HBO pantar seríu um Targaryen-ættina 30. október 2019 07:58 Drekar verða að öllum líkindum mjög áberandi í nýju þáttunum. Forsvarsmenn HBO tilkynntu í gærkvöldi að þeir hafi pantað tíu þátta sjónvarpseríu sem fjalla á að hluta til um borgarastyrjöld Targaryen-ættarinnar úr Game of Thrones. Þættirnir bera heitið House of the Dragon og fjalla um tiltekið tímabil í Westeros þar sem meðlimir konungsfjölskyldunnar börðust sín á milli um yfirráð. Þættirnir byggja á nýjustu bók George RR Martin, Fire and Blood. Sú bók er ekki hluti af Krúnuleikunum heldur stök bók sem fjallar um sögu Targaryen-ættarinnar í Westeros. Um það hvernig Ageon the Conqueror sameinaði stærstan hluta Westeros undir einum konungi og svo sögu allra konunga ættarinnar.Samkvæmt Entertainment Weekly mun fyrsta þáttaröðin fjalla um aðdraganda áðurnefndrar borgarastyrjaldar, sem bar nafnið Dance of Dragons. Nafnið var tilkomið þar sem drekar mismunandi fylkinga börðust í háloftunum yfir Westeros. Leikstjórinn Miguel Sapochnik, sem leikstýrði nokkrum af vinsælustu þáttum GOT, kemur að framleiðslu nýju seríunnar og mun leikstýra fyrsta þættinum.#HouseOfTheDragon, a #GameofThrones prequel is coming to @HBO. The series is co-created by @GRRMSpeaking and Ryan Condal. Miguel Sapochnik will partner with Condal as showrunner and will direct the pilot and additional episodes. Condal will be writing the series. pic.twitter.com/9ttMzElgXm — Game of Thrones (@GameOfThrones) October 29, 2019 Þessi tilkynning kom nokkrum klukkustundum á eftir tilkynningu um að búið væri að hætta við aðra þáttaröð úr söguheimi Game of Thrones sem átti að gerast þúsundum ára áður. Sú þáttaröð bar hið óformlega nafn The Long Night og fjallaði að einhverju leiti um uppruna Hvítgenglanna og hina löngu nótt, fyrsta stríð hinna dauðu gegn hinum lifandi. Prufuþáttur var tekinn upp í sumar og virðist sem hann hafi ekki fallið í kramið. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Forsvarsmenn HBO tilkynntu í gærkvöldi að þeir hafi pantað tíu þátta sjónvarpseríu sem fjalla á að hluta til um borgarastyrjöld Targaryen-ættarinnar úr Game of Thrones. Þættirnir bera heitið House of the Dragon og fjalla um tiltekið tímabil í Westeros þar sem meðlimir konungsfjölskyldunnar börðust sín á milli um yfirráð. Þættirnir byggja á nýjustu bók George RR Martin, Fire and Blood. Sú bók er ekki hluti af Krúnuleikunum heldur stök bók sem fjallar um sögu Targaryen-ættarinnar í Westeros. Um það hvernig Ageon the Conqueror sameinaði stærstan hluta Westeros undir einum konungi og svo sögu allra konunga ættarinnar.Samkvæmt Entertainment Weekly mun fyrsta þáttaröðin fjalla um aðdraganda áðurnefndrar borgarastyrjaldar, sem bar nafnið Dance of Dragons. Nafnið var tilkomið þar sem drekar mismunandi fylkinga börðust í háloftunum yfir Westeros. Leikstjórinn Miguel Sapochnik, sem leikstýrði nokkrum af vinsælustu þáttum GOT, kemur að framleiðslu nýju seríunnar og mun leikstýra fyrsta þættinum.#HouseOfTheDragon, a #GameofThrones prequel is coming to @HBO. The series is co-created by @GRRMSpeaking and Ryan Condal. Miguel Sapochnik will partner with Condal as showrunner and will direct the pilot and additional episodes. Condal will be writing the series. pic.twitter.com/9ttMzElgXm — Game of Thrones (@GameOfThrones) October 29, 2019 Þessi tilkynning kom nokkrum klukkustundum á eftir tilkynningu um að búið væri að hætta við aðra þáttaröð úr söguheimi Game of Thrones sem átti að gerast þúsundum ára áður. Sú þáttaröð bar hið óformlega nafn The Long Night og fjallaði að einhverju leiti um uppruna Hvítgenglanna og hina löngu nótt, fyrsta stríð hinna dauðu gegn hinum lifandi. Prufuþáttur var tekinn upp í sumar og virðist sem hann hafi ekki fallið í kramið.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein