Áhersla lögð á atvinnusköpun í lágtekjuríkjum og aðkomu einkageirans Heimsljós kynnir 22. október 2019 10:30 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og Jón Erlingur Jónasson, skrifstofustjóri þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins (lengst t.v.), ásamt fulltrúum Conservation International. UTN Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra sótti um nýliðna helgi, ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington DC. Ráðherra tók meðal annars þátt í fundum þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna en Ísland leiðir kjördæmið um þessar mundir. Utanríkisráðherra á fundinum í Washington.UTN „Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin vinna þétt saman á þessum vettvangi eins og víða annars staðar. Sem formennskuríki berum við ábyrgð á að samræma áherslur ríkjanna og koma þeim á framfæri í stjórninni. Aukin atvinnusköpun í lágtekjuríkjum og aðkoma einkageirans er á meðal þess sem við leggjum mesta áherslu á, enda skiptir þetta höfuðmáli ef við eigum að ná markmiðum um sjálfbæra þróun og sporna gegn loftslagsbreytingum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Auk þess hafi Ísland lagt sérstaka áherslu á fiskimál og málefni hafsins, jafnrétti kynjanna, mannréttindi og endurnýjanlega orku. Í ávarpi sínu í þróunarnefndinni lagði utanríkisráðherra áherslu á mikilvægi opinna alþjóðaviðskipta og fjölþjóðlegs samstarfs. Þá áréttaði hann þörfina á aukinni atvinnusköpun í lágtekjuríkjum, sérstaklega í einkageiranum, og umskipti í grænna hagkerfi. Ráðherra undirstrikaði einnig mikilvægi aukinna og árangursríkari fjárfestinga í heilbrigðis- og menntamálum, jafnréttismál og hlutverk Alþjóðaframfarastofnunarinnar IDA í baráttunni við að útrýma sárafátækt og stuðla að framþróun. Í lok ávarpsins ræddi utanríkisráðherra baráttuna gegn hlýnun jarðar og mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu í því samhengi, ekki síst einstaka stöðu Alþjóðabankans í því sambandi: „Allt þetta er til einskis nema að við bregðumst við þeirri fjölþættu ógn sem stafar af loftslagsbreytingum. Bankinn verður að halda áfram að sinna leiðtogahlutverki sínu svo að við getum í sameiningu náð þeim markmiðum sem við settum okkur með Parísarsamningnum,“ sagði hann í ávarpinu. Utanríkisráðherra fundaði jafnframt með Annette Dixon, framkvæmdastjóra Alþjóðabankans á sviði mannauðsuppbyggingar, þar sem starf bankans á sviði jafnréttismála, þ.m.t. kyn- og frjósemiheilbrigði, sem og fjárfestingar í mannauði í þróunarlöndum, voru á meðal umræðuefna. Þá átti ráðherra fund með Jacob Jusu Saffa, fjármálaráðherra Síerra Leóne, um samstarf landanna á sviði þróunarsamvinnu. Ísland hefur í samstarfi við Alþjóðabankann stutt við fiskisamfélög og verkefni á sviði fiskimála í Síerra Leóne og heimsótti utanríkisráðherra landið fyrir skemmstu. Utanríkisráðherra undirritaði einnig viljayfirlýsingu um mögulegt samstarf við samtökin Conservation International á sviði fiskimála í Kyrrahafsríkjum. Þau eru ein stærstu félagasamtök heims sem sinna þróunarverkefnum í Kyrrahafinu og veita um 160 milljónum Bandaríkjadala á ári til þróunarsamvinnuverkefna víðsvegar um heiminn. Síðastliðin þrjú ár hefur utanríkisráðuneytið, í samstarfi við Hringborð norðurslóða, unnið með samtökunum. Samkomulagið snýr að möguleika á samstarfi um upplýsingatækni sem styður við fiskveiðistjórnun, aukið virði fiskafurða, þjálfun sérfræðinga og aukin tengsl milli fyrirtækja í sjávarútvegi á Íslandi og í Kyrrahafinu. Yfirlýsing kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna á fundi þróunarnefndar Niðurstöðuskjal þróunarnefndarinnar Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi , upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Alþjóðabankinn Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra sótti um nýliðna helgi, ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington DC. Ráðherra tók meðal annars þátt í fundum þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna en Ísland leiðir kjördæmið um þessar mundir. Utanríkisráðherra á fundinum í Washington.UTN „Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin vinna þétt saman á þessum vettvangi eins og víða annars staðar. Sem formennskuríki berum við ábyrgð á að samræma áherslur ríkjanna og koma þeim á framfæri í stjórninni. Aukin atvinnusköpun í lágtekjuríkjum og aðkoma einkageirans er á meðal þess sem við leggjum mesta áherslu á, enda skiptir þetta höfuðmáli ef við eigum að ná markmiðum um sjálfbæra þróun og sporna gegn loftslagsbreytingum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Auk þess hafi Ísland lagt sérstaka áherslu á fiskimál og málefni hafsins, jafnrétti kynjanna, mannréttindi og endurnýjanlega orku. Í ávarpi sínu í þróunarnefndinni lagði utanríkisráðherra áherslu á mikilvægi opinna alþjóðaviðskipta og fjölþjóðlegs samstarfs. Þá áréttaði hann þörfina á aukinni atvinnusköpun í lágtekjuríkjum, sérstaklega í einkageiranum, og umskipti í grænna hagkerfi. Ráðherra undirstrikaði einnig mikilvægi aukinna og árangursríkari fjárfestinga í heilbrigðis- og menntamálum, jafnréttismál og hlutverk Alþjóðaframfarastofnunarinnar IDA í baráttunni við að útrýma sárafátækt og stuðla að framþróun. Í lok ávarpsins ræddi utanríkisráðherra baráttuna gegn hlýnun jarðar og mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu í því samhengi, ekki síst einstaka stöðu Alþjóðabankans í því sambandi: „Allt þetta er til einskis nema að við bregðumst við þeirri fjölþættu ógn sem stafar af loftslagsbreytingum. Bankinn verður að halda áfram að sinna leiðtogahlutverki sínu svo að við getum í sameiningu náð þeim markmiðum sem við settum okkur með Parísarsamningnum,“ sagði hann í ávarpinu. Utanríkisráðherra fundaði jafnframt með Annette Dixon, framkvæmdastjóra Alþjóðabankans á sviði mannauðsuppbyggingar, þar sem starf bankans á sviði jafnréttismála, þ.m.t. kyn- og frjósemiheilbrigði, sem og fjárfestingar í mannauði í þróunarlöndum, voru á meðal umræðuefna. Þá átti ráðherra fund með Jacob Jusu Saffa, fjármálaráðherra Síerra Leóne, um samstarf landanna á sviði þróunarsamvinnu. Ísland hefur í samstarfi við Alþjóðabankann stutt við fiskisamfélög og verkefni á sviði fiskimála í Síerra Leóne og heimsótti utanríkisráðherra landið fyrir skemmstu. Utanríkisráðherra undirritaði einnig viljayfirlýsingu um mögulegt samstarf við samtökin Conservation International á sviði fiskimála í Kyrrahafsríkjum. Þau eru ein stærstu félagasamtök heims sem sinna þróunarverkefnum í Kyrrahafinu og veita um 160 milljónum Bandaríkjadala á ári til þróunarsamvinnuverkefna víðsvegar um heiminn. Síðastliðin þrjú ár hefur utanríkisráðuneytið, í samstarfi við Hringborð norðurslóða, unnið með samtökunum. Samkomulagið snýr að möguleika á samstarfi um upplýsingatækni sem styður við fiskveiðistjórnun, aukið virði fiskafurða, þjálfun sérfræðinga og aukin tengsl milli fyrirtækja í sjávarútvegi á Íslandi og í Kyrrahafinu. Yfirlýsing kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna á fundi þróunarnefndar Niðurstöðuskjal þróunarnefndarinnar Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi , upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Alþjóðabankinn Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent