Segir O‘Rourke hafa „hætt eins og hundur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 09:19 Donald Trump, Bandaríkjaforseti. getty/Olivier Douliery Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í gær að fyrrverandi forsetaframbjóðandinn, Beto O‘Rourke hafi „hætt eins og hundur,“ aðeins nokkrum klukkustundum eftir O‘Rourke tilkynnti að hann hygðist hætta við framboð til forseta. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. O‘Rourke, sem er fyrrverandi þingmaður Texasfylkis, hefur gagnrýnt Trump harðlega og var hann sérstaklega gagnrýninn eftir skotárás sem varð í heimabæ hans, El Paso, í ágúst. Hann sagði árásina beina afleiðingu neikvæðrar orðræðu Trump um innflytjendur. O‘Rourke tilkynnti á föstudag að hann myndi hætta við forsetaframboð þar sem hann hefði ekki nægilegt fjármagn til að halda kosningabaráttu sinni áfram.Beto O'Rourke, fyrrverandi forsetaframbjóðandi.getty/Chip SomodevillaForsetinn hefur áður uppnefnt O‘Rourke en hann sagði O‘Rourke „fátækan, sorglegan mann,“ þegar hann ávarpaði gesti á fjöldafundi í Tupelo í Mississippi. Þá eru aðeins nokkrir dagar síðan forsetinn sagði að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi „dáið eins og hundur,“ í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðvestur Sýrlandi. Trump skrifaði á Twitter á föstudag að hann teldi O‘Rourke ekki ætlað að verða forseti. Þá sagði hann Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og forsetaframbjóðanda, ekki heilan á geði.Oh no, Beto just dropped out of race for President despite him saying he was “born for this.” I don’t think so! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2019 O‘Rourke tilkynnti í gær að hann myndi draga framboð sitt til baka og skrifaði hann á Twitter að kosningabaráttan hafi einkennst af því að skýrri sýn og heiðarleika. Þá myndi hann ekki beita kröftum sínum fyrir þjóðina sem frambjóðandi. Þá sagði Joe Biden að O‘Rourke hefði blásið mörgum í brjóst.In the wake of tragedy in his hometown, @BetoORourke responded with compassion and leadership, looking into the eyes of people who just lost loved ones and pledging his total resolve. His passion for solving our gun crisis has been inspiring to anyone who has seen him. — Joe Biden (@JoeBiden) November 1, 2019 Þá hrósaði Elizabeth Warren, forsetaframbjóðandi, O‘Rourke fyrir einurð hans á að binda endi á byssuglæpi og Bernie Sanders, forsetaframbjóðandi, þakkaði honum fyrir að hafa sameinað milljónir manns. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir O'Rourke dregur framboð sitt til baka Fyrrverandi fulltrúadeildarþingmanninum frá Texas tókst aldrei að fanga sömu stemmingu og myndaðist í kringum framboð hans til öldungadeildarsætis Texas í fyrra. 1. nóvember 2019 22:19 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í gær að fyrrverandi forsetaframbjóðandinn, Beto O‘Rourke hafi „hætt eins og hundur,“ aðeins nokkrum klukkustundum eftir O‘Rourke tilkynnti að hann hygðist hætta við framboð til forseta. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. O‘Rourke, sem er fyrrverandi þingmaður Texasfylkis, hefur gagnrýnt Trump harðlega og var hann sérstaklega gagnrýninn eftir skotárás sem varð í heimabæ hans, El Paso, í ágúst. Hann sagði árásina beina afleiðingu neikvæðrar orðræðu Trump um innflytjendur. O‘Rourke tilkynnti á föstudag að hann myndi hætta við forsetaframboð þar sem hann hefði ekki nægilegt fjármagn til að halda kosningabaráttu sinni áfram.Beto O'Rourke, fyrrverandi forsetaframbjóðandi.getty/Chip SomodevillaForsetinn hefur áður uppnefnt O‘Rourke en hann sagði O‘Rourke „fátækan, sorglegan mann,“ þegar hann ávarpaði gesti á fjöldafundi í Tupelo í Mississippi. Þá eru aðeins nokkrir dagar síðan forsetinn sagði að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi „dáið eins og hundur,“ í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðvestur Sýrlandi. Trump skrifaði á Twitter á föstudag að hann teldi O‘Rourke ekki ætlað að verða forseti. Þá sagði hann Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og forsetaframbjóðanda, ekki heilan á geði.Oh no, Beto just dropped out of race for President despite him saying he was “born for this.” I don’t think so! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2019 O‘Rourke tilkynnti í gær að hann myndi draga framboð sitt til baka og skrifaði hann á Twitter að kosningabaráttan hafi einkennst af því að skýrri sýn og heiðarleika. Þá myndi hann ekki beita kröftum sínum fyrir þjóðina sem frambjóðandi. Þá sagði Joe Biden að O‘Rourke hefði blásið mörgum í brjóst.In the wake of tragedy in his hometown, @BetoORourke responded with compassion and leadership, looking into the eyes of people who just lost loved ones and pledging his total resolve. His passion for solving our gun crisis has been inspiring to anyone who has seen him. — Joe Biden (@JoeBiden) November 1, 2019 Þá hrósaði Elizabeth Warren, forsetaframbjóðandi, O‘Rourke fyrir einurð hans á að binda endi á byssuglæpi og Bernie Sanders, forsetaframbjóðandi, þakkaði honum fyrir að hafa sameinað milljónir manns.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir O'Rourke dregur framboð sitt til baka Fyrrverandi fulltrúadeildarþingmanninum frá Texas tókst aldrei að fanga sömu stemmingu og myndaðist í kringum framboð hans til öldungadeildarsætis Texas í fyrra. 1. nóvember 2019 22:19 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
O'Rourke dregur framboð sitt til baka Fyrrverandi fulltrúadeildarþingmanninum frá Texas tókst aldrei að fanga sömu stemmingu og myndaðist í kringum framboð hans til öldungadeildarsætis Texas í fyrra. 1. nóvember 2019 22:19