Ætla ekki að herja á Kúrda í bili Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2019 08:47 Recep Tayyip Erdogan og Vladimir Pútín. Vísir/AP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt. Það miðar að því að halda hersveitum sýrlenskra Kúrda frá landamærum Sýrlands og Tyrklands. Leiðtogarnir funduðu í Sochi í suðurhluta Rússlands í gær þar sem þeir sömdu um að Rússar myndu tryggja að Kúrdar yfirgæfu svæðið við landamæri ríkjanna. Vopnahlé á milli Kúrda og Tyrkja, sem Bandaríkin höfðu milligöngu um, rann út í gær. Í aðdraganda þess höfðu Tyrkir hótað því að árás þeirra á Kúrda myndi hefjast á nýjan leik. Nú hafa þeir þó gert hlé á sókninni og segja ekki þörf á nýrri sókn. Enn hefur ekkert heyrst frá Kúrdum um samkomulagið og óljóst er hvort þeir séu viljugir til að draga sig til baka frá svæðinu, sem þeir líta á sem sitt land. Þeir leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna hans í Rússlandi, eftir að Bandaríkin fóru óvænt af svæðinu. Tyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði við landamærin og koma þar fyrir einhverjum af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem halda til í Tyrklandi. Upprunalega átti öryggissvæði þetta að spanna 400 kílómetra af landamærum ríkjanna og ná rúma 35 kílómetra inn í Sýrland. Áðurnefnt samkomulag felur þó í sér að Tyrkir fá að stjórna þeim svæðum sem þeir hafa náð í Sýrlandi og að Rússar komi Kúrdum frá landamærunum. Rússneskir og tyrkneskir hermenn munu svo vakta landamærin í sameiningu. Innrás Tyrkja og sýrlenskra uppreisnarmanna sem þeir styðja hófst tveimur dögum eftir að Trump lýsti því óvænt yfir þann 13. október að hann ætlaði að kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi og að Tyrkir myndu brátt hefja „löngu skipulagða innrás“ þeirra á yfirráðasvæði Kúrda. Sama dag og innrásin hófst sendi Trump undarlegt bréf til Erdogan þar sem hann biðlaði til hans að hætta við innrásina. Í bréfinu skrifaði Trump meðal annars: „Ekki vera harðjaxl. Ekki vera flón.“ Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Trump segir Bandaríkin stjórna olíunni í Mið-Austurlöndum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði á föstudag að ákvörðun hans um að draga bandarískar hersveitir frá landamærum Sýrlands og Tyrklands hafi hvorki hnekkt á trúverðugleika Bandaríkjanna, né svikið kúrdíska bandamenn og þar með aukið líkur á endurkomu hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við íslamskt ríki á svæðinu. 18. október 2019 22:58 Fyrrverandi yfirmenn CIA gagnrýna Trump vegna Sýrlands Tveir fyrrverandi yfirmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, gagnrýndu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega í dag fyrir ákvörðun hans að draga hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Auk þess voru fleiri núverandi og fyrrverandi embættismenn og hermenn sem gagnrýndu forsetann í fréttaþáttum dagsins. 20. október 2019 22:30 Bandarískir hermenn verða áfram í Sýrlandi Bandaríkjaforseti hefur staðfest að nokkur hópur bandarískra hermanna verði áfram í Sýrlandi þrátt fyrir brottflutning þeirra frá norðausturhéruðum landsins á dögunum. 22. október 2019 08:29 Bandarískir hermenn ekki með leyfi til að vera í Írak Ríkisstjórn Írak segir að bandarískir hermenn sem hafi verið kallaðir frá Sýrlandi hafi ekki leyfi til að halda til í Írak. 22. október 2019 14:17 Bandarísku sveitirnar grýttar við brottförina frá Sýrlandi Bandarískar hersveitir voru grýttar þegar þær yfirgáfu yfirráðasvæði Kúrda í norðurhluta Sýrlands í gær. Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að staðsetja hluta herliðsins nálægt olíulindum á svæðinu til að aðstoða sveitir Kúrda. 22. október 2019 06:00 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt. Það miðar að því að halda hersveitum sýrlenskra Kúrda frá landamærum Sýrlands og Tyrklands. Leiðtogarnir funduðu í Sochi í suðurhluta Rússlands í gær þar sem þeir sömdu um að Rússar myndu tryggja að Kúrdar yfirgæfu svæðið við landamæri ríkjanna. Vopnahlé á milli Kúrda og Tyrkja, sem Bandaríkin höfðu milligöngu um, rann út í gær. Í aðdraganda þess höfðu Tyrkir hótað því að árás þeirra á Kúrda myndi hefjast á nýjan leik. Nú hafa þeir þó gert hlé á sókninni og segja ekki þörf á nýrri sókn. Enn hefur ekkert heyrst frá Kúrdum um samkomulagið og óljóst er hvort þeir séu viljugir til að draga sig til baka frá svæðinu, sem þeir líta á sem sitt land. Þeir leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna hans í Rússlandi, eftir að Bandaríkin fóru óvænt af svæðinu. Tyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði við landamærin og koma þar fyrir einhverjum af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem halda til í Tyrklandi. Upprunalega átti öryggissvæði þetta að spanna 400 kílómetra af landamærum ríkjanna og ná rúma 35 kílómetra inn í Sýrland. Áðurnefnt samkomulag felur þó í sér að Tyrkir fá að stjórna þeim svæðum sem þeir hafa náð í Sýrlandi og að Rússar komi Kúrdum frá landamærunum. Rússneskir og tyrkneskir hermenn munu svo vakta landamærin í sameiningu. Innrás Tyrkja og sýrlenskra uppreisnarmanna sem þeir styðja hófst tveimur dögum eftir að Trump lýsti því óvænt yfir þann 13. október að hann ætlaði að kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Sýrlandi og að Tyrkir myndu brátt hefja „löngu skipulagða innrás“ þeirra á yfirráðasvæði Kúrda. Sama dag og innrásin hófst sendi Trump undarlegt bréf til Erdogan þar sem hann biðlaði til hans að hætta við innrásina. Í bréfinu skrifaði Trump meðal annars: „Ekki vera harðjaxl. Ekki vera flón.“
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Trump segir Bandaríkin stjórna olíunni í Mið-Austurlöndum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði á föstudag að ákvörðun hans um að draga bandarískar hersveitir frá landamærum Sýrlands og Tyrklands hafi hvorki hnekkt á trúverðugleika Bandaríkjanna, né svikið kúrdíska bandamenn og þar með aukið líkur á endurkomu hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við íslamskt ríki á svæðinu. 18. október 2019 22:58 Fyrrverandi yfirmenn CIA gagnrýna Trump vegna Sýrlands Tveir fyrrverandi yfirmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, gagnrýndu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega í dag fyrir ákvörðun hans að draga hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Auk þess voru fleiri núverandi og fyrrverandi embættismenn og hermenn sem gagnrýndu forsetann í fréttaþáttum dagsins. 20. október 2019 22:30 Bandarískir hermenn verða áfram í Sýrlandi Bandaríkjaforseti hefur staðfest að nokkur hópur bandarískra hermanna verði áfram í Sýrlandi þrátt fyrir brottflutning þeirra frá norðausturhéruðum landsins á dögunum. 22. október 2019 08:29 Bandarískir hermenn ekki með leyfi til að vera í Írak Ríkisstjórn Írak segir að bandarískir hermenn sem hafi verið kallaðir frá Sýrlandi hafi ekki leyfi til að halda til í Írak. 22. október 2019 14:17 Bandarísku sveitirnar grýttar við brottförina frá Sýrlandi Bandarískar hersveitir voru grýttar þegar þær yfirgáfu yfirráðasvæði Kúrda í norðurhluta Sýrlands í gær. Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að staðsetja hluta herliðsins nálægt olíulindum á svæðinu til að aðstoða sveitir Kúrda. 22. október 2019 06:00 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Trump segir Bandaríkin stjórna olíunni í Mið-Austurlöndum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði á föstudag að ákvörðun hans um að draga bandarískar hersveitir frá landamærum Sýrlands og Tyrklands hafi hvorki hnekkt á trúverðugleika Bandaríkjanna, né svikið kúrdíska bandamenn og þar með aukið líkur á endurkomu hryðjuverkasamtaka sem kenna sig við íslamskt ríki á svæðinu. 18. október 2019 22:58
Fyrrverandi yfirmenn CIA gagnrýna Trump vegna Sýrlands Tveir fyrrverandi yfirmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, gagnrýndu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega í dag fyrir ákvörðun hans að draga hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Auk þess voru fleiri núverandi og fyrrverandi embættismenn og hermenn sem gagnrýndu forsetann í fréttaþáttum dagsins. 20. október 2019 22:30
Bandarískir hermenn verða áfram í Sýrlandi Bandaríkjaforseti hefur staðfest að nokkur hópur bandarískra hermanna verði áfram í Sýrlandi þrátt fyrir brottflutning þeirra frá norðausturhéruðum landsins á dögunum. 22. október 2019 08:29
Bandarískir hermenn ekki með leyfi til að vera í Írak Ríkisstjórn Írak segir að bandarískir hermenn sem hafi verið kallaðir frá Sýrlandi hafi ekki leyfi til að halda til í Írak. 22. október 2019 14:17
Bandarísku sveitirnar grýttar við brottförina frá Sýrlandi Bandarískar hersveitir voru grýttar þegar þær yfirgáfu yfirráðasvæði Kúrda í norðurhluta Sýrlands í gær. Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að staðsetja hluta herliðsins nálægt olíulindum á svæðinu til að aðstoða sveitir Kúrda. 22. október 2019 06:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent