Ummæli ráðuneytisstjóra ekki í anda Framsóknar og ríkisstjórnar Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2019 12:22 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. vísir/vilhelm Formaður Framsóknarflokksins segir að miðað við fréttaflutning af ummælum ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins um málefni útlendinga á vinnumarkaði, sé augljóst að þau séu hvorki í anda Framsóknarflokksins né stefnu ríkisstjórnarinnar. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra átti að flytja erindi á Þjóðarspegli Félagsvísindastofnunar sem fram fór föstudaginn 1. nóvember en forfallaðist og mætti Gissur Pétursson nýskipaður ráðuneytisstjóri í ráðuneytinu í hans stað. En Gissur var áður forstjóri Vinnumálastofnunar þar sem málefni útlendinga koma mikið við sögu.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmÞorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var einn þeirra sem sat málþingið og sagði í fyrirspurnartíma á Alingi á mánudag að ummæli ráðuneytisstjórans hafi verið sláandi. Hann hafi ekki talið ástæðu til að fræða innflytjendur um réttindi þeirra á vinnumarkaði og ekki væri ástæða til að styrkja íslenskukennslu því innflytjendur nenntu ekki að læra tungumálið. Gissur hafi sérstaklega tekið fram hve auðvelt væri að losna við fólk af íslenskum vinnumarkaði, í þessu samhengi. Þorsteinn tók málið aftur upp í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær og spurði Sigurð Inga Jóhannsson sem formann Framsóknarflokksins út í málið. „Endurspegla ummæli ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins afstöðu ríkisstjórnarinnar til innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði,“ spurði Þorsteinn. Sigurður Ingi sagði skoðanir Viðreisnar og Framsóknarflokksins ólíkar í mörgum málum. „Ég til að mynda skil alls ekki háttvirtur þingmaður hvernig þú getur dregið ráðuneytisstjóra í einhverju öðru ráðuneyti hér upp á borð til að tala við formann Framsóknarflokksins. Ég get auðvitað ekki svarað fyrir það,“ sagði Sigurður Ingi. Framsóknarflokkurinn hafi hins vegar alla tíð haldið vel utan um þá sem lítils mættu sín í þjóðfélaginu, ekki hvað síst innflytjendur.Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins.Þorsteinn sagði ráðuneytisstjórann hafa talað í stað félagsmálaráðherra í umboði ríkisstjórnarinnar. „Því miður endurspegla þau ummæli ráðuneytisstjórans sem talaði þar í umboði ráðherra ekki neina sérstaka virðingu fyrir þessari viðkvæmu stöðu. Eða hvernig væri verið að brjóta á réttindum þessa hóps,“ sagði Þorsteinn. Formaður Framsóknarflokksins sagðist ekki þekkja til þessarra ummæla og aðeins séð vitnað til þeirra í fjölmiðlum. „Miðað við þann fréttaflutning þá er það augljóslega ekki í anda eða stefnu hvorki ríkisstjórnar eða Framsóknarflokksins sem þar var í það minnsta látið liggja að maðurinn hafi sagt. Ég veit það ekki. Ég bara þekki það ekki,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Það gæti vel verið að Viðreisn og Framsóknarflokkurinn gætu unnið saman þegar kæmi að frjálslyndri stefnu gagnvart fólki sem minna mætti sín. „En það snýst auðvitað um að sýna það í verki. Það höfum við gert í 102 ár. Ég hef ekki enn séð Viðreisn gera það,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Alþingi Framsóknarflokkurinn Innflytjendamál Viðreisn Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Fólk sem sat þennan fund var mjög slegið yfir yfirlýsingum ráðuneytisstjóra“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að fólk sem sótti málþingið hefði verið slegið vegna ummælanna. 4. nóvember 2019 17:36 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins segir að miðað við fréttaflutning af ummælum ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins um málefni útlendinga á vinnumarkaði, sé augljóst að þau séu hvorki í anda Framsóknarflokksins né stefnu ríkisstjórnarinnar. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra átti að flytja erindi á Þjóðarspegli Félagsvísindastofnunar sem fram fór föstudaginn 1. nóvember en forfallaðist og mætti Gissur Pétursson nýskipaður ráðuneytisstjóri í ráðuneytinu í hans stað. En Gissur var áður forstjóri Vinnumálastofnunar þar sem málefni útlendinga koma mikið við sögu.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmÞorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var einn þeirra sem sat málþingið og sagði í fyrirspurnartíma á Alingi á mánudag að ummæli ráðuneytisstjórans hafi verið sláandi. Hann hafi ekki talið ástæðu til að fræða innflytjendur um réttindi þeirra á vinnumarkaði og ekki væri ástæða til að styrkja íslenskukennslu því innflytjendur nenntu ekki að læra tungumálið. Gissur hafi sérstaklega tekið fram hve auðvelt væri að losna við fólk af íslenskum vinnumarkaði, í þessu samhengi. Þorsteinn tók málið aftur upp í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær og spurði Sigurð Inga Jóhannsson sem formann Framsóknarflokksins út í málið. „Endurspegla ummæli ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins afstöðu ríkisstjórnarinnar til innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði,“ spurði Þorsteinn. Sigurður Ingi sagði skoðanir Viðreisnar og Framsóknarflokksins ólíkar í mörgum málum. „Ég til að mynda skil alls ekki háttvirtur þingmaður hvernig þú getur dregið ráðuneytisstjóra í einhverju öðru ráðuneyti hér upp á borð til að tala við formann Framsóknarflokksins. Ég get auðvitað ekki svarað fyrir það,“ sagði Sigurður Ingi. Framsóknarflokkurinn hafi hins vegar alla tíð haldið vel utan um þá sem lítils mættu sín í þjóðfélaginu, ekki hvað síst innflytjendur.Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins.Þorsteinn sagði ráðuneytisstjórann hafa talað í stað félagsmálaráðherra í umboði ríkisstjórnarinnar. „Því miður endurspegla þau ummæli ráðuneytisstjórans sem talaði þar í umboði ráðherra ekki neina sérstaka virðingu fyrir þessari viðkvæmu stöðu. Eða hvernig væri verið að brjóta á réttindum þessa hóps,“ sagði Þorsteinn. Formaður Framsóknarflokksins sagðist ekki þekkja til þessarra ummæla og aðeins séð vitnað til þeirra í fjölmiðlum. „Miðað við þann fréttaflutning þá er það augljóslega ekki í anda eða stefnu hvorki ríkisstjórnar eða Framsóknarflokksins sem þar var í það minnsta látið liggja að maðurinn hafi sagt. Ég veit það ekki. Ég bara þekki það ekki,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Það gæti vel verið að Viðreisn og Framsóknarflokkurinn gætu unnið saman þegar kæmi að frjálslyndri stefnu gagnvart fólki sem minna mætti sín. „En það snýst auðvitað um að sýna það í verki. Það höfum við gert í 102 ár. Ég hef ekki enn séð Viðreisn gera það,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Innflytjendamál Viðreisn Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Fólk sem sat þennan fund var mjög slegið yfir yfirlýsingum ráðuneytisstjóra“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að fólk sem sótti málþingið hefði verið slegið vegna ummælanna. 4. nóvember 2019 17:36 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira
„Fólk sem sat þennan fund var mjög slegið yfir yfirlýsingum ráðuneytisstjóra“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að fólk sem sótti málþingið hefði verið slegið vegna ummælanna. 4. nóvember 2019 17:36