Lewis Hamilton er heimsmeistari í Formúlu 1 í sjötta sinn eftir að hafa lent í öðru sæti í kappakstrinum í Texas.
Liðsfélagi Hamilton á Mercedes, Valtteri Bottas, vann kappaksturinn eftir að hafa tekið fram úr Hamilton undir lok keppninnar. Bottas var á ráspól eftir að hafa staðið sig best í tímatökunni.
Max Verstappen á Red Bull varð þriðji en Sebastian Vettel kláraði ekki keppnina þar sem bíll hans bilaði.
Hamilton er aðeins annar ökuþórinn í sögunni til þess að vinna heimsmeistaratitilinn sex sinnum. Hann vantar nú aðeins einn titil til þess að jafna met Michael Schumacher.
Þetta er þriðja árið í röð sem Hamilton verður heimsmeistari og fimmti titill hans með Mercedes. Fyrsta titilinn vann hann með McLaren árið 2008.
Hamilton heimsmeistari í sjötta sinn
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



„Hér verður enginn í hættu, það er loforð“
Íslenski boltinn

Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn
Íslenski boltinn

Ósáttur Ólafur á förum
Íslenski boltinn

Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn
Íslenski boltinn


Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“
Íslenski boltinn


Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum
Íslenski boltinn