Nýr formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl: Samtökin verði framsækin, djörf og upplýsandi Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2019 14:10 Silja Yraola Eyþórsdóttir starfar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. vísir/vilhelm Silja Yraola Eyþórsdóttir er nýr formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl en aðalfundur félagsins fór fram í gærkvöldi. Silja tekur við embættinu af Birni H. Sveinssyni sem lét við sama tilefni af störfum eftir tveggja ára formennsku. Hún segist hlakka mikið til að takast á við verkefnið. „Þetta er nýr vettvangur fyrir mig og það kom reyndar svolítið óvænt upp að ég lenti í embætti formanns samtakanna. En ég er mjög spennt og bjartsýn.“Breytt samfélag Silja segir mikilvægt að rödd félagsins heyrist, enda endurspegli sjálf tilvist samtakanna breyttan veruleika og breytt samfélag. „Ég vil að samtökin verði samtök fyrir alla. Þau þjóna í raun hagsmunum allra því við öll njótum við góðs af minni bílaumferð . Ég vil sömuleiðis að samtökin verði flott fyrirmynd, gefi af sér góða orku, verði framsækin, djörf og upplýsandi. Mig langar sömuleiðis að efla samtökin og gera þau sýnilegri í þjóðfélagsumræðunni.“Með puttann á púlsinum Silja stundaði á sínum tíma nám við Landbúnaðarháskóla Íslands og starfar nú sem sérfræðingur í stafrænni miðlun hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Áður en hún hóf störf hjá OR starfaði hún hjá upplýsingaskrifstofu Reykjavíkurborgar. „Ég hef verið með puttann á púlsinum þegar kemur að samgöngumálum. Nú hefur leiðin mín í vinnuna lengst verulega og ég vil að sú nýja reynsla sem ég hef aflað mér í bílleysinu geti nýst samtökunum til góðs,“ segir Silja. Á aðalfundi samtakanna voru einnig þau Einar Sigurvinsson, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm, Arnór Bogason og Sigurður Ólafsson kosin í stjórn. Þá voru Dagur Bollason og Sesselja Traustadóttir kosin sem varamenn í stjórn og Ásbjörn Ólafsson skoðunarmaður reikninga. Samgöngur Vistaskipti Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Silja Yraola Eyþórsdóttir er nýr formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl en aðalfundur félagsins fór fram í gærkvöldi. Silja tekur við embættinu af Birni H. Sveinssyni sem lét við sama tilefni af störfum eftir tveggja ára formennsku. Hún segist hlakka mikið til að takast á við verkefnið. „Þetta er nýr vettvangur fyrir mig og það kom reyndar svolítið óvænt upp að ég lenti í embætti formanns samtakanna. En ég er mjög spennt og bjartsýn.“Breytt samfélag Silja segir mikilvægt að rödd félagsins heyrist, enda endurspegli sjálf tilvist samtakanna breyttan veruleika og breytt samfélag. „Ég vil að samtökin verði samtök fyrir alla. Þau þjóna í raun hagsmunum allra því við öll njótum við góðs af minni bílaumferð . Ég vil sömuleiðis að samtökin verði flott fyrirmynd, gefi af sér góða orku, verði framsækin, djörf og upplýsandi. Mig langar sömuleiðis að efla samtökin og gera þau sýnilegri í þjóðfélagsumræðunni.“Með puttann á púlsinum Silja stundaði á sínum tíma nám við Landbúnaðarháskóla Íslands og starfar nú sem sérfræðingur í stafrænni miðlun hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Áður en hún hóf störf hjá OR starfaði hún hjá upplýsingaskrifstofu Reykjavíkurborgar. „Ég hef verið með puttann á púlsinum þegar kemur að samgöngumálum. Nú hefur leiðin mín í vinnuna lengst verulega og ég vil að sú nýja reynsla sem ég hef aflað mér í bílleysinu geti nýst samtökunum til góðs,“ segir Silja. Á aðalfundi samtakanna voru einnig þau Einar Sigurvinsson, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm, Arnór Bogason og Sigurður Ólafsson kosin í stjórn. Þá voru Dagur Bollason og Sesselja Traustadóttir kosin sem varamenn í stjórn og Ásbjörn Ólafsson skoðunarmaður reikninga.
Samgöngur Vistaskipti Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent