Samdráttur í samfélaginu dregur töluvert úr tekjum ríkissjóðs Heimir Már Pétursson skrifar 12. nóvember 2019 20:30 Áætlað er að samdráttur í samfélaginu lækki tekjur ríkissjóðs um 12,4 milljarða króna á næsta ári. Að teknu tilliti til breytinga á gjöldum og tekjum leggur meirihluti fjárlaganefndar til að fjárlög næsta árs verði afgreidd með 9,7 milljarða króna halla. Önnur umræða um fjárlög næsta árs hófst á Alþingi í dag. Með breytingum sínum á frumvarpinu leggur meirihluti fjárlaganefndar til heildartekjur ríkissjóðs lækki um 10,2 milljarða króna.Samdráttur í efnahagsmálum hefur mest áhrif á stöðu ríkissjóðs en nú er áætlað að skattar á tekjur og hagnað skili ríkissjóði 7,3 milljörðum minna en áður var áætlað á næsta ári og skattar á vöru og þjónustu 5,1 milljarði minna. Þá er fallið frá 2,5 milljarða skatti á ferðaþjónustuna og vegna afkomu útgerða að veiðigjöldin skili 2,1 milljarði minna í ríkissjóð á næsta ári. Dæmi um gjöld sem lækka er að fjárþörf í nýbyggingu Landspítala lækki um 3,5 milljarða, vaxtagjöld um rúman 1,3 milljarða og fjárheimildir til málaflokka og sviða lækki um 547 milljónir. Í heild leiði breyting á tekjum og gjöldum til 9,7 milljarða halla á fjárlögum sem hafa verið afgreidd hallalaus frá árinu 2013.Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar segir ríkissjóð standa sterkt og geta tekið á sig niðursveifluna í efnahagslífinu og halda áfram að lækka skuldir. „Við þær kringumstæður sem við búum við í hagkerfinu er afar mikilvægt að setja aukinn kraft í opinbera fjárfestingu. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir fjárfestingu upp á liðlega 72 milljarða króna sem er tvöföldun frá árinu 2017,“ segir Willum Þór. Stjórnarandstæðingar gera ýmsar athugasemdir við breytingatillögur meirihlutans. Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd sagði veiðigjöldin ekki einu sinni standa undir kostnaði við rannsóknir og eftirlit í greininni. „Það er sláandi staðreynd að upphæð veiðileyfagjalds hefur lækkað um meira en helming síðan þessi ríkisstjórn tók við. Og það er hin pólitíska spurning,“ sagði Ágúst Ólafur. Samfylkingin leggur til hækkun útgjalda og tekna og tilfæringar upp á 20 milljarða króna og Miðflokkurinn upp á 4,7 milljarða. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði ríkisstjórnina tefla á tæpasta varð. Lítið væri eftir af svigrúmi ríkissjóðs til að bregðast við óvæntum uppákomum. „Á síðasta ári afgreiddum við hér fjárlög sem áætluð voru með 28 milljarða afgangi. Eða 1% af landsframleiðslu. Nú stefnir í að afkoma ríkisins verði að minnsta kosti í halla upp á hálft prósent af landsframleiðslu þetta árið og eru ekki öll kurl komin til grafar þar enn þá,“ sagði Þorsteinn. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Lýsa efasemdum um ýmis atriði fjáraukalaga Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjáraukalaga á Alþingi nú í kvöld. 11. nóvember 2019 18:40 Gert ráð fyrir halla á fjárlögum í fyrsta skipti í sjö ár Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjárlög fyrir næsta ár verði afgreidd með tæplega tíu milljarða króna halla. Það yrði í fyrsta skipti í sjö ár fjárlagafrumvarp yrði afgreitt án afgangs. 12. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira
Áætlað er að samdráttur í samfélaginu lækki tekjur ríkissjóðs um 12,4 milljarða króna á næsta ári. Að teknu tilliti til breytinga á gjöldum og tekjum leggur meirihluti fjárlaganefndar til að fjárlög næsta árs verði afgreidd með 9,7 milljarða króna halla. Önnur umræða um fjárlög næsta árs hófst á Alþingi í dag. Með breytingum sínum á frumvarpinu leggur meirihluti fjárlaganefndar til heildartekjur ríkissjóðs lækki um 10,2 milljarða króna.Samdráttur í efnahagsmálum hefur mest áhrif á stöðu ríkissjóðs en nú er áætlað að skattar á tekjur og hagnað skili ríkissjóði 7,3 milljörðum minna en áður var áætlað á næsta ári og skattar á vöru og þjónustu 5,1 milljarði minna. Þá er fallið frá 2,5 milljarða skatti á ferðaþjónustuna og vegna afkomu útgerða að veiðigjöldin skili 2,1 milljarði minna í ríkissjóð á næsta ári. Dæmi um gjöld sem lækka er að fjárþörf í nýbyggingu Landspítala lækki um 3,5 milljarða, vaxtagjöld um rúman 1,3 milljarða og fjárheimildir til málaflokka og sviða lækki um 547 milljónir. Í heild leiði breyting á tekjum og gjöldum til 9,7 milljarða halla á fjárlögum sem hafa verið afgreidd hallalaus frá árinu 2013.Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar segir ríkissjóð standa sterkt og geta tekið á sig niðursveifluna í efnahagslífinu og halda áfram að lækka skuldir. „Við þær kringumstæður sem við búum við í hagkerfinu er afar mikilvægt að setja aukinn kraft í opinbera fjárfestingu. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir fjárfestingu upp á liðlega 72 milljarða króna sem er tvöföldun frá árinu 2017,“ segir Willum Þór. Stjórnarandstæðingar gera ýmsar athugasemdir við breytingatillögur meirihlutans. Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd sagði veiðigjöldin ekki einu sinni standa undir kostnaði við rannsóknir og eftirlit í greininni. „Það er sláandi staðreynd að upphæð veiðileyfagjalds hefur lækkað um meira en helming síðan þessi ríkisstjórn tók við. Og það er hin pólitíska spurning,“ sagði Ágúst Ólafur. Samfylkingin leggur til hækkun útgjalda og tekna og tilfæringar upp á 20 milljarða króna og Miðflokkurinn upp á 4,7 milljarða. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði ríkisstjórnina tefla á tæpasta varð. Lítið væri eftir af svigrúmi ríkissjóðs til að bregðast við óvæntum uppákomum. „Á síðasta ári afgreiddum við hér fjárlög sem áætluð voru með 28 milljarða afgangi. Eða 1% af landsframleiðslu. Nú stefnir í að afkoma ríkisins verði að minnsta kosti í halla upp á hálft prósent af landsframleiðslu þetta árið og eru ekki öll kurl komin til grafar þar enn þá,“ sagði Þorsteinn.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Lýsa efasemdum um ýmis atriði fjáraukalaga Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjáraukalaga á Alþingi nú í kvöld. 11. nóvember 2019 18:40 Gert ráð fyrir halla á fjárlögum í fyrsta skipti í sjö ár Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjárlög fyrir næsta ár verði afgreidd með tæplega tíu milljarða króna halla. Það yrði í fyrsta skipti í sjö ár fjárlagafrumvarp yrði afgreitt án afgangs. 12. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira
Lýsa efasemdum um ýmis atriði fjáraukalaga Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjáraukalaga á Alþingi nú í kvöld. 11. nóvember 2019 18:40
Gert ráð fyrir halla á fjárlögum í fyrsta skipti í sjö ár Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjárlög fyrir næsta ár verði afgreidd með tæplega tíu milljarða króna halla. Það yrði í fyrsta skipti í sjö ár fjárlagafrumvarp yrði afgreitt án afgangs. 12. nóvember 2019 13:00