Telur að maður komi í manns stað hjá Ríki íslams Kjartan Kjartansson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 27. október 2019 22:44 Ætlað fráfall Abu Bakr al-Bagdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams, er áfall fyrir fylgismenn hans en hefur líklega ekki teljandi áhrif á framgang samtakanna, að mati íslensks sérfræðings í málefnum þeirra. Maður komi að líkindum í manns stað. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að Bagdadi hefði sprengt sjálfan sig í loft upp þegar bandarískir sérsveitarmenn reyndu að taka hann höndum í aðgerð í norðvestanverðu Sýrlandi að næturþeli. Bagdadi var ekki aðeins andlegur leiðtogi og andlit Ríkis íslams heldur var hann sagður stýra aðgerðum samtakanna með beinum hætti, að sögn Gunnars Hrafns Jónssonar, blaðamanns, sem hefur fjallað ítarlega um hryðjuverksamtökin. Í tíð Bagdadi hefur Ríki íslams tekið við af al-Qaeda sem alþjóðlega hryðjuverkaógnin. Bagdadi hefur verið þekktur fyrir sérstaka grimmd, að sögn erlendra fjölmiðla. Gunnar Hrafn telur að staðurinn þar sem Bagdadi fannst hafi líklega verið síðasti felustaðurinn sem hann átti eftir. Svæðið sé nærri landamærunum að Tyrklandi og þar hafi kúrdískar hersveitir sem hafa mestu til fórnað til að uppræta hryðjuverkasamtökin því veigrað sér við að gera árásir. Tyrknesk stjórnvöld líta á kúrdískar hersveitir sem hryðjuverksamtök og gerðu innrás í norðanvert Sýrland á dögunum til að þjarma að Kúrdum. Þrátt fyrir þá athygli sem líklegt fall Bagdadi hefur vakið telur Gunnar Hrafn það ekki hafa teljandi áhrif á Ríki íslams. „Það kemur auðvitað bara einhver annar í hans stað en þetta er áfall fyrir þetta net sem hann myndaði sjálfur þarna í Sýrlandi,“ segir Gunnar Hrafn. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Undanhald Trump sagt hafa raskað aðgerðinni gegn Bagdadi Bandarískir embættismenn segja að leiðtogi Ríkis íslams hafi verið felldur þrátt fyrir nýlegar aðgerðir Trump forseta í Sýrlandi. 27. október 2019 21:24 Leiðtogi ISIS sagður hafa sprengt sig í loft upp í miðri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í morgun að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í sérstakri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Búist er við tilkynningu frá Bandaríkjaforseta klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. 27. október 2019 07:27 Segir endalok al-Baghdadi ekki marka endalok ISIS Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, óskaði Bandarískum yfirvöldum til hamingju með að hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkaleiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Parly varaði Bandaríkjastjórn þó við því að þótt að lífi al-Baghdadi sé lokið þýði það ekki að svo sé komið fyrir samtökum hans ISIS. 27. október 2019 16:39 Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Ætlað fráfall Abu Bakr al-Bagdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams, er áfall fyrir fylgismenn hans en hefur líklega ekki teljandi áhrif á framgang samtakanna, að mati íslensks sérfræðings í málefnum þeirra. Maður komi að líkindum í manns stað. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að Bagdadi hefði sprengt sjálfan sig í loft upp þegar bandarískir sérsveitarmenn reyndu að taka hann höndum í aðgerð í norðvestanverðu Sýrlandi að næturþeli. Bagdadi var ekki aðeins andlegur leiðtogi og andlit Ríkis íslams heldur var hann sagður stýra aðgerðum samtakanna með beinum hætti, að sögn Gunnars Hrafns Jónssonar, blaðamanns, sem hefur fjallað ítarlega um hryðjuverksamtökin. Í tíð Bagdadi hefur Ríki íslams tekið við af al-Qaeda sem alþjóðlega hryðjuverkaógnin. Bagdadi hefur verið þekktur fyrir sérstaka grimmd, að sögn erlendra fjölmiðla. Gunnar Hrafn telur að staðurinn þar sem Bagdadi fannst hafi líklega verið síðasti felustaðurinn sem hann átti eftir. Svæðið sé nærri landamærunum að Tyrklandi og þar hafi kúrdískar hersveitir sem hafa mestu til fórnað til að uppræta hryðjuverkasamtökin því veigrað sér við að gera árásir. Tyrknesk stjórnvöld líta á kúrdískar hersveitir sem hryðjuverksamtök og gerðu innrás í norðanvert Sýrland á dögunum til að þjarma að Kúrdum. Þrátt fyrir þá athygli sem líklegt fall Bagdadi hefur vakið telur Gunnar Hrafn það ekki hafa teljandi áhrif á Ríki íslams. „Það kemur auðvitað bara einhver annar í hans stað en þetta er áfall fyrir þetta net sem hann myndaði sjálfur þarna í Sýrlandi,“ segir Gunnar Hrafn.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Undanhald Trump sagt hafa raskað aðgerðinni gegn Bagdadi Bandarískir embættismenn segja að leiðtogi Ríkis íslams hafi verið felldur þrátt fyrir nýlegar aðgerðir Trump forseta í Sýrlandi. 27. október 2019 21:24 Leiðtogi ISIS sagður hafa sprengt sig í loft upp í miðri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í morgun að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í sérstakri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Búist er við tilkynningu frá Bandaríkjaforseta klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. 27. október 2019 07:27 Segir endalok al-Baghdadi ekki marka endalok ISIS Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, óskaði Bandarískum yfirvöldum til hamingju með að hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkaleiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Parly varaði Bandaríkjastjórn þó við því að þótt að lífi al-Baghdadi sé lokið þýði það ekki að svo sé komið fyrir samtökum hans ISIS. 27. október 2019 16:39 Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Undanhald Trump sagt hafa raskað aðgerðinni gegn Bagdadi Bandarískir embættismenn segja að leiðtogi Ríkis íslams hafi verið felldur þrátt fyrir nýlegar aðgerðir Trump forseta í Sýrlandi. 27. október 2019 21:24
Leiðtogi ISIS sagður hafa sprengt sig í loft upp í miðri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í morgun að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í sérstakri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Búist er við tilkynningu frá Bandaríkjaforseta klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. 27. október 2019 07:27
Segir endalok al-Baghdadi ekki marka endalok ISIS Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, óskaði Bandarískum yfirvöldum til hamingju með að hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkaleiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Parly varaði Bandaríkjastjórn þó við því að þótt að lífi al-Baghdadi sé lokið þýði það ekki að svo sé komið fyrir samtökum hans ISIS. 27. október 2019 16:39
Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22