Þingið greiðir ekki atkvæði aftur um Brexit-samning Johnson Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2019 15:40 Bercow hefur verið umdeildur sem þingforseti. Hann var áður íhaldsmaður en hefur reynst sínum fyrri flokki erfiður ljár í þúfu. Vísir/EPA Forseti breska þingsins ætlar ekki að halda aðra atkvæðagreiðslu um útgöngusamning Boris Johnson, forsætisráðherra, við Evrópusambandið. Breskir þingmenn samþykktu að greiða ekki atkvæði um samninginn fyrr en búið væri að leiða efni hans í lög á laugardag. Tillagan sem Johnson vildi leggja fyrir þingið í dag er efnislega sú sama og þingmenn greiddu atkvæði um fyrir tveimur dögum. Að mati Johns Bercow, forseta þingsins, væri það því endurtekning og ruglingslegt að greiða atkvæði aftur um sama þingmálið. Vísaði Bercow til aldagamalla þingskapa sem banna að sama þingmálið sé borið upp oftar en einu sinni á einu og sama þinginu. Þess í stað lagði Bercow til að ríkisstjórn Johnson reyndi að fá samþykkt lög um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu áður en hún reyndi að knýja fram atkvæðagreiðslu um samninginn. Eftir að þingið hafnaði að greiða atkvæði um samning Johnson á laugardag sendi forsætisráðherrann bréf til Evrópusambandsins þar sem hann fór fram á frestun á útgöngunni sem er fyrirhuguð 31. október. Bretland Brexit Tengdar fréttir Atkvæði greidd um nýja samninginn Boris Johnson vill láta reyna á aðra atkvæðagreiðslu í þinginu. 21. október 2019 07:06 Johnson sendi bréf með beiðni um frestun Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sendi í kvöld bréf til Donald Tusk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þar sem hann óskaði eftir frestun á útgöngu Breta. 19. október 2019 21:51 Segir Boris hafa verið niðurlægðan í dag Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, varð fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja þá lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnsons áður en atkvæði verða greidd um hann. Þýðir þetta frekari frestun á útgöngunni, sem Johnson gaf í skyn að hann myndi jafnvel ekki fara fram á. 19. október 2019 18:40 Breska þingið greiðir ekki atkvæði um Brexit-samninginn í dag Ekki verða greidd atkvæði um Brexit-samning Boris Johnson forsætisráðherra í dag líkt og til stóð. 19. október 2019 15:23 Hafa enn trú á Brexit í lok mánaðar Breska ríkisstjórnin hefur enn ekki útilokað að hægt verði að standa við útgöngu landsins úr ESB 31. október næstkomandi eins og stefnt hefur verið að. 21. október 2019 06:00 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Sjá meira
Forseti breska þingsins ætlar ekki að halda aðra atkvæðagreiðslu um útgöngusamning Boris Johnson, forsætisráðherra, við Evrópusambandið. Breskir þingmenn samþykktu að greiða ekki atkvæði um samninginn fyrr en búið væri að leiða efni hans í lög á laugardag. Tillagan sem Johnson vildi leggja fyrir þingið í dag er efnislega sú sama og þingmenn greiddu atkvæði um fyrir tveimur dögum. Að mati Johns Bercow, forseta þingsins, væri það því endurtekning og ruglingslegt að greiða atkvæði aftur um sama þingmálið. Vísaði Bercow til aldagamalla þingskapa sem banna að sama þingmálið sé borið upp oftar en einu sinni á einu og sama þinginu. Þess í stað lagði Bercow til að ríkisstjórn Johnson reyndi að fá samþykkt lög um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu áður en hún reyndi að knýja fram atkvæðagreiðslu um samninginn. Eftir að þingið hafnaði að greiða atkvæði um samning Johnson á laugardag sendi forsætisráðherrann bréf til Evrópusambandsins þar sem hann fór fram á frestun á útgöngunni sem er fyrirhuguð 31. október.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Atkvæði greidd um nýja samninginn Boris Johnson vill láta reyna á aðra atkvæðagreiðslu í þinginu. 21. október 2019 07:06 Johnson sendi bréf með beiðni um frestun Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sendi í kvöld bréf til Donald Tusk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þar sem hann óskaði eftir frestun á útgöngu Breta. 19. október 2019 21:51 Segir Boris hafa verið niðurlægðan í dag Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, varð fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja þá lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnsons áður en atkvæði verða greidd um hann. Þýðir þetta frekari frestun á útgöngunni, sem Johnson gaf í skyn að hann myndi jafnvel ekki fara fram á. 19. október 2019 18:40 Breska þingið greiðir ekki atkvæði um Brexit-samninginn í dag Ekki verða greidd atkvæði um Brexit-samning Boris Johnson forsætisráðherra í dag líkt og til stóð. 19. október 2019 15:23 Hafa enn trú á Brexit í lok mánaðar Breska ríkisstjórnin hefur enn ekki útilokað að hægt verði að standa við útgöngu landsins úr ESB 31. október næstkomandi eins og stefnt hefur verið að. 21. október 2019 06:00 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Sjá meira
Atkvæði greidd um nýja samninginn Boris Johnson vill láta reyna á aðra atkvæðagreiðslu í þinginu. 21. október 2019 07:06
Johnson sendi bréf með beiðni um frestun Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sendi í kvöld bréf til Donald Tusk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þar sem hann óskaði eftir frestun á útgöngu Breta. 19. október 2019 21:51
Segir Boris hafa verið niðurlægðan í dag Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, varð fyrir áfalli í dag þegar breska þingið ákvað að samþykkja þyrfti hverja þá lagasetningu sem liggur til grundvallar útgöngusamningi Johnsons áður en atkvæði verða greidd um hann. Þýðir þetta frekari frestun á útgöngunni, sem Johnson gaf í skyn að hann myndi jafnvel ekki fara fram á. 19. október 2019 18:40
Breska þingið greiðir ekki atkvæði um Brexit-samninginn í dag Ekki verða greidd atkvæði um Brexit-samning Boris Johnson forsætisráðherra í dag líkt og til stóð. 19. október 2019 15:23
Hafa enn trú á Brexit í lok mánaðar Breska ríkisstjórnin hefur enn ekki útilokað að hægt verði að standa við útgöngu landsins úr ESB 31. október næstkomandi eins og stefnt hefur verið að. 21. október 2019 06:00