Gert ráð fyrir halla á fjárlögum í fyrsta skipti í sjö ár Heimir Már Pétursson skrifar 12. nóvember 2019 13:00 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. vísir/vilhelm Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjárlög fyrir næsta ár verði afgreidd með tæplega tíu milljarða króna halla. Það yrði í fyrsta skipti í sjö ár fjárlagafrumvarp yrði afgreitt án afgangs. Önnur umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefst á Alþingi eftir hádegi og munu talsmenn einstakra álita fá klukkustund hver til að fara yfir álit sín. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar er gert ráð fyrir að 9,7 milljaðra halli verði á fjárlögum næsta árs en fjárlagafrumvarp hefur ekki verið afgreitt með halla undanfarin sjö ár. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, segir ríkissjóð taka á sig þann skell sem fylgi minni hagvexti. „Það má segja að ríkisfjármálastefnan sé hönnuð til lað veita viðspyrnu í hagkerfinu. Í hjaðnandi hagvexti kemur aðeins högg í tekjurnar. En ríkissjóður stendur sterkt og tekur þetta í raun og veru á sig,“ segir Willum. Samfylkingin kynnti breytingartillögur sínar á fjárlagafrumvarpinu í morgun um 20 milljarða útgjaldaauka sem flokkurinn segir fjármagnaðar. Logi Einarsson, formaður flokksins, segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við í uppsveiflunni undanfarin ár. „Já tíu milljarða halli í fyrsta skipti frá 2013. Við höfðum varað við þessu, að ríkisstjórnin sinnti ekki að afla tekna í uppganginum til að mæta þeim óhjákvæmilega halla sem yrði einhvern tíma,“ segir Logi. Willum Þór segir hins vegar að áætlanir muni standa þannig að hægt verði að halda uppi öflugri þjónustu og til að mynda mikilli uppbyggingu í vegaframkvæmdum. „Gleymum ekki því að það er spáð hóflegum hagvexti enn sem komið er á næsta ári. Þannig að það er allt útlit fyrir að við náum vopnum okkar tiltölulega hratt,“ segir Willum. Þannig verði enn greiddar niður skuldir upp á um 72 milljarða á næsta ári og skuldir séu nú þegar komnar langt undir viðmiðunarmörk. Samfylkingin gagnrýnir að gert sé ráð fyrir að tekjur af veiðigjaldi verði 2,1 milljarði lakari vegna rekstrarafkomu útgerðanna á síðasta ári en gjaldið er tengt afkomu. „Við viljum að þeir sem eru aflögufærir borgi og þeir njóti sem þurfa. Það þýðir í rauninni að 90 prósent þjóðarinnar verði varinn fyrir fjármagnstekjuskatti. En þau tíu prósent sem fá nánast allar fjármagnstekjur borgi hærra. Auðlegðarskattur mínus íbúð. Við tölum um að það sé auðvitað galið að veiðileyfagjöld hafa lækkað svo að þau standa ekki einu sinni undir rannsóknum og eftirliti með greininni sjálfri,“ segir Logi Einarsson. Alþingi Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjárlög fyrir næsta ár verði afgreidd með tæplega tíu milljarða króna halla. Það yrði í fyrsta skipti í sjö ár fjárlagafrumvarp yrði afgreitt án afgangs. Önnur umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefst á Alþingi eftir hádegi og munu talsmenn einstakra álita fá klukkustund hver til að fara yfir álit sín. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar er gert ráð fyrir að 9,7 milljaðra halli verði á fjárlögum næsta árs en fjárlagafrumvarp hefur ekki verið afgreitt með halla undanfarin sjö ár. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, segir ríkissjóð taka á sig þann skell sem fylgi minni hagvexti. „Það má segja að ríkisfjármálastefnan sé hönnuð til lað veita viðspyrnu í hagkerfinu. Í hjaðnandi hagvexti kemur aðeins högg í tekjurnar. En ríkissjóður stendur sterkt og tekur þetta í raun og veru á sig,“ segir Willum. Samfylkingin kynnti breytingartillögur sínar á fjárlagafrumvarpinu í morgun um 20 milljarða útgjaldaauka sem flokkurinn segir fjármagnaðar. Logi Einarsson, formaður flokksins, segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við í uppsveiflunni undanfarin ár. „Já tíu milljarða halli í fyrsta skipti frá 2013. Við höfðum varað við þessu, að ríkisstjórnin sinnti ekki að afla tekna í uppganginum til að mæta þeim óhjákvæmilega halla sem yrði einhvern tíma,“ segir Logi. Willum Þór segir hins vegar að áætlanir muni standa þannig að hægt verði að halda uppi öflugri þjónustu og til að mynda mikilli uppbyggingu í vegaframkvæmdum. „Gleymum ekki því að það er spáð hóflegum hagvexti enn sem komið er á næsta ári. Þannig að það er allt útlit fyrir að við náum vopnum okkar tiltölulega hratt,“ segir Willum. Þannig verði enn greiddar niður skuldir upp á um 72 milljarða á næsta ári og skuldir séu nú þegar komnar langt undir viðmiðunarmörk. Samfylkingin gagnrýnir að gert sé ráð fyrir að tekjur af veiðigjaldi verði 2,1 milljarði lakari vegna rekstrarafkomu útgerðanna á síðasta ári en gjaldið er tengt afkomu. „Við viljum að þeir sem eru aflögufærir borgi og þeir njóti sem þurfa. Það þýðir í rauninni að 90 prósent þjóðarinnar verði varinn fyrir fjármagnstekjuskatti. En þau tíu prósent sem fá nánast allar fjármagnstekjur borgi hærra. Auðlegðarskattur mínus íbúð. Við tölum um að það sé auðvitað galið að veiðileyfagjöld hafa lækkað svo að þau standa ekki einu sinni undir rannsóknum og eftirliti með greininni sjálfri,“ segir Logi Einarsson.
Alþingi Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Sjá meira