Norður-Írar búa sig undir miklar frjálsræðisbreytingar Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2019 14:28 Stuðningsfólk réttsins til þungunarrofs stafar orðið afglæpavætt fyrir framan Stormont-þinghúsið við Belfast. AP/Niall Carson Allt útlit er fyrir að banni við hjónaböndum samkynhneigðra og þungunarrofi verði aflétt á Norður-Írlandi á miðnætti. Þá rennur út frestur sem breska þingið gaf Norður-Írum til að mynda heimastjórn sem þeir hafa verið án í að verða þrjú ár. Norður-Írland er eini hluti Bretlands þar sem hjónabönd samkynhneigðra eru ekki leyfð. Lög þar banna einnig þungunarrof nema þegar líf konu er í hættu. Íhaldsmenn í röðum bæði mótmælenda og kaþólikka hafa verið andvígir þungunarrofi og jafnrétti til hjónabands. Breska þingið samþykkti í júlí að breyta lögunum á Norður-Írlandi í frjálsræðisátt nema ný heimastjórn yrði mynduð fyrir 21. júlí. Heimastjórnin sprakk árið 2016 og hvorki hefur gengið né rekið að mynda nýja síðan vegna ágreinings flokka sambandssinna annars vegar og þjóðernissinna hins vegar. Lögum samkvæmt verða flokkar andstæðra fylkinga að mynda saman heimastjórn. Nær útilokað er talið að ný heimastjórn verði mynduð fyrir miðnætti. Baráttuhópar fyrir réttindum kvenna og samkynhneigðra hafa því nú þegar boðað til viðburða í dag til að fagna lagabreytingunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við ætlum ekki að halda okkur við sakbitni og skömm lengur. Á morgun breyttast lögin á þsesum stað og í fyrsta skipti á Norður-Írlandi verða konur frjálsar,“ sagði Dawn Puris, baráttukona fyrir rétti kvenna til þungunarrofs á viðburði í Belfast í dag. Þrátt fyrir að banninu við hjónaböndum samkynhneigðra verði aflétt á miðnætti er búist við að það taki breska þingið fram í miðjan janúar að samþykkja ný lög fyrir Norður-Írland. Þannig er gætu samkynhneigð pör gift sig í fyrsta skipti á valentínusardag, 14. febrúar. Hvað þungunarrof varðar verðu það ekki lengur saknæmt að gera eða gangast undir slíka meðferð eftir miðnætti. Þá tekur við umsagnarferli um hvernig lögum um það verður háttað í framtíðinni. Undirréttur á Norður-Írlandi komst að þeirri niðurstöðu að bannið stríddi gegn mannréttindaskuldbindingum Bretlands fyrr í þessum mánuði. Réttaráhrifum þess úrskurðar var frestað á meðan beðið var hvort bannið yrði fellt úr gildi eftir daginn í dag. Hinsegin Norður-Írland Þungunarrof Tengdar fréttir Þungunarrofsbann á Norður-Írlandi talið brjóta gegn mannréttindum Lögin verða þó ekki felld úr gildi þar sem skammt gæti verið þar til þungunarrof og samkynjahjónabönd verða lögleidd náist ekki að mynda heimastjórn á Norður-Írlandi. 3. október 2019 18:44 Samþykktu lögleiðingu samkynja hjónabanda á Norður-Írlandi Breska þingið gæti tekið fram fyrir hendurnar á Norður-Írum ef þeir klambra ekki saman heimastjórn fyrir lok október. Engin heimastjórn hefur verið þar frá því árið 2017. 9. júlí 2019 19:17 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Allt útlit er fyrir að banni við hjónaböndum samkynhneigðra og þungunarrofi verði aflétt á Norður-Írlandi á miðnætti. Þá rennur út frestur sem breska þingið gaf Norður-Írum til að mynda heimastjórn sem þeir hafa verið án í að verða þrjú ár. Norður-Írland er eini hluti Bretlands þar sem hjónabönd samkynhneigðra eru ekki leyfð. Lög þar banna einnig þungunarrof nema þegar líf konu er í hættu. Íhaldsmenn í röðum bæði mótmælenda og kaþólikka hafa verið andvígir þungunarrofi og jafnrétti til hjónabands. Breska þingið samþykkti í júlí að breyta lögunum á Norður-Írlandi í frjálsræðisátt nema ný heimastjórn yrði mynduð fyrir 21. júlí. Heimastjórnin sprakk árið 2016 og hvorki hefur gengið né rekið að mynda nýja síðan vegna ágreinings flokka sambandssinna annars vegar og þjóðernissinna hins vegar. Lögum samkvæmt verða flokkar andstæðra fylkinga að mynda saman heimastjórn. Nær útilokað er talið að ný heimastjórn verði mynduð fyrir miðnætti. Baráttuhópar fyrir réttindum kvenna og samkynhneigðra hafa því nú þegar boðað til viðburða í dag til að fagna lagabreytingunum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við ætlum ekki að halda okkur við sakbitni og skömm lengur. Á morgun breyttast lögin á þsesum stað og í fyrsta skipti á Norður-Írlandi verða konur frjálsar,“ sagði Dawn Puris, baráttukona fyrir rétti kvenna til þungunarrofs á viðburði í Belfast í dag. Þrátt fyrir að banninu við hjónaböndum samkynhneigðra verði aflétt á miðnætti er búist við að það taki breska þingið fram í miðjan janúar að samþykkja ný lög fyrir Norður-Írland. Þannig er gætu samkynhneigð pör gift sig í fyrsta skipti á valentínusardag, 14. febrúar. Hvað þungunarrof varðar verðu það ekki lengur saknæmt að gera eða gangast undir slíka meðferð eftir miðnætti. Þá tekur við umsagnarferli um hvernig lögum um það verður háttað í framtíðinni. Undirréttur á Norður-Írlandi komst að þeirri niðurstöðu að bannið stríddi gegn mannréttindaskuldbindingum Bretlands fyrr í þessum mánuði. Réttaráhrifum þess úrskurðar var frestað á meðan beðið var hvort bannið yrði fellt úr gildi eftir daginn í dag.
Hinsegin Norður-Írland Þungunarrof Tengdar fréttir Þungunarrofsbann á Norður-Írlandi talið brjóta gegn mannréttindum Lögin verða þó ekki felld úr gildi þar sem skammt gæti verið þar til þungunarrof og samkynjahjónabönd verða lögleidd náist ekki að mynda heimastjórn á Norður-Írlandi. 3. október 2019 18:44 Samþykktu lögleiðingu samkynja hjónabanda á Norður-Írlandi Breska þingið gæti tekið fram fyrir hendurnar á Norður-Írum ef þeir klambra ekki saman heimastjórn fyrir lok október. Engin heimastjórn hefur verið þar frá því árið 2017. 9. júlí 2019 19:17 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Þungunarrofsbann á Norður-Írlandi talið brjóta gegn mannréttindum Lögin verða þó ekki felld úr gildi þar sem skammt gæti verið þar til þungunarrof og samkynjahjónabönd verða lögleidd náist ekki að mynda heimastjórn á Norður-Írlandi. 3. október 2019 18:44
Samþykktu lögleiðingu samkynja hjónabanda á Norður-Írlandi Breska þingið gæti tekið fram fyrir hendurnar á Norður-Írum ef þeir klambra ekki saman heimastjórn fyrir lok október. Engin heimastjórn hefur verið þar frá því árið 2017. 9. júlí 2019 19:17