Frilla konungs Taílands fallin í ónáð Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2019 13:19 Maha Vajiralongkorn, konungur Taílands, og frilla hans Sineenat Wongvajirapakdi. Vísir/AP Maha Vajiralongkorn, konungur Taílands, hefur svipt opinbera frillu sína titlum hennar einungis mánuðum eftir að hún fékk titilinn „konungleg hjákona“. Sineenat Wongvajirapakdi, sem er 34 ára gömul, var sú fyrsta til að fá þann titill í tæpa öld og gerði það í júlí, skömmu eftir að konungurinn, sem er 67 ára gamall, giftist fjórðu eiginkonu sinni. Í yfirlýsingu frá skrifstofu konungsins í gær segir að Sineenat hafi verið refsað fyrir að reyna að setja sig á sama stall og drottningin. Var sagt að hún hafi ekki sýnt næga hollustu, hún hafi verið óþakklát og metnaðargjörn. Þá er hún sökuð um að sýna konungnum óvirðingu og reyna að gefa skipanir í hans nafni.Sineenat Wongvajirapakdi er 34 ára gömul og var orðin foringi í lífvarðasveit konungsins.Vísir/APAllar þær myndir sem höfðu verið settar á vef konungsins voru fjarlægðar. Á mörgum þeirra var Sineenat, sem er fyrrverandi hjúkrunarfræðingur, klædd í herföt en samhliða sambandi hennar og konungsins tengdist hún her landsins. Hún var í lífvarðasveit konungsins, flugkona og ýmislegt fleira en samkvæmt frétt BBC er fortíð hennar verulega óljós. Fyrr af þessu ári fékk hún svo foringjatitil hjá her Taílands og stýrði hún herdeild.Ekki liggur fyrir hvar hún er stödd í dag. Það er þó í samræmi við hvað kom fyrir fyrrverandi eiginkonur konungsins, sem þá var krónprins. Hann tilkynnti skilnað við aðra eiginkonu sína árið 1996 með því að setja upp veggspjöld víðsvegar um konungshöllina, samkvæmt Reuters. Á einu þeirra kom fram að hún væri bannfærð fyrir framhjáhald, að misþyrma dóttur þeirra og svik.Hún flúði til Bandaríkjanna ásamt fjórum sonum þeirra en konungurinn afneitaði sonum sínum. Þriðja eiginkona konungsins hefur lifað í einangrun og útlegð, svo vitað sé, frá því hann skildi við hana árið 2014. Þá höfðu einhverjir fjölskyldumeðlimir hennar verið handteknir og sakaðir um að reyna að nota tengsl sín við konungsfjölskylduna til hagnaðar. Foreldrar hennar, þrír bræður og einn frændi voru öll dæmd í fangelsi og sitja enn inni. Frá því Vajiralongkorn settist í hásætið árið 2016 hefur hann í raun nýtt völd konungsins meira en áður hefur verið gert. Meðal annars hefur hann tekið yfir stjórn umfangsmikils auðs konungsfjölskyldunnar og fært herdeildir hers Taílands undir eigin stjórn. Taíland Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Maha Vajiralongkorn, konungur Taílands, hefur svipt opinbera frillu sína titlum hennar einungis mánuðum eftir að hún fékk titilinn „konungleg hjákona“. Sineenat Wongvajirapakdi, sem er 34 ára gömul, var sú fyrsta til að fá þann titill í tæpa öld og gerði það í júlí, skömmu eftir að konungurinn, sem er 67 ára gamall, giftist fjórðu eiginkonu sinni. Í yfirlýsingu frá skrifstofu konungsins í gær segir að Sineenat hafi verið refsað fyrir að reyna að setja sig á sama stall og drottningin. Var sagt að hún hafi ekki sýnt næga hollustu, hún hafi verið óþakklát og metnaðargjörn. Þá er hún sökuð um að sýna konungnum óvirðingu og reyna að gefa skipanir í hans nafni.Sineenat Wongvajirapakdi er 34 ára gömul og var orðin foringi í lífvarðasveit konungsins.Vísir/APAllar þær myndir sem höfðu verið settar á vef konungsins voru fjarlægðar. Á mörgum þeirra var Sineenat, sem er fyrrverandi hjúkrunarfræðingur, klædd í herföt en samhliða sambandi hennar og konungsins tengdist hún her landsins. Hún var í lífvarðasveit konungsins, flugkona og ýmislegt fleira en samkvæmt frétt BBC er fortíð hennar verulega óljós. Fyrr af þessu ári fékk hún svo foringjatitil hjá her Taílands og stýrði hún herdeild.Ekki liggur fyrir hvar hún er stödd í dag. Það er þó í samræmi við hvað kom fyrir fyrrverandi eiginkonur konungsins, sem þá var krónprins. Hann tilkynnti skilnað við aðra eiginkonu sína árið 1996 með því að setja upp veggspjöld víðsvegar um konungshöllina, samkvæmt Reuters. Á einu þeirra kom fram að hún væri bannfærð fyrir framhjáhald, að misþyrma dóttur þeirra og svik.Hún flúði til Bandaríkjanna ásamt fjórum sonum þeirra en konungurinn afneitaði sonum sínum. Þriðja eiginkona konungsins hefur lifað í einangrun og útlegð, svo vitað sé, frá því hann skildi við hana árið 2014. Þá höfðu einhverjir fjölskyldumeðlimir hennar verið handteknir og sakaðir um að reyna að nota tengsl sín við konungsfjölskylduna til hagnaðar. Foreldrar hennar, þrír bræður og einn frændi voru öll dæmd í fangelsi og sitja enn inni. Frá því Vajiralongkorn settist í hásætið árið 2016 hefur hann í raun nýtt völd konungsins meira en áður hefur verið gert. Meðal annars hefur hann tekið yfir stjórn umfangsmikils auðs konungsfjölskyldunnar og fært herdeildir hers Taílands undir eigin stjórn.
Taíland Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira