Skiljum engan eftir Inga Rún Sigurðardóttir skrifar 7. nóvember 2019 10:00 Ungt fólk í aldurshópnum 18-24 ára er sá hópur sem finnur mest fyrir einmanaleika á Íslandi. Ungir karlmenn eru mest einmana. Einmanaleiki hefur áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu. Það er frekar nýtt innan lýðheilsunnar að farið sé að líta á einmanaleika sem sérstakan áhættuþátt,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur og sviðsstjóri Lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis. „Þegar við skoðum hvaða þættir hafa áhrif á og hamingju og vellíðan kemur skýrt í ljós að það eru félagleg tengsl sem skipta mestu máli,“ segir Dóra.Verri áhrif en reykingar Bretar hafa spurt um einmanaleika í sínum könnunum um árabil. Það þótti öflugast að spyrja um félagsleg tengsl með því að spyrja um skort á þeim og þá sérstaklega um þennan þátt. „Það eru komnar rannsóknir sem sýna það að einmanaleiki, skortur á félagslegum tengslum og félagsleg einangrun hefur ekki bara slæm áhrif á andlega heilsu heldur verri áhrif á líkamlega heilsu en tóbaksreykingar,“ segir Dóra.Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur og sviðsstjóri Lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis.„Það má líta á þetta sem lýðheilsuvandamál og verður til þess að Bretar tilnefna ráðherra einmanaleikans. Ég veit ekki hvort það er besta niðurstaðan en það þarf allavega að leggja áherslu á þetta og finna leiðir til að rjúfa þessa félagslegu einangrun og hjálpa fólki að tengjast,“ segir hún.Félagsleg tengsl mikilvæg Íslendingar hafa komið vel út í hamingjukönnunum og Dóra er stundum spurð hvort það geti verið satt að landinn sé í alvöru svona hamingjusamur. „Við vitum að þessi félagslegu tengsl eru mikilvæg fyrir hamingjuna. Um 80% Íslendinga búa í innan við klukkutíma fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Það er líklegt að langflestir eigi auðvelt með að hitta þá sem þeim eru kærir,“ segir hún en þetta er oft ekki raunin víða erlendis. „Það er í flestum tilfellum ekki vegalengdir sem koma í veg fyrir að við getum verið í nánum samskiptum,“ segir hún en enn fremur er t.d. öflugt foreldrastarf í kringum tómstundir barna og í skólum á Íslandi.Kom á óvart Þegar Embætti landlæknis fór að mæla einmanaleika, kom einna mest á óvart að yngsti hópur fullorðinna væri mest einmana. „Okkar tilgáta var að elsta fólkið væri mest einmana. Fólkið sem væri dottið út af vinnumarkaði, jafnvel búið að missa maka, að það væri að einangrast, það var búið að vera mikil umræða um það,“ segir Dóra. „Kannski er eldra fólk á Íslandi duglegra að halda félagslegum tengslum. Þó það sé einmanaleiki þar var hann ekki mestur þar, hann var meiri hjá yngra fólki og mestur hjá ungum karlmönnum,“ segir Dóra.Önnur einkenni hjá körlum Hún segir að oft sé talað um að konur séu með meiri kvíða og depurðareinkenni og þá sé stundum gert ráð fyrir að þær séu með verri geðheilsu en karlmenn. „En ég held að það séu bara önnur einkenni að hrjá karlmenn en konur. Það er mikilvægt að við hugum að því að spyrja fjölbreytt í könnunum. Við getum ekki bara horft á einhvern einn þátt og gert ráð fyrir því að ef kvíði sé meiri hjá stelpum, þá sé geðheilsan verri hjá þeim.“Hún segir áhugavert að skoða betur af hverju strákar upplifi meiri einmanaleika en stelpur en uppi séu alls konar getgátur. „Það er talað um að stelpur eigi auðveldara með að mynda náin tengsl. Það er búið að ala þær upp þannig að þær megi vera meiri tilfinningaverur og þær eiga kannski dýpri tilfinningasambönd en strákar. Vonandi erum við að vinna úr þessu því það bendir allt til þess að strákar séu alveg jafn miklar tilfinningaverur og stelpur. Við höfum bara ekki leyft þeim að vera eins miklar tilfinningaverur og þá einangrast þeir frekar tilfinningalega.“Tölvuleikir til gagns Hún segir líka að vitað sé að strákar séu meira í tölvuleikjum en stelpur sem geti leitt til félagslegrar einangrunar en það er líka mikilvægt að líta til þess að tölvuleikirnir geti ýtt undir samskipti hjá strákum. Þeir sem spila saman tali einnig saman á meðan tölvuleikir séu spilaðir og ákveði jafnvel í gegnum spjall í tölvuleik hvenær eigi að hittast og fara í sund eða fótbolta. Því sé einnig í sumum tilvikum hægt að einangrast ef leikjatölva og nýjustu leikirnir eru ekki til staðar. „Það að segja að skjár sé slæmur og tölvur slæmar, þetta er alls ekki svona einfalt. Það er hægt að þróa með sér tilfinningagreind og allt mögulegt í gegnum tölvuleiki.“ Það er því ekki vitað af hverju þessi kynslóð er svona einmana og frekari rannsókna er þörf. „Við vitum ekki hvort þetta er tengt aldrinum; hvort fólkið sem er orðið fullorðið í dag hafi verið meira einmana þegar það var á þessum aldri. Það þurfum við að skoða. Ég myndi alveg halda að það gæti verið þannig að það tengist aldrinum,“ segir hún en einmanaleikinn og hamingja haldast í hendur. „Við erum með mesta einmanaleikann og minnstu hamingjuna hjá ungum karlmönnum. Það er ekki sami munur á elstu hópunum hjá konum og körlum.“Velsæld eða farsæld Dóra segir að það sé munur á velsældar- og farsældarhamingju. „Velsæld tengist stundargleði og ánægju, farsældarhamingja tengist meira þroska og tilgangi í lífinu og verður til eftir að fólk hefur gengið í gegnum eitthvert ferli. Sá þáttur hamingjunnar er sterkari hjá eldra fólki. Það er þakklátara. Það er komið með einhverja reynslu og sækist ekki eins eftir stundarsælu og hefur meiri þrautseigju. Mat fólks á hamingju og hvað það er sem gerir það hamingjusamt er ólíkt á milli þessara aldurshópa. Það kemur ákveðið æðruleysi með þroska og aldri. Hvað öðrum finnst skiptir minna máli,“ segir Dóra.Sérstakir spjallkassar Hún segir mikilvægt að skapa náttúruleg tækifæri fyrir fólk að hittast og er ekkert sérstaklega hrifin af sjálfsafgreiðslukössum í verslunum. „Ég held það sé ekki sniðugt. Það eru komnir sérstakir kassar í Hollandi, þar sem er hægt að gefa sér tíma til að spjalla. Þetta er ekki hraðkassi, heldur öfugt, svona spjallkassi,“ segir hún. „Við þurfum að vera meira vakandi fyrir því hvernig við sem samfélag búum til tækifæri fyrir fólk til að hittast. Lífið snýst ekki um að hlaupa í gegnum það, heldur að stoppa og njóta. Hraðkassinn er ekki endilega málið, heldur að gefa sér tíma til að staldra við og spjalla. Sérstaklega fyrir fólk sem enginn bíður eftir heima.“ Sífellt fleiri búa einir en það að vera einn er alls ekki það sama og að vera einmana. Það er vel hægt að líða vel með sjálfum sér og það er líka hægt að vera einmana með öðrum, þegar þessi djúpu félagslegu tengsl skortir. „Við eigum miserfitt með að mynda tengsl. Sumir eiga mjög auðvelt með það en aðrir ekki. Sumir hafa þörf fyrir að eiga bara einn góðan vin á meðan það hentar ekki öðrum. Þarfirnar eru ólíkar.“Bros í göngutúr Margir eiga góða fjölskyldu sem er mikilvægur þáttur í félagslegum tengslum þeirra. „En það eiga ekki allir fjölskyldu sem þeir tengja við. Við þurfum að hugsa um hvernig við sköpum samfélag þar sem við gefum öllum tækifæri til þess að vera í gefandi samskiptum við annað fólk,“ segir Dóra sem er efins um það að taka manneskjur út úr öllum þjónustustörfum, „og vélvæða allt saman svo við komumst sem hraðast í gegnum þetta allt og missum kannski af því sem skiptir máli. Lífið er þetta ferðalag og við þurfum að læra að njóta þess. Við þurfum að vera meðvitaðri um fólkið í kringum okkur og heilsa fólkinu í kringum okkur. Bara það að fá bros í göngutúr lætur mann upplifa tengsl við annað fólk, að maður skipti máli. Það er einhver sem tekur eftir manni,“ segir hún en auðvitað þarf meira til en bros en það er samt eitthvað sem allir geta gefið. Dóra vill búa í samfélagi sem hlúir að fólki. „Við þurfum líka að hugsa út í alla nýju Íslendingana, að bjóða þeim með, og líka fólki sem er að glíma við eitthvað. Það er mikilvægt að fólk eigi sér sinn samastað þar sem það getur komið og myndað tengsl. Skiljum engan eftir, látum okkur alla varða og tökum þá með.“ Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira
Ungt fólk í aldurshópnum 18-24 ára er sá hópur sem finnur mest fyrir einmanaleika á Íslandi. Ungir karlmenn eru mest einmana. Einmanaleiki hefur áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu. Það er frekar nýtt innan lýðheilsunnar að farið sé að líta á einmanaleika sem sérstakan áhættuþátt,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur og sviðsstjóri Lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis. „Þegar við skoðum hvaða þættir hafa áhrif á og hamingju og vellíðan kemur skýrt í ljós að það eru félagleg tengsl sem skipta mestu máli,“ segir Dóra.Verri áhrif en reykingar Bretar hafa spurt um einmanaleika í sínum könnunum um árabil. Það þótti öflugast að spyrja um félagsleg tengsl með því að spyrja um skort á þeim og þá sérstaklega um þennan þátt. „Það eru komnar rannsóknir sem sýna það að einmanaleiki, skortur á félagslegum tengslum og félagsleg einangrun hefur ekki bara slæm áhrif á andlega heilsu heldur verri áhrif á líkamlega heilsu en tóbaksreykingar,“ segir Dóra.Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur og sviðsstjóri Lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis.„Það má líta á þetta sem lýðheilsuvandamál og verður til þess að Bretar tilnefna ráðherra einmanaleikans. Ég veit ekki hvort það er besta niðurstaðan en það þarf allavega að leggja áherslu á þetta og finna leiðir til að rjúfa þessa félagslegu einangrun og hjálpa fólki að tengjast,“ segir hún.Félagsleg tengsl mikilvæg Íslendingar hafa komið vel út í hamingjukönnunum og Dóra er stundum spurð hvort það geti verið satt að landinn sé í alvöru svona hamingjusamur. „Við vitum að þessi félagslegu tengsl eru mikilvæg fyrir hamingjuna. Um 80% Íslendinga búa í innan við klukkutíma fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Það er líklegt að langflestir eigi auðvelt með að hitta þá sem þeim eru kærir,“ segir hún en þetta er oft ekki raunin víða erlendis. „Það er í flestum tilfellum ekki vegalengdir sem koma í veg fyrir að við getum verið í nánum samskiptum,“ segir hún en enn fremur er t.d. öflugt foreldrastarf í kringum tómstundir barna og í skólum á Íslandi.Kom á óvart Þegar Embætti landlæknis fór að mæla einmanaleika, kom einna mest á óvart að yngsti hópur fullorðinna væri mest einmana. „Okkar tilgáta var að elsta fólkið væri mest einmana. Fólkið sem væri dottið út af vinnumarkaði, jafnvel búið að missa maka, að það væri að einangrast, það var búið að vera mikil umræða um það,“ segir Dóra. „Kannski er eldra fólk á Íslandi duglegra að halda félagslegum tengslum. Þó það sé einmanaleiki þar var hann ekki mestur þar, hann var meiri hjá yngra fólki og mestur hjá ungum karlmönnum,“ segir Dóra.Önnur einkenni hjá körlum Hún segir að oft sé talað um að konur séu með meiri kvíða og depurðareinkenni og þá sé stundum gert ráð fyrir að þær séu með verri geðheilsu en karlmenn. „En ég held að það séu bara önnur einkenni að hrjá karlmenn en konur. Það er mikilvægt að við hugum að því að spyrja fjölbreytt í könnunum. Við getum ekki bara horft á einhvern einn þátt og gert ráð fyrir því að ef kvíði sé meiri hjá stelpum, þá sé geðheilsan verri hjá þeim.“Hún segir áhugavert að skoða betur af hverju strákar upplifi meiri einmanaleika en stelpur en uppi séu alls konar getgátur. „Það er talað um að stelpur eigi auðveldara með að mynda náin tengsl. Það er búið að ala þær upp þannig að þær megi vera meiri tilfinningaverur og þær eiga kannski dýpri tilfinningasambönd en strákar. Vonandi erum við að vinna úr þessu því það bendir allt til þess að strákar séu alveg jafn miklar tilfinningaverur og stelpur. Við höfum bara ekki leyft þeim að vera eins miklar tilfinningaverur og þá einangrast þeir frekar tilfinningalega.“Tölvuleikir til gagns Hún segir líka að vitað sé að strákar séu meira í tölvuleikjum en stelpur sem geti leitt til félagslegrar einangrunar en það er líka mikilvægt að líta til þess að tölvuleikirnir geti ýtt undir samskipti hjá strákum. Þeir sem spila saman tali einnig saman á meðan tölvuleikir séu spilaðir og ákveði jafnvel í gegnum spjall í tölvuleik hvenær eigi að hittast og fara í sund eða fótbolta. Því sé einnig í sumum tilvikum hægt að einangrast ef leikjatölva og nýjustu leikirnir eru ekki til staðar. „Það að segja að skjár sé slæmur og tölvur slæmar, þetta er alls ekki svona einfalt. Það er hægt að þróa með sér tilfinningagreind og allt mögulegt í gegnum tölvuleiki.“ Það er því ekki vitað af hverju þessi kynslóð er svona einmana og frekari rannsókna er þörf. „Við vitum ekki hvort þetta er tengt aldrinum; hvort fólkið sem er orðið fullorðið í dag hafi verið meira einmana þegar það var á þessum aldri. Það þurfum við að skoða. Ég myndi alveg halda að það gæti verið þannig að það tengist aldrinum,“ segir hún en einmanaleikinn og hamingja haldast í hendur. „Við erum með mesta einmanaleikann og minnstu hamingjuna hjá ungum karlmönnum. Það er ekki sami munur á elstu hópunum hjá konum og körlum.“Velsæld eða farsæld Dóra segir að það sé munur á velsældar- og farsældarhamingju. „Velsæld tengist stundargleði og ánægju, farsældarhamingja tengist meira þroska og tilgangi í lífinu og verður til eftir að fólk hefur gengið í gegnum eitthvert ferli. Sá þáttur hamingjunnar er sterkari hjá eldra fólki. Það er þakklátara. Það er komið með einhverja reynslu og sækist ekki eins eftir stundarsælu og hefur meiri þrautseigju. Mat fólks á hamingju og hvað það er sem gerir það hamingjusamt er ólíkt á milli þessara aldurshópa. Það kemur ákveðið æðruleysi með þroska og aldri. Hvað öðrum finnst skiptir minna máli,“ segir Dóra.Sérstakir spjallkassar Hún segir mikilvægt að skapa náttúruleg tækifæri fyrir fólk að hittast og er ekkert sérstaklega hrifin af sjálfsafgreiðslukössum í verslunum. „Ég held það sé ekki sniðugt. Það eru komnir sérstakir kassar í Hollandi, þar sem er hægt að gefa sér tíma til að spjalla. Þetta er ekki hraðkassi, heldur öfugt, svona spjallkassi,“ segir hún. „Við þurfum að vera meira vakandi fyrir því hvernig við sem samfélag búum til tækifæri fyrir fólk til að hittast. Lífið snýst ekki um að hlaupa í gegnum það, heldur að stoppa og njóta. Hraðkassinn er ekki endilega málið, heldur að gefa sér tíma til að staldra við og spjalla. Sérstaklega fyrir fólk sem enginn bíður eftir heima.“ Sífellt fleiri búa einir en það að vera einn er alls ekki það sama og að vera einmana. Það er vel hægt að líða vel með sjálfum sér og það er líka hægt að vera einmana með öðrum, þegar þessi djúpu félagslegu tengsl skortir. „Við eigum miserfitt með að mynda tengsl. Sumir eiga mjög auðvelt með það en aðrir ekki. Sumir hafa þörf fyrir að eiga bara einn góðan vin á meðan það hentar ekki öðrum. Þarfirnar eru ólíkar.“Bros í göngutúr Margir eiga góða fjölskyldu sem er mikilvægur þáttur í félagslegum tengslum þeirra. „En það eiga ekki allir fjölskyldu sem þeir tengja við. Við þurfum að hugsa um hvernig við sköpum samfélag þar sem við gefum öllum tækifæri til þess að vera í gefandi samskiptum við annað fólk,“ segir Dóra sem er efins um það að taka manneskjur út úr öllum þjónustustörfum, „og vélvæða allt saman svo við komumst sem hraðast í gegnum þetta allt og missum kannski af því sem skiptir máli. Lífið er þetta ferðalag og við þurfum að læra að njóta þess. Við þurfum að vera meðvitaðri um fólkið í kringum okkur og heilsa fólkinu í kringum okkur. Bara það að fá bros í göngutúr lætur mann upplifa tengsl við annað fólk, að maður skipti máli. Það er einhver sem tekur eftir manni,“ segir hún en auðvitað þarf meira til en bros en það er samt eitthvað sem allir geta gefið. Dóra vill búa í samfélagi sem hlúir að fólki. „Við þurfum líka að hugsa út í alla nýju Íslendingana, að bjóða þeim með, og líka fólki sem er að glíma við eitthvað. Það er mikilvægt að fólk eigi sér sinn samastað þar sem það getur komið og myndað tengsl. Skiljum engan eftir, látum okkur alla varða og tökum þá með.“
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Sjá meira