tekið hafi verið úr öllu samhengi. Það sé þannig ekki rétt að SÍBS ætli sér að taka þessar tekjur til sín, eins og látið hafi verið í veðri vaka. „Hið rétta er að það var verið að benda á að það hvernig ætti að færa bókhaldið með þessar tekjur. Ég skil ekki hvernig þetta mál er komið upp í fjölmiðlum því það er enginn ágreiningur um peninga hvað þetta varðar,“ segir Sveinn.Annað hvort Sveinn eða starfsmennirnir Þegar vantraustsyfirlýsingin var borin undir Svein neitaði hann að tjá sig um það hvort hann hefði íhugað stöðu sína sem stjórnarformaður. Við það brást einn starfsmanna ókvæða við og sagði við Svein að staðan væri einföld, annað hvort hyrfi hann frá eða starfsmennirnir. Um var að ræða Halldór Halldórsson, fyrsta íslenska hjarta- og lungnaþegann, sem starfar sem ritari á hjarta- og lungnarannsóknardeild Reykjalundar. Hann sagði mikla reiði í starfsfólki. „Heldur betur. Ég er búinn að vera í þessu húsi síðan 1988 og hef aldrei upplifað aðra eins steypu. Ef þessi stjórn SÍBS fer ekki frá þá fer starfsfólkið. Hvað á þá að gera við sjúklingana?,“ spurði Halldór þegar hann ræddi við fréttamenn.Halldór Halldórsson, ritari hjarta- og lungnarannsóknadeild Reykjalundar.Staðnum rústað á nokkrum dögum Hann sagði andlega líðan starfsfólks hafa verið skelfilega upp á síðkastið. „Og það er mjög erfitt að einbeita sér að meðferð sjúklings þegar maður ekki með fókus á hvað á að gera. Auðvitað er það mjög slæmt en það síðasta sem við viljum er að það bitni á sjúklingum.“ Halldór sagði frið hafa ríkt um starfsemi Reykjalundar og góður andi sé í húsinu. „En svo kemur svona fólk eins og Sveinn Guðmundsson og þeir sem eru á bak við hann í SÍBS og rústar þessum stað á nokkrum dögum. Nú er mál að linni.“ Hann vill að aðildarfélög SÍBS kalli saman þing þar sem kjörin verður ný stjórn. „Og jafnvel að starfsemi Reykjalundar verði endurskoðuð. Hvort ríkið ætti að taka þetta yfir eða breyta starfseminni þannig að við getum hjálpað Landspítalanum við fráflæði þannig að við getum nýtt staðinn enn betur sem er nú þegar vel nýttur.“
Heilbrigðismál Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfsfólk leggur niður störf og sjúklingar sendir heim af Reykjalundi Engir sjúklingar fá þjónustu á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi í dag. 10. október 2019 10:03 Blöskrar framkoma við „flekklaus andlit íslenskrar endurhæfingar“ Yfirlæknir á Reykjalundi telur framtíð Reykjalundar ónýta og starfsemin muni hverfa grípi ráðherra ekki inn í atburðarásina á endurhæfingarstöðinni. 10. október 2019 14:04 Starfsmenn lýsa yfir vantrausti á stjórn Reykjalundar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Þeir telja stofnunina vera óstarfhæfa og ekki fullnægja lagaskilyrðum um heilbrigðisstofnanir. 10. október 2019 12:54 Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. 10. október 2019 10:55 Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Sjá meira
Starfsfólk leggur niður störf og sjúklingar sendir heim af Reykjalundi Engir sjúklingar fá þjónustu á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi í dag. 10. október 2019 10:03
Blöskrar framkoma við „flekklaus andlit íslenskrar endurhæfingar“ Yfirlæknir á Reykjalundi telur framtíð Reykjalundar ónýta og starfsemin muni hverfa grípi ráðherra ekki inn í atburðarásina á endurhæfingarstöðinni. 10. október 2019 14:04
Starfsmenn lýsa yfir vantrausti á stjórn Reykjalundar Starfsmenn Reykjalundar lýsa yfir vantrausti á stjórn endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Þeir telja stofnunina vera óstarfhæfa og ekki fullnægja lagaskilyrðum um heilbrigðisstofnanir. 10. október 2019 12:54
Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. 10. október 2019 10:55