Vitund um umhverfi stækkar kolefnisspor frá flugferðum Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 14. nóvember 2019 07:30 Skoðað var hvernig kolefnisfótspor dreifist. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Því meiri sem umhverfisvitund fólks er, því stærra er kolefnisspor þess. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn doktorsnemans Áróru Árnadóttur. Þar kemur einnig fram að fólk sem hefur heimsborgaraleg viðhorf mengar meira.Við erum meðal annars að skoða ferðavenjur íbúa á höfuðborgarsvæðinu og reikna kolefnisfótspor þeirra,“ segir Áróra Árnadóttir, doktorsnemi í umhverfisfræði. Nýlega birtist grein eftir Áróru og hóp rannsakenda í vísindatímaritinu Sustainability þar sem niðurstöður rannsóknar hennar eru kynntar. „Við skoðuðum hvernig kolefnisfótspor borgarbúa dreifist um höfuðborgarsvæðið með því að reikna fótsporið sem myndast af bíl-, strætó- og flugferðum og öllum ferðamátum. Hvað eru til dæmis íbúar í Hafnarfirði að fljúga og keyra mikið?“ segir Áróra. Niðurstöðurnar sýna þætti sem gætu komið mörgum á óvart, meðal annars að því meiri umhverfisvitund sem fólk hefur, því stærra er kolefnisfótspor þess. „Við sáum að þeir sem eru hvað mest hræddir við gróðurhúsaáhrifin og trúa því að þau séu af mannavöldum eru með stærra kolefnisfótspor en aðrir,“ segir Áróra. „Annað sem við skoðuðum er svo kallað „cosmopolitan attitude“ eða heimsborgaralegt viðhorf og þar kom skýrt fram að fólk sem skorar hátt á þeim stuðli er bæði líklegra til að búa miðsvæðis og skilja eftir sig stærra kolefnisspor,“ segir hún. „Í þessum heimsborgaralegu viðhorfum felst til dæmis mikill áhugi á öðrum menningarheimum og að tala mörg tungumál,“ útskýrir hún. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna skýrt að því fleiri tungumál sem fólk talar því líklegra er það til þess að fljúga oftar og þar af leiðandi skilja eftir sig stærra kolefnisspor. „Þeir sem hafa mikla tungumálakunnáttu, tala fjögur eða fleiri tungumál, fljúga að meðaltali 3,32 sinnum á ári á meðan þeir sem tala eitt til tvö tungumál fljúga færri en tvær ferðir,“ segir Áróra. „Við erum í rauninni að setja þetta í samhengi fyrir fólk því að það er að sjálfsögðu stórt kolefnisspor af bílnotkun, um það bil eitt tonn á mann á ári, en hins vegar gleymast flugferðir oft í þessu og það er mikilvægt að fólk minnki þær líka,“ segir Áróra. „Það virðist líka vera þannig að þeir sem nota bíl fljúga meira en þeir sem eru ekki á bíl,“ bætir hún við. „Svo er auðvitað misjafnt hversu mikið fólk er að keyra. Þeir sem vinna mikið keyra mikið og það sama má segja um bæði þá sem hafa jákvætt viðhorf til bíla yfirhöfuð og þá sem vilja búa í úthverfum,“ segir hún að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Sjá meira
Því meiri sem umhverfisvitund fólks er, því stærra er kolefnisspor þess. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn doktorsnemans Áróru Árnadóttur. Þar kemur einnig fram að fólk sem hefur heimsborgaraleg viðhorf mengar meira.Við erum meðal annars að skoða ferðavenjur íbúa á höfuðborgarsvæðinu og reikna kolefnisfótspor þeirra,“ segir Áróra Árnadóttir, doktorsnemi í umhverfisfræði. Nýlega birtist grein eftir Áróru og hóp rannsakenda í vísindatímaritinu Sustainability þar sem niðurstöður rannsóknar hennar eru kynntar. „Við skoðuðum hvernig kolefnisfótspor borgarbúa dreifist um höfuðborgarsvæðið með því að reikna fótsporið sem myndast af bíl-, strætó- og flugferðum og öllum ferðamátum. Hvað eru til dæmis íbúar í Hafnarfirði að fljúga og keyra mikið?“ segir Áróra. Niðurstöðurnar sýna þætti sem gætu komið mörgum á óvart, meðal annars að því meiri umhverfisvitund sem fólk hefur, því stærra er kolefnisfótspor þess. „Við sáum að þeir sem eru hvað mest hræddir við gróðurhúsaáhrifin og trúa því að þau séu af mannavöldum eru með stærra kolefnisfótspor en aðrir,“ segir Áróra. „Annað sem við skoðuðum er svo kallað „cosmopolitan attitude“ eða heimsborgaralegt viðhorf og þar kom skýrt fram að fólk sem skorar hátt á þeim stuðli er bæði líklegra til að búa miðsvæðis og skilja eftir sig stærra kolefnisspor,“ segir hún. „Í þessum heimsborgaralegu viðhorfum felst til dæmis mikill áhugi á öðrum menningarheimum og að tala mörg tungumál,“ útskýrir hún. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna skýrt að því fleiri tungumál sem fólk talar því líklegra er það til þess að fljúga oftar og þar af leiðandi skilja eftir sig stærra kolefnisspor. „Þeir sem hafa mikla tungumálakunnáttu, tala fjögur eða fleiri tungumál, fljúga að meðaltali 3,32 sinnum á ári á meðan þeir sem tala eitt til tvö tungumál fljúga færri en tvær ferðir,“ segir Áróra. „Við erum í rauninni að setja þetta í samhengi fyrir fólk því að það er að sjálfsögðu stórt kolefnisspor af bílnotkun, um það bil eitt tonn á mann á ári, en hins vegar gleymast flugferðir oft í þessu og það er mikilvægt að fólk minnki þær líka,“ segir Áróra. „Það virðist líka vera þannig að þeir sem nota bíl fljúga meira en þeir sem eru ekki á bíl,“ bætir hún við. „Svo er auðvitað misjafnt hversu mikið fólk er að keyra. Þeir sem vinna mikið keyra mikið og það sama má segja um bæði þá sem hafa jákvætt viðhorf til bíla yfirhöfuð og þá sem vilja búa í úthverfum,“ segir hún að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Sjá meira