Líkamsleifar Franco verða fluttar úr Dal hinna föllnu á fimmtudag Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2019 10:44 Líkamsleifar Franco hafa hvílt í Dal hinna föllnu, norður af Madríd. Getty Spænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að jarðneskar leifar hershöfðingjans Franco, fyrrverandi einræðisherra landsins, skuli fluttar úr grafhýsinu í Dal hinna föllnu (Valle de los Caídos) norður af Madríd, á fimmdaginn næsta. Hæstiréttur Spánar gaf nýverið grænt ljós að heimilt væri að flytja jarðneskar leifar Franco. Málið hefur verið mjög umdeilt í landinu en vinstristjórn Pedro Sanchez forsætisráðherra hefur þrýst mjög á að leifarnar skuli fluttar í Mingorrubio El Pardo-ríkisgrafreitinn, þar sem Carmen Polo, eiginkona Franco, hvílir. Upphaflega stóð til að flytja líkamsleifar Franco í júní, en afkomendur hans áfrýjuðu málinu til Hæstaréttar sem kvað svo upp sinn dóm í síðasta mánuði. Lýsti Sanchez dómnum sem „sigri fyrir lýðræðið“.Ekki staður til að upphefja einræðisherrann Stjórn Sanchez hefur lagt áherslu á að Dalur hinna föllnu skuli vera staður þar sem hægt er að minnast og fræðast um spænsku borgarastyrjöldina. Ekki að stað þar sem hægt verði að upphefja hershöfðingjann og einræðisherrann Franco. Áætlað er að um jarðneskar leifar um 34 þúsund manna hvíli í Dal hinna föllnu. Þúsundir féllu í baráttu sinni gegn hersveitum Franco á fjórða áratug síðustu aldar og var líkum margra þeirra komið fyrir í Dal hinna föllnu án samþykkis aðstandenda. Aðstandendur fallinna hafa lengi barist fyrir því að fá líkamsleifar ættingja sinna fluttar þaðan.Franco stýrði Spáni á árunum 1936 til 1975.Vísir/GettyLokað frá 11. október Fasistar og skoðanabræður Franco hafa lengi flykkst í Dal hinna föllnu á dánardegi einræðisherrans, 20. nóvember, á hverju ári. Það var Franco sjálfur sem opnaði minnisverðann í Dal hinna föllnu árið 1959, en hann stýrði Spáni á árunum 1936 til 1975. Grafhýsið í Dal hinna föllnu hefur verið lokað almenningi frá 11. október til að tryggja öryggi við flutninginn, en áætlað er að um 240 þúsund manns sæki staðinn heim á hverju ári. Spánn Tengdar fréttir Hæstiréttur Spánar dæmir að líkamsleifar Franco skuli grafnar upp Líkamsleifar Franco verða grafnar upp og fluttar úr Dal hinna föllnu. 24. september 2019 10:07 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Spænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að jarðneskar leifar hershöfðingjans Franco, fyrrverandi einræðisherra landsins, skuli fluttar úr grafhýsinu í Dal hinna föllnu (Valle de los Caídos) norður af Madríd, á fimmdaginn næsta. Hæstiréttur Spánar gaf nýverið grænt ljós að heimilt væri að flytja jarðneskar leifar Franco. Málið hefur verið mjög umdeilt í landinu en vinstristjórn Pedro Sanchez forsætisráðherra hefur þrýst mjög á að leifarnar skuli fluttar í Mingorrubio El Pardo-ríkisgrafreitinn, þar sem Carmen Polo, eiginkona Franco, hvílir. Upphaflega stóð til að flytja líkamsleifar Franco í júní, en afkomendur hans áfrýjuðu málinu til Hæstaréttar sem kvað svo upp sinn dóm í síðasta mánuði. Lýsti Sanchez dómnum sem „sigri fyrir lýðræðið“.Ekki staður til að upphefja einræðisherrann Stjórn Sanchez hefur lagt áherslu á að Dalur hinna föllnu skuli vera staður þar sem hægt er að minnast og fræðast um spænsku borgarastyrjöldina. Ekki að stað þar sem hægt verði að upphefja hershöfðingjann og einræðisherrann Franco. Áætlað er að um jarðneskar leifar um 34 þúsund manna hvíli í Dal hinna föllnu. Þúsundir féllu í baráttu sinni gegn hersveitum Franco á fjórða áratug síðustu aldar og var líkum margra þeirra komið fyrir í Dal hinna föllnu án samþykkis aðstandenda. Aðstandendur fallinna hafa lengi barist fyrir því að fá líkamsleifar ættingja sinna fluttar þaðan.Franco stýrði Spáni á árunum 1936 til 1975.Vísir/GettyLokað frá 11. október Fasistar og skoðanabræður Franco hafa lengi flykkst í Dal hinna föllnu á dánardegi einræðisherrans, 20. nóvember, á hverju ári. Það var Franco sjálfur sem opnaði minnisverðann í Dal hinna föllnu árið 1959, en hann stýrði Spáni á árunum 1936 til 1975. Grafhýsið í Dal hinna föllnu hefur verið lokað almenningi frá 11. október til að tryggja öryggi við flutninginn, en áætlað er að um 240 þúsund manns sæki staðinn heim á hverju ári.
Spánn Tengdar fréttir Hæstiréttur Spánar dæmir að líkamsleifar Franco skuli grafnar upp Líkamsleifar Franco verða grafnar upp og fluttar úr Dal hinna föllnu. 24. september 2019 10:07 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Hæstiréttur Spánar dæmir að líkamsleifar Franco skuli grafnar upp Líkamsleifar Franco verða grafnar upp og fluttar úr Dal hinna föllnu. 24. september 2019 10:07