Komu að konu sem hafði verið látin í íbúð í Madríd í fimmtán ár Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2019 10:30 Puerta del Sol í Madríd. Getty Lögregla og sjúkralið á Spáni komu að konu látinni í íbúð í austurhluta höfuðborgarinnar Madríd síðastliðinn þriðjudag. Talið að konan hafi látist 2004 og lík hennar því verið í íbúðinni í fimmtán ár.El Pais greinir frá því að lífeyrisgreiðslurnar hafi borist inn bankareikning Isabel Rivera Hernández og reikningar verið greiddir með sjálfkrafa millifærslum. Nágrannar konunnar greindu lögreglu frá því að vond lykt hafi borist frá íbúðinni fyrir um fimmtán árum. Lyktin hafi hins vegar bara verið í fáeinar vikur og töldu nágrannar að konan hafi einungis gleymt að tæma ruslið hjá sér áður en hún hafi haldið í ferðalag. Spænskir fjölmiðlar segja frá því að allir reikningar sem stílaðir hafi verið á konuna hafi verið greiddir á gjalddaga. Fyrir nokkrum árum hafi yfirmaður hjá bankaútibúi konunnar bankað upp á hjá konunni í hverfinu Calle José Hierro til að forvitnast um það af hverju hún greiddi bara reikninga, en nýtti enga peninga í mat eða annað. Enginn hafi hins vegar komið til dyra og gerði maðurinn ekki aðra tilraun til að ná á konuna.Fjarskyldur ættingi hafði sambandEl Mundo segir að konan hafi loks fundist í tengslum við mögulega sölu á íbúðinni. Fjarskyldur ættingi konunnar hafi þá haft samband við lögreglu, sem naut svo aðstoðar slökkviliðs, við að komast inn í íbúðina um svalirnar. Fannst konan á baðherbergi íbúðarinnar. Rakastig og loftræstingin í íbúðinni höfðu þá skapað fullkomnar aðstæður til að lík konunnar rotnaði ekki og þannig gefið af sér óbærilega vonda lykt fyrir fólk í næstu íbúðum. Bjó með eiginmanni sínum Isabel Rivera Hernández fæddist 1926 og bjó með eiginmanni sínum í íbúðinni frá árinu 1965. Eiginmaðurinn hafði starfað sem húsvörður í fjölbýlishúsinu og eftir andlát hans bjó hún áfram í íbúðinni. Hjónin voru annars í litlum samskiptum við nágranna. Eiginmaður konunnar átti barn úr fyrra hjónabandi, en eftir að hann lést voru engir ættingjar sem heimsóttu konuna. Ekki er ljóst hvenær konan lést, en niðurstöður krufningar benda til að það hafi gerst fyrir fjórtán, fimmtán eða sextán árum. Nágrannar segjast síðast hafa séð konuna á lífi í september 2004. Hafi hún andast þá varð Isabel Rivera Hernández 78 ára gömul. Spánn Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Lögregla og sjúkralið á Spáni komu að konu látinni í íbúð í austurhluta höfuðborgarinnar Madríd síðastliðinn þriðjudag. Talið að konan hafi látist 2004 og lík hennar því verið í íbúðinni í fimmtán ár.El Pais greinir frá því að lífeyrisgreiðslurnar hafi borist inn bankareikning Isabel Rivera Hernández og reikningar verið greiddir með sjálfkrafa millifærslum. Nágrannar konunnar greindu lögreglu frá því að vond lykt hafi borist frá íbúðinni fyrir um fimmtán árum. Lyktin hafi hins vegar bara verið í fáeinar vikur og töldu nágrannar að konan hafi einungis gleymt að tæma ruslið hjá sér áður en hún hafi haldið í ferðalag. Spænskir fjölmiðlar segja frá því að allir reikningar sem stílaðir hafi verið á konuna hafi verið greiddir á gjalddaga. Fyrir nokkrum árum hafi yfirmaður hjá bankaútibúi konunnar bankað upp á hjá konunni í hverfinu Calle José Hierro til að forvitnast um það af hverju hún greiddi bara reikninga, en nýtti enga peninga í mat eða annað. Enginn hafi hins vegar komið til dyra og gerði maðurinn ekki aðra tilraun til að ná á konuna.Fjarskyldur ættingi hafði sambandEl Mundo segir að konan hafi loks fundist í tengslum við mögulega sölu á íbúðinni. Fjarskyldur ættingi konunnar hafi þá haft samband við lögreglu, sem naut svo aðstoðar slökkviliðs, við að komast inn í íbúðina um svalirnar. Fannst konan á baðherbergi íbúðarinnar. Rakastig og loftræstingin í íbúðinni höfðu þá skapað fullkomnar aðstæður til að lík konunnar rotnaði ekki og þannig gefið af sér óbærilega vonda lykt fyrir fólk í næstu íbúðum. Bjó með eiginmanni sínum Isabel Rivera Hernández fæddist 1926 og bjó með eiginmanni sínum í íbúðinni frá árinu 1965. Eiginmaðurinn hafði starfað sem húsvörður í fjölbýlishúsinu og eftir andlát hans bjó hún áfram í íbúðinni. Hjónin voru annars í litlum samskiptum við nágranna. Eiginmaður konunnar átti barn úr fyrra hjónabandi, en eftir að hann lést voru engir ættingjar sem heimsóttu konuna. Ekki er ljóst hvenær konan lést, en niðurstöður krufningar benda til að það hafi gerst fyrir fjórtán, fimmtán eða sextán árum. Nágrannar segjast síðast hafa séð konuna á lífi í september 2004. Hafi hún andast þá varð Isabel Rivera Hernández 78 ára gömul.
Spánn Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira