Björgvin Páll Gústavsson átti stórgóðan leik þegar Skjern vann sigur á Kolding í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Björgvin var í miklu stuði þann tíma sem hann spilaði í leiknum, var með 9 bolta varða sem skilaði honum 45 prósenta markvörslu.
Skjern vann leikinn 31-26 eftir að hafa verið 15-13 yfir í hálfleik. Gestirnir frá Kolding byrjuðu leikinn betur en Skjern tók yfirhöndina um miðjan fyrri hálfleik og gáfu hana aldrei aftur.
Þegar upp var staðið var sigurinn nokkuð þægilegur. Elvar Örn Jónsson skoraði eitt mark fyrir Skjern.
Skjern er með 11 stig eftir níu leiki í deildinni og situr í 5. sæti.
Góður leikur Björgvins í sigri Skjern
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti


„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti



Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn



„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti