„Heill á ný“ með nýju typpi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2019 13:16 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Bandarískur hermaður sem slasaðist alvarlega í sprengjuárás í Afganistan fyrir um áratug síðan segist vera nýr maður eftir að hann undirgekkst typpaígræðslu í Bandaríkjunum. Maðurinn missti báða fætur og kynfæri sín í sprengingunni.Greint er frá málinu ávef Washington Postþar sem fram kemur að hermaðurinn fyrrverandi hafi farið í hina afar flóknu og tímafreku aðgerð fyrir um einu og hálfu ári síðan.Sem fyrr segir missti hermaðurinn báða fætur sína en í frétt Washington Post kemur fram að það hafi ekki angrað hann sérstaklega mikið, hann hafi lært að lifa með fótaleysinu og gervifætur hafi létt honum lífið mjög. Kynfæraleysið hafi hins vegar reynst honum bæði erfitt og vandræðalegt, og vissi enginn af því nema nánasta fjölskylda hans.Raunar kemur fram að vandamál hermannsins sé velþekkt á meðal fyrrverandi hermanna Bandaríkjanna en um 1.300 hermenn sem börðust í Írak og Afganistan á árunum 2001 til 2013 hafa glímt við að hafa slasast á kynfærum við störf sín sem hermenn.Aðgerðin sem hermaðurinn undirgekkst var afar flókin og tók hún alls fjórtán tíma. 36 starfsmenn Johns Hokpkins sjúkrahússins komu að henni. Um mun flóknari aðgerð er að ræða en þegar nýru eða lifur eru grædd í menn en í frétt Washington Post kemur fram að typpaígræðsla feli meðal annars í sér að sauma saman millimetravíðar æðar og taugar með agnarsmáum saumum. Áhrifin hafa verið vonum framar og segja læknar að hermaðurinn finnist hann vera „heill á ný“. Sjálfsmynd hans hafi stórbatnað og lífræðileg starfsemi hins nýja typpis sé svo gott sem eðlileg og jafnist á við það sem áður var, fyrir slysið. Hermaðurinn þarf líklega að taka lyf sem koma í veg fyrir að líkaminn hafni typpinu til æviloka, sem gæti aukið líkur á sýkingum, nýrnavandamálum og ákveðnum tegundum af krabbameini. Þá gæti ónæmiskerfi hans veikst. Hermaðurinn sjálfur hefur þó litlar áhyggjur af þessu og er hæstánægður með aðgerðina. „Þetta var ein besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ er haft eftir honum á vef Washington Post. Bandaríkin Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Bandarískur hermaður sem slasaðist alvarlega í sprengjuárás í Afganistan fyrir um áratug síðan segist vera nýr maður eftir að hann undirgekkst typpaígræðslu í Bandaríkjunum. Maðurinn missti báða fætur og kynfæri sín í sprengingunni.Greint er frá málinu ávef Washington Postþar sem fram kemur að hermaðurinn fyrrverandi hafi farið í hina afar flóknu og tímafreku aðgerð fyrir um einu og hálfu ári síðan.Sem fyrr segir missti hermaðurinn báða fætur sína en í frétt Washington Post kemur fram að það hafi ekki angrað hann sérstaklega mikið, hann hafi lært að lifa með fótaleysinu og gervifætur hafi létt honum lífið mjög. Kynfæraleysið hafi hins vegar reynst honum bæði erfitt og vandræðalegt, og vissi enginn af því nema nánasta fjölskylda hans.Raunar kemur fram að vandamál hermannsins sé velþekkt á meðal fyrrverandi hermanna Bandaríkjanna en um 1.300 hermenn sem börðust í Írak og Afganistan á árunum 2001 til 2013 hafa glímt við að hafa slasast á kynfærum við störf sín sem hermenn.Aðgerðin sem hermaðurinn undirgekkst var afar flókin og tók hún alls fjórtán tíma. 36 starfsmenn Johns Hokpkins sjúkrahússins komu að henni. Um mun flóknari aðgerð er að ræða en þegar nýru eða lifur eru grædd í menn en í frétt Washington Post kemur fram að typpaígræðsla feli meðal annars í sér að sauma saman millimetravíðar æðar og taugar með agnarsmáum saumum. Áhrifin hafa verið vonum framar og segja læknar að hermaðurinn finnist hann vera „heill á ný“. Sjálfsmynd hans hafi stórbatnað og lífræðileg starfsemi hins nýja typpis sé svo gott sem eðlileg og jafnist á við það sem áður var, fyrir slysið. Hermaðurinn þarf líklega að taka lyf sem koma í veg fyrir að líkaminn hafni typpinu til æviloka, sem gæti aukið líkur á sýkingum, nýrnavandamálum og ákveðnum tegundum af krabbameini. Þá gæti ónæmiskerfi hans veikst. Hermaðurinn sjálfur hefur þó litlar áhyggjur af þessu og er hæstánægður með aðgerðina. „Þetta var ein besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ er haft eftir honum á vef Washington Post.
Bandaríkin Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira