Trump hótar vitni og vill láta afhjúpa uppljóstrara Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2019 14:45 Trump fór með fjölda ósanninda um efni kvörtun uppljóstrara þegar hann ræddi við fréttamenn í gær. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti lét í veðri vaka að hann ætlaði að láta birta skaðlegar upplýsingar um starfsmann þjóðaröryggisráðs hans sem bar vitni í rannsókn þingnefnda á mögulegum embættisbrotum forsetans. Á sama tíma hefur hann hvatt fjölmiðla til að afhjúpa uppljóstrara sem á að njóta opinberrar verndar samkvæmt lögum. Eftir að Alexander Vindman, undirofursti og sérfræðingur þjóðaröryggisráðsins um málefni Úkraínu, bar vitni um að hann hafi í tvígang lýst áhyggjum af samskiptum Trump forseta við Úkraínu sem hann taldi óeðlileg til lögfræðings Hvíta hússins hefur Trump ítrekað sakað hann um að vera svonefndur „Aldrei Trump“-liði án sannana. Það er nafnið sem Trump og bandamenn hans hafa notað um pólitíska andstæðinga hans innan Repúblikanaflokksins. Fréttamenn spurðu Trump út í hvaða sannanir hann hefði fyrir því að Vindman væri honum andsnúinn gaf forsetinn ekki skýrt svar en virtist hóta því að birta upplýsinga um undirofurstann. „Við ætlum að sýna ykkur þau mjög fljótt, allt í lagi?“ sagði Trump. Framburður Vindman í rannsókninni á því hvort Trump hafi framið embættisbrot þegar hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðinga hans þótt sérstaklega skaðlegur. Auk þess að lýsa eigin áhyggjum af því að Trump hefði grafið undan þjóðaröryggi Bandaríkjanna greindi Vindman frá því að lögfræðingur Hvíta hússins hafi skipað sér að hafa ekki orð á þeim við neinn utan ríkisstjórnarinnar. Lögfræðingurinn kom svo eftirriti af símtali Trump og Volodomír Zelenskíj, forseta Úkraínu, fyrir í tölvukerfi fyrir háleynilegar upplýsingar til að fyrirbyggja að efni þess spyrðist út. Vindmann var einn þeirra embættismanna sem hlustaði á símtali Trump og Zelenskíj þegar það fór fram.Vindman undirofursti bar meðal annars vitni um að minnisblað sem Hvíta húsið gaf út um símtal Trump og Zelenskíj hafi vikið frá eftirriti þess. Trump hefur lýst símtalinu sem fullkomnu.AP/Patrick SemanskyRáðast á trúverðugleika uppljóstrara án rökstuðnings Rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump vegna samskiptanna við Úkraínu hófst eftir að upplýst var um að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði lagt fram formlega kvörtun. Í henni varaði uppljóstrarinn við að forsetinn kynni að hafa misbeitt valdi sínu í samskiptum við Zelenskíj og að Hvíta húsið hefði reynt að hylma yfir það. Trump hefur ítrekað fullyrt án nokkurs rökstuðnings að uppljóstrarinn hafi farið rangt með innihald símtals hans og Zelenskíj. Efni kvörtunar uppljóstrarans hefur hins vegar í meginatriðum verið staðfest í framburði núverandi og fyrrverandi embættismanna í ríkisstjórn Trump og einnig í minnisblaði sem Hvíta húsið birti sjálf um símtal Trump og Zelenskíj. Í því mátti sjá að Trump rak ítrekað eftir því að Zelenskíkj samþykkti að rannsaka pólitíska andstæðinga hans. Þrátt fyrir það hafa Trump og repúblikanar í fulltrúadeildinni lagt ofurkapp á að upplýsa um hver uppljóstrarinn er og að tekinn verði af honum skýrsla. Trump hefur nú endurtekið kallað eftir því að hulunni verði svipt af honum þrátt fyrir að uppljóstrarinn eigi að njóta opinberrar verndar samkvæmt lögum eftir að hann lagði fram formlega kvörtun. Vísaði forsetinn í fullyrðingar og vangaveltur í hægrisinnuðum fjölmiðlum um hver uppljóstrarinn sé þegar hann ræddi við fréttamenn við Hvíta húsið í gær. Gaf Trump í skyn að uppljóstrarinn tengdist á einhvern hátt fyrri ríkisstjórn Baracks Obama og að hann „hati Trump“. „Kannski er þetta ekki hann en ef þetta er hann ættuð þið að birta þessar upplýsingar,“ sagði forsetinn við fréttamenn. Þá varð forsetinn margsaga um símtal hans og Zelenskíj sem hann hefur sjálfur ítrekað lýst sem „fullkomnu“. Fullyrti Trump í fyrstu við fréttamenn að enginn af þeim sem sátu símtalið hafi haft neitt við það að athuga en einnig að aðeins „örfáir“ sem hann þekkti hefðu gefið sig fram með áhyggjur. Þeir sem hefðu lýst áhyggjum hafi aðeins gert það þegar fjölmiðlar gengu á þá og margir þeirra sem það gerðu væru „Aldrei Trump“-sinnar. Öllu þessu hélt forsetinn fram í sömu andránni.President Trump on the whistleblower: "You know who it is. You just don't want to report it. CNN knows who it is, but you don't want to report it. And you know, you would be doing the public a service if you did." https://t.co/kV3MfWoPHV pic.twitter.com/FSafJfRC1b— The Hill (@thehill) November 4, 2019 Hafna boði um skrifleg svör Lögmenn uppljóstrarans hafa hafnað því að greina frá því hver hann er og varað við því að hann gæti verið í hættu ef hann yrði nafngreindur opinberlega. Þeir sem það gerðu bæru persónulega ábyrgð ef uppljóstrarinn hlyti skaða af. Þeir buðu þingmönnum repúblikana í fulltrúadeildinni að uppljóstrarinn svaraði spurningum þeirra skriflega. Því höfnuðu repúblikanar hins vegar og tók Trump forseti undir það á Twitter. Uppljóstrarinn yrði að bera vitni fyrir þingnefndunum í persónu. Nokkrir embættismenn ríkisstjórnar Trump sem hafði verið stefnt til að koma fyrir þingnefndirnar í dag ætla að virða stefnurnar að vettugi. Þeirra á meðal er John Eisenberg, lögfræðingur Hvíta hússins og þjóðaröryggisráðsins, sem Vindman tilkynnti um áhyggjur sínar og reyndi að takmarka aðgang að eftirriti símtals Trump og Zelenskíj. Hvíta húsið hefur lýst því yfir að það ætli ekki að sýna rannsókn þingsins neina samvinnu. Engu að síður hafa nokkrir núverandi og fyrrverandi embættismenn borið vitni eftir að þeim var stefnt til þess. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Boða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump fyrir þingnefndirnar John Bolton ætlar ekki að koma sjálfviljugur fyrir nefndirnar en lögmaður hans segist tilbúinn að taka við stefnu. Bolton gæti verið lykilvitni um nokkur atriði í samskiptum Trump-stjórnarinnar við Úkraínu. 30. október 2019 23:45 Bandamenn Trump ráðast á vitni vegna uppruna þess Starfsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna var sakaður um að vera njósnari og mögulega óþjóðrækinn í hægrisinnuðum fjölmiðlum eftir að hann bar vitni sem kom Trump forseta illa. 29. október 2019 23:00 Skipað að þegja um áhyggjur sínar af símtali Trump og Zelenskíj Lögfræðingur sem reyndi að takmarka aðgang að eftirrit símtalsins skipaði einnig starfsmanni þjóðaröryggisráðsins að halda áhyggjum af símtalinu út af fyrir sig. 1. nóvember 2019 23:45 Núverandi starfsmaður Hvíta hússins ber vitni Offurstinn Alexander Vindman, sem situr í þjóðaröryggisráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti tvisvar sinnum yfir áhyggjum vegna viðleitni ríkisstjórnar Trump og utanaðkomandi aðila sem tengjast Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing forsetans. 29. október 2019 07:43 Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðsins staðfesti framburð um að Trump hafi haldi eftir hernaðaraðstoð til Úkraínu til að þrýsta á um pólitískan greiða en sagðist þó ekki hafa talið það óviðeigandi eða ólöglegt. 31. október 2019 21:45 Reyndi að bæta við eftirrit símtals Trump og Zelensky Alexander S. Vindman, undirofursti, sagði þingmönnum í gær að honum hafi verið svo brugðið yfir framferði Trump gagnvart Úkraínu að hann hafi gert lögfræðingum þjóðaröryggisráðsins viðvart í tvígang. 30. október 2019 09:24 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lét í veðri vaka að hann ætlaði að láta birta skaðlegar upplýsingar um starfsmann þjóðaröryggisráðs hans sem bar vitni í rannsókn þingnefnda á mögulegum embættisbrotum forsetans. Á sama tíma hefur hann hvatt fjölmiðla til að afhjúpa uppljóstrara sem á að njóta opinberrar verndar samkvæmt lögum. Eftir að Alexander Vindman, undirofursti og sérfræðingur þjóðaröryggisráðsins um málefni Úkraínu, bar vitni um að hann hafi í tvígang lýst áhyggjum af samskiptum Trump forseta við Úkraínu sem hann taldi óeðlileg til lögfræðings Hvíta hússins hefur Trump ítrekað sakað hann um að vera svonefndur „Aldrei Trump“-liði án sannana. Það er nafnið sem Trump og bandamenn hans hafa notað um pólitíska andstæðinga hans innan Repúblikanaflokksins. Fréttamenn spurðu Trump út í hvaða sannanir hann hefði fyrir því að Vindman væri honum andsnúinn gaf forsetinn ekki skýrt svar en virtist hóta því að birta upplýsinga um undirofurstann. „Við ætlum að sýna ykkur þau mjög fljótt, allt í lagi?“ sagði Trump. Framburður Vindman í rannsókninni á því hvort Trump hafi framið embættisbrot þegar hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðinga hans þótt sérstaklega skaðlegur. Auk þess að lýsa eigin áhyggjum af því að Trump hefði grafið undan þjóðaröryggi Bandaríkjanna greindi Vindman frá því að lögfræðingur Hvíta hússins hafi skipað sér að hafa ekki orð á þeim við neinn utan ríkisstjórnarinnar. Lögfræðingurinn kom svo eftirriti af símtali Trump og Volodomír Zelenskíj, forseta Úkraínu, fyrir í tölvukerfi fyrir háleynilegar upplýsingar til að fyrirbyggja að efni þess spyrðist út. Vindmann var einn þeirra embættismanna sem hlustaði á símtali Trump og Zelenskíj þegar það fór fram.Vindman undirofursti bar meðal annars vitni um að minnisblað sem Hvíta húsið gaf út um símtal Trump og Zelenskíj hafi vikið frá eftirriti þess. Trump hefur lýst símtalinu sem fullkomnu.AP/Patrick SemanskyRáðast á trúverðugleika uppljóstrara án rökstuðnings Rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump vegna samskiptanna við Úkraínu hófst eftir að upplýst var um að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði lagt fram formlega kvörtun. Í henni varaði uppljóstrarinn við að forsetinn kynni að hafa misbeitt valdi sínu í samskiptum við Zelenskíj og að Hvíta húsið hefði reynt að hylma yfir það. Trump hefur ítrekað fullyrt án nokkurs rökstuðnings að uppljóstrarinn hafi farið rangt með innihald símtals hans og Zelenskíj. Efni kvörtunar uppljóstrarans hefur hins vegar í meginatriðum verið staðfest í framburði núverandi og fyrrverandi embættismanna í ríkisstjórn Trump og einnig í minnisblaði sem Hvíta húsið birti sjálf um símtal Trump og Zelenskíj. Í því mátti sjá að Trump rak ítrekað eftir því að Zelenskíkj samþykkti að rannsaka pólitíska andstæðinga hans. Þrátt fyrir það hafa Trump og repúblikanar í fulltrúadeildinni lagt ofurkapp á að upplýsa um hver uppljóstrarinn er og að tekinn verði af honum skýrsla. Trump hefur nú endurtekið kallað eftir því að hulunni verði svipt af honum þrátt fyrir að uppljóstrarinn eigi að njóta opinberrar verndar samkvæmt lögum eftir að hann lagði fram formlega kvörtun. Vísaði forsetinn í fullyrðingar og vangaveltur í hægrisinnuðum fjölmiðlum um hver uppljóstrarinn sé þegar hann ræddi við fréttamenn við Hvíta húsið í gær. Gaf Trump í skyn að uppljóstrarinn tengdist á einhvern hátt fyrri ríkisstjórn Baracks Obama og að hann „hati Trump“. „Kannski er þetta ekki hann en ef þetta er hann ættuð þið að birta þessar upplýsingar,“ sagði forsetinn við fréttamenn. Þá varð forsetinn margsaga um símtal hans og Zelenskíj sem hann hefur sjálfur ítrekað lýst sem „fullkomnu“. Fullyrti Trump í fyrstu við fréttamenn að enginn af þeim sem sátu símtalið hafi haft neitt við það að athuga en einnig að aðeins „örfáir“ sem hann þekkti hefðu gefið sig fram með áhyggjur. Þeir sem hefðu lýst áhyggjum hafi aðeins gert það þegar fjölmiðlar gengu á þá og margir þeirra sem það gerðu væru „Aldrei Trump“-sinnar. Öllu þessu hélt forsetinn fram í sömu andránni.President Trump on the whistleblower: "You know who it is. You just don't want to report it. CNN knows who it is, but you don't want to report it. And you know, you would be doing the public a service if you did." https://t.co/kV3MfWoPHV pic.twitter.com/FSafJfRC1b— The Hill (@thehill) November 4, 2019 Hafna boði um skrifleg svör Lögmenn uppljóstrarans hafa hafnað því að greina frá því hver hann er og varað við því að hann gæti verið í hættu ef hann yrði nafngreindur opinberlega. Þeir sem það gerðu bæru persónulega ábyrgð ef uppljóstrarinn hlyti skaða af. Þeir buðu þingmönnum repúblikana í fulltrúadeildinni að uppljóstrarinn svaraði spurningum þeirra skriflega. Því höfnuðu repúblikanar hins vegar og tók Trump forseti undir það á Twitter. Uppljóstrarinn yrði að bera vitni fyrir þingnefndunum í persónu. Nokkrir embættismenn ríkisstjórnar Trump sem hafði verið stefnt til að koma fyrir þingnefndirnar í dag ætla að virða stefnurnar að vettugi. Þeirra á meðal er John Eisenberg, lögfræðingur Hvíta hússins og þjóðaröryggisráðsins, sem Vindman tilkynnti um áhyggjur sínar og reyndi að takmarka aðgang að eftirriti símtals Trump og Zelenskíj. Hvíta húsið hefur lýst því yfir að það ætli ekki að sýna rannsókn þingsins neina samvinnu. Engu að síður hafa nokkrir núverandi og fyrrverandi embættismenn borið vitni eftir að þeim var stefnt til þess.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Boða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump fyrir þingnefndirnar John Bolton ætlar ekki að koma sjálfviljugur fyrir nefndirnar en lögmaður hans segist tilbúinn að taka við stefnu. Bolton gæti verið lykilvitni um nokkur atriði í samskiptum Trump-stjórnarinnar við Úkraínu. 30. október 2019 23:45 Bandamenn Trump ráðast á vitni vegna uppruna þess Starfsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna var sakaður um að vera njósnari og mögulega óþjóðrækinn í hægrisinnuðum fjölmiðlum eftir að hann bar vitni sem kom Trump forseta illa. 29. október 2019 23:00 Skipað að þegja um áhyggjur sínar af símtali Trump og Zelenskíj Lögfræðingur sem reyndi að takmarka aðgang að eftirrit símtalsins skipaði einnig starfsmanni þjóðaröryggisráðsins að halda áhyggjum af símtalinu út af fyrir sig. 1. nóvember 2019 23:45 Núverandi starfsmaður Hvíta hússins ber vitni Offurstinn Alexander Vindman, sem situr í þjóðaröryggisráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti tvisvar sinnum yfir áhyggjum vegna viðleitni ríkisstjórnar Trump og utanaðkomandi aðila sem tengjast Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing forsetans. 29. október 2019 07:43 Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðsins staðfesti framburð um að Trump hafi haldi eftir hernaðaraðstoð til Úkraínu til að þrýsta á um pólitískan greiða en sagðist þó ekki hafa talið það óviðeigandi eða ólöglegt. 31. október 2019 21:45 Reyndi að bæta við eftirrit símtals Trump og Zelensky Alexander S. Vindman, undirofursti, sagði þingmönnum í gær að honum hafi verið svo brugðið yfir framferði Trump gagnvart Úkraínu að hann hafi gert lögfræðingum þjóðaröryggisráðsins viðvart í tvígang. 30. október 2019 09:24 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Boða fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump fyrir þingnefndirnar John Bolton ætlar ekki að koma sjálfviljugur fyrir nefndirnar en lögmaður hans segist tilbúinn að taka við stefnu. Bolton gæti verið lykilvitni um nokkur atriði í samskiptum Trump-stjórnarinnar við Úkraínu. 30. október 2019 23:45
Bandamenn Trump ráðast á vitni vegna uppruna þess Starfsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna var sakaður um að vera njósnari og mögulega óþjóðrækinn í hægrisinnuðum fjölmiðlum eftir að hann bar vitni sem kom Trump forseta illa. 29. október 2019 23:00
Skipað að þegja um áhyggjur sínar af símtali Trump og Zelenskíj Lögfræðingur sem reyndi að takmarka aðgang að eftirrit símtalsins skipaði einnig starfsmanni þjóðaröryggisráðsins að halda áhyggjum af símtalinu út af fyrir sig. 1. nóvember 2019 23:45
Núverandi starfsmaður Hvíta hússins ber vitni Offurstinn Alexander Vindman, sem situr í þjóðaröryggisráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, lýsti tvisvar sinnum yfir áhyggjum vegna viðleitni ríkisstjórnar Trump og utanaðkomandi aðila sem tengjast Trump til að fá yfirvöld Úkraínu til að rannsaka pólitískan andstæðing forsetans. 29. október 2019 07:43
Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðsins staðfesti framburð um að Trump hafi haldi eftir hernaðaraðstoð til Úkraínu til að þrýsta á um pólitískan greiða en sagðist þó ekki hafa talið það óviðeigandi eða ólöglegt. 31. október 2019 21:45
Reyndi að bæta við eftirrit símtals Trump og Zelensky Alexander S. Vindman, undirofursti, sagði þingmönnum í gær að honum hafi verið svo brugðið yfir framferði Trump gagnvart Úkraínu að hann hafi gert lögfræðingum þjóðaröryggisráðsins viðvart í tvígang. 30. október 2019 09:24