Keflavík er efsta lið Domino's deildar karla og hefur ekki tapað leik þegar fimm umferðir eru búnar.
Keflavík vann Val 92-82 á fimmtudaginn og átti Khalil Ullah Ahmad mjög góðan leik fyrir Keflavík.
„Hann hefur ekki verið leiðtoginn þeirra, en hann gjörsamlega sprakk út í þessum leik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson þegar sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds ræddu leikinn á Stöð 2 Sport í gærkvöld.
„Það er ekkert venjulegt „touch“ í þessum strák og maður er alveg búinn að sjá það í hinum leikjunum,“ tók Teitur Örlygsson undir.
„Hörku íþróttamaður og frábær skytta þessi strákur.“
Keflvíkingar hafa verið mjög sterkir í teignum það sem af er tímabili og enn ekki verið undir í teignum í leikjunum fimm.
Alla umræðuna um Keflavík má sjá hér að ofan.
Körfuboltakvöld: Ahmad með „ekkert venjulegt touch“
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“
Íslenski boltinn

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“
Körfubolti



„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
