Mótmæli hafa staðið yfir í rúman mánuð Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 8. nóvember 2019 08:30 250 manns hafa látið lífið í átökum mótmælenda og öryggissveita í Írak. Mótmælin hafa staðið yfir í rúman mánuð eða frá 1. október síðastliðnum. Fjórir voru skotnir til bana í vikunni og 35 manns eru særðir. Nordicphotos/Getty Íraskar öryggissveitir skutu í það minnsta fjóra mótmælendur til bana og 35 særðust í átökum sem brutust út í nágrenni Shuhada-brúarinnar í Bagdad, höfuðborg Íraks, í vikunni. Þá kveiktu tugir mótmælenda í hjólbörðum umhverfis Umm Qasr-hafnarsvæðið og hindruðu þannig að flutningabílar kæmust inn á hafnarsvæðið með lífsnauðsynleg gögn fyrir íbúa landsins, svo sem matvæli. Reuters greinir frá. Blóðug mótmæli sem beinast gegn stjórnvöldum í Bagdad og fleiri borgum í suðurhluta Íraks hafa staðið yfir í landinu í rúman mánuð og að sögn írösku lögreglunnar virðist ekkert lát vera á mótmælunum. Rúmlega 250 mótmælendur hafa látið lífið síðan 1. október. Mótmælin hófust eftir að grasrótarhreyfingar ungra Íraka settu fram kröfur um að ráðist yrði í aðgerðir til að skapa þeim atvinnutækifæri og að spilling í landinu yrði upprætt. Stjórnvöld í Írak hafa reynt ýmsar leiðir til að róa mótmælendur en ekkert virðist ganga. Ríkjandi stjórn landsins hefur aldrei áður í valdatíð sinni staðið frammi fyrir slíkri áskorun en ró hefur verið yfir landinu eftir ósigur Íslamska ríkisins árið 2017. Öryggisgæsla er betri en verið hefur um árabil, en á sama tíma ríkir hömlulaus spilling í landinu, innviðir hafa ekki verið endurbyggðir og atvinnuleysi er mikið. Ein leið sem stjórnvöld hafa beitt til að reyna að stöðva mótmælin var að slökkva á internetinu í landinu en það hefur ekki skilað tilsettum árangri. Lokun internetsins hefur hins vegar teygt anga sína inn í bæði einkarekin fyrirtæki og bankakerfi landsins sem hafa þannig tapað stórum fjárhæðum. Áætla má að samanlagt tap banka, fjarskiptafyrirtækja, ferðaþjónustu og bókunarskrifstofa íraskra flugfélaga sé um 40 milljónir Bandaríkjadala á hverjum degi, sem þýðir tap upp á einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala á þeim rúma mánuði sem mótmælin hafa staðið yfir. Stjórnvöld hafa gefið það út að umræður um að ganga að kröfum mótmælenda standi yfir en ekki hafa enn komið fram tillögur sem mæta kröfum þeirra. Gagnrýnisraddir hafa heyrst úr hópi mótmælenda um að nú sé of seint að mæta kröfum þeirra um aukinn jöfnuð, fleiri störf og upprætingu spillingar. Sömu raddir hafa sett fram auknar kröfur um breytt vinnulag ríkisstofnana ásamt breyttu kosninga- og stjórnkerfi. Birtist í Fréttablaðinu Írak Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Sjá meira
Íraskar öryggissveitir skutu í það minnsta fjóra mótmælendur til bana og 35 særðust í átökum sem brutust út í nágrenni Shuhada-brúarinnar í Bagdad, höfuðborg Íraks, í vikunni. Þá kveiktu tugir mótmælenda í hjólbörðum umhverfis Umm Qasr-hafnarsvæðið og hindruðu þannig að flutningabílar kæmust inn á hafnarsvæðið með lífsnauðsynleg gögn fyrir íbúa landsins, svo sem matvæli. Reuters greinir frá. Blóðug mótmæli sem beinast gegn stjórnvöldum í Bagdad og fleiri borgum í suðurhluta Íraks hafa staðið yfir í landinu í rúman mánuð og að sögn írösku lögreglunnar virðist ekkert lát vera á mótmælunum. Rúmlega 250 mótmælendur hafa látið lífið síðan 1. október. Mótmælin hófust eftir að grasrótarhreyfingar ungra Íraka settu fram kröfur um að ráðist yrði í aðgerðir til að skapa þeim atvinnutækifæri og að spilling í landinu yrði upprætt. Stjórnvöld í Írak hafa reynt ýmsar leiðir til að róa mótmælendur en ekkert virðist ganga. Ríkjandi stjórn landsins hefur aldrei áður í valdatíð sinni staðið frammi fyrir slíkri áskorun en ró hefur verið yfir landinu eftir ósigur Íslamska ríkisins árið 2017. Öryggisgæsla er betri en verið hefur um árabil, en á sama tíma ríkir hömlulaus spilling í landinu, innviðir hafa ekki verið endurbyggðir og atvinnuleysi er mikið. Ein leið sem stjórnvöld hafa beitt til að reyna að stöðva mótmælin var að slökkva á internetinu í landinu en það hefur ekki skilað tilsettum árangri. Lokun internetsins hefur hins vegar teygt anga sína inn í bæði einkarekin fyrirtæki og bankakerfi landsins sem hafa þannig tapað stórum fjárhæðum. Áætla má að samanlagt tap banka, fjarskiptafyrirtækja, ferðaþjónustu og bókunarskrifstofa íraskra flugfélaga sé um 40 milljónir Bandaríkjadala á hverjum degi, sem þýðir tap upp á einn og hálfan milljarð Bandaríkjadala á þeim rúma mánuði sem mótmælin hafa staðið yfir. Stjórnvöld hafa gefið það út að umræður um að ganga að kröfum mótmælenda standi yfir en ekki hafa enn komið fram tillögur sem mæta kröfum þeirra. Gagnrýnisraddir hafa heyrst úr hópi mótmælenda um að nú sé of seint að mæta kröfum þeirra um aukinn jöfnuð, fleiri störf og upprætingu spillingar. Sömu raddir hafa sett fram auknar kröfur um breytt vinnulag ríkisstofnana ásamt breyttu kosninga- og stjórnkerfi.
Birtist í Fréttablaðinu Írak Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Sjá meira