Foreldrar reiðir vegna ákvörðunar um lokun Kelduskóla-Korpu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2019 20:21 Kelduskóla-Korpu verður að óbreyttu lokað nái tillaga meirihlutans fram að ganga. Fréttablaðið/Ernir Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg fyrr í dag kom fram að til standi að leggja niður skólastarf í Korpu og þess í stað verði tveir skólar í norðanverðum Grafarvogi fyrir nemendur í 1. til 7. bekk og einn skóli fyrir 8.-10. bekk. Breytingarnar taki gildi frá og með næsta skólaári 2020. Tillagan verður lögð fyrir á fundi skóla- og frístundaráðs borgarinnar. Sjá einnig: Skólahald í Korpu mun leggjast af „Það sem er verið að gera núna, þeir eru að fara gegn gildandi deiliskipulagi,“ segir Ingvar í samtali við Vísi. Það liggi fyrir samkvæmt deiliskipulagi að skóli eigi að vera í hverfinu og því þyrfti að breyta deiliskipulagi áður en tekin sé ákvörðun um að loka skólanum. „Þetta er svo glórulaust allt saman,“ bætir Ingvar við. Í tilkynningunni er haft eftir Skúla Helgasyni, formanni skóla- og frístundaráðs að staðreyndin sé sú „að nemendum í Korpu hefur fækkað verulega undanfarinn áratug.“ Þar séu nú einungis 59 börn og þeim hafi farið fækkandi á síðustu sjö árum. Þetta segir Ingvar vera óheiðarlega og ranga framsetningu þar sem ástæðuna fyrir fækkun barna í skólanum megi einfaldlega rekja til fyrri ákvarðana borgaryfirvalda um að sameina skóla og færa börn um skóla milli hverfa. Í Korpu búi um 150 börn á grunnskólaaldri samkvæmt þjóðskrá að sögn Ingvars, ástæðan fyrir því að aðeins séu 59 börn í skólanum sé sú að borgin hafi áður tekið ákvörðun um að hin börnin gengju í skóla annars staðar. Bæði foreldrar og nemendur við skólann, þeirra á meðal dóttir Ingvars, hafi sent borgarfulltrúum meirihlutans bréf en viðbrögðin hafi verið dræm. Þá séu hann og aðrir foreldrar miður sín yfir þessari ákvörðun borgaryfirvalda.Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs.Í samtali við fréttastofu segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, að miðað sé við að breytingarnar taki gildi á næsta skólaári og það sé forsenda fyrir breytingunum að gerðar verði samgöngubætur. „Nú ætlum við að eyða óvissunni og koma inn með tillögu sem að tryggir stöðugleika í þessu hverfi. Þá verði þarna til þrír öflugir skólar í framtíðinni með svona 260 til 270 börn í hverjum skóla,“ segir Skúli. Spurður hvort nægt samráð hafi verið átt við íbúana segir Skúli að tillagan byggi á niðurstöðum starfshóps þar sem íbúar, foreldrar, kennarar og skólastjórar og nemendur voru áttu aðkomu. Starfshópurinn skilaði tveimur tillögum, annars vegar um að einni deild yrði lokað eða hins vegar að ráðast í mikla uppbyggingu til að fjölga íbúum í hverfinu. Umhverfis- og skipulagssvið komst að þeirri niðurstöðu að hin fyrrnefnda væri raunhæfari kostur. Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira
Ákvörðun meirihluta borgarstjórnar um að loka deild Kelduskóla í Korpu í Grafarvogi hefur vakið mikla reiði meðal barna og foreldra í hverfinu. Þetta segir Ingvar Guðmundsson, faðir barns í skólanum. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg fyrr í dag kom fram að til standi að leggja niður skólastarf í Korpu og þess í stað verði tveir skólar í norðanverðum Grafarvogi fyrir nemendur í 1. til 7. bekk og einn skóli fyrir 8.-10. bekk. Breytingarnar taki gildi frá og með næsta skólaári 2020. Tillagan verður lögð fyrir á fundi skóla- og frístundaráðs borgarinnar. Sjá einnig: Skólahald í Korpu mun leggjast af „Það sem er verið að gera núna, þeir eru að fara gegn gildandi deiliskipulagi,“ segir Ingvar í samtali við Vísi. Það liggi fyrir samkvæmt deiliskipulagi að skóli eigi að vera í hverfinu og því þyrfti að breyta deiliskipulagi áður en tekin sé ákvörðun um að loka skólanum. „Þetta er svo glórulaust allt saman,“ bætir Ingvar við. Í tilkynningunni er haft eftir Skúla Helgasyni, formanni skóla- og frístundaráðs að staðreyndin sé sú „að nemendum í Korpu hefur fækkað verulega undanfarinn áratug.“ Þar séu nú einungis 59 börn og þeim hafi farið fækkandi á síðustu sjö árum. Þetta segir Ingvar vera óheiðarlega og ranga framsetningu þar sem ástæðuna fyrir fækkun barna í skólanum megi einfaldlega rekja til fyrri ákvarðana borgaryfirvalda um að sameina skóla og færa börn um skóla milli hverfa. Í Korpu búi um 150 börn á grunnskólaaldri samkvæmt þjóðskrá að sögn Ingvars, ástæðan fyrir því að aðeins séu 59 börn í skólanum sé sú að borgin hafi áður tekið ákvörðun um að hin börnin gengju í skóla annars staðar. Bæði foreldrar og nemendur við skólann, þeirra á meðal dóttir Ingvars, hafi sent borgarfulltrúum meirihlutans bréf en viðbrögðin hafi verið dræm. Þá séu hann og aðrir foreldrar miður sín yfir þessari ákvörðun borgaryfirvalda.Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs.Í samtali við fréttastofu segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, að miðað sé við að breytingarnar taki gildi á næsta skólaári og það sé forsenda fyrir breytingunum að gerðar verði samgöngubætur. „Nú ætlum við að eyða óvissunni og koma inn með tillögu sem að tryggir stöðugleika í þessu hverfi. Þá verði þarna til þrír öflugir skólar í framtíðinni með svona 260 til 270 börn í hverjum skóla,“ segir Skúli. Spurður hvort nægt samráð hafi verið átt við íbúana segir Skúli að tillagan byggi á niðurstöðum starfshóps þar sem íbúar, foreldrar, kennarar og skólastjórar og nemendur voru áttu aðkomu. Starfshópurinn skilaði tveimur tillögum, annars vegar um að einni deild yrði lokað eða hins vegar að ráðast í mikla uppbyggingu til að fjölga íbúum í hverfinu. Umhverfis- og skipulagssvið komst að þeirri niðurstöðu að hin fyrrnefnda væri raunhæfari kostur.
Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira