Forstjóri Uber líkti morði við árekstur sjálfkeyrandi bíls Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2019 16:56 Dara Khosrowshahi, forstjóri Uber. Sádar eru einir stærstu fjárfestarnir í fyrirtækinu. Vísir/EPA Morð sádiarabískra yfirvalda á blaðamanninum Jamal Khashoggi var mistök sambærileg við árekstra sem sjálfkeyrandi bílar hafa lent í, að mati Dara Khosrowshahi, forstjóra farveitunnar Uber. Forstjórinn hefur sætt harðri gagnrýni vegna ummælanna sem hann lét falla í viðtali. Jamal Khashoggi, sádiarabískur blaðamaður, var myrtur og lík hans bútað niður á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október í fyrra. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið en Khashoggi var í útlegð og hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu. Í viðtali við vefmiðilinn Axios afsakaði Khosrowshahi morðið á Khashoggi sem mistök en Sádar eru einir stærstu hluthafar Uber. Líkti hann morðinu fyrir banaslys sem sjálfkeyrandi bíll Uber átti þátt í. „Þetta eru alvarleg mistök. Við höfum líka gert mistök með sjálfkeyrandi og við höfum hætt akstri og við erum að ná okkur af þeim mistökum. Ég held að fólk geri mistök, það þýðir ekki að það sé ekki hægt að fyrirgefa því nokkurn tímann. Ég held að þeir hafi tekið því alvarlega,“ sagði Khosrowshahi við fréttamann Axios.Benti fréttamaðurinn forstjóranum á að banaslysið með sjálfkeyrandi bílnum hafi átt sér stað vegna skynjara sem brást. „CIA gaf til kynna að krónprinsinn hefði átt þátt í að skipa fyrir um morðið. Það er annað, þið ókuð ekki viljandi yfir einhvern.“ Eftir að myndband af viðtalinu birtist hófu samfélagsmiðlanotendur herferð þar sem þeir hvöttu til þess að Uber yrði sniðgengið, að sögn Washington Post. Khosrowshahi reyndi síðar að leiðrétta það sem hann sagði í viðtalinu. „Ég sagði eitthvað sem ég trúi ekki. Þegar kemur að Jamal Khashoggi, var morðið á honum skammarlegt og það ætti hvorki að gleymast né afsaka,“ sagði forstjórinn í tölvupósti sem hann sendi Axios. Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Uber ekki talið ábyrgt vegna banaslyss sjálfkeyrandi bíls Ökumaðurinn sem sat við stýrið gæti enn verið ákærður fyrir manndráp. 6. mars 2019 11:01 Uber tapaði rúmum fimm milljörðum dollara Farveitan hefur aldrei vaxið minna en á öðrum ársfjórðungi samkvæmt uppgjöri. 8. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Fleiri fréttir Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Sjá meira
Morð sádiarabískra yfirvalda á blaðamanninum Jamal Khashoggi var mistök sambærileg við árekstra sem sjálfkeyrandi bílar hafa lent í, að mati Dara Khosrowshahi, forstjóra farveitunnar Uber. Forstjórinn hefur sætt harðri gagnrýni vegna ummælanna sem hann lét falla í viðtali. Jamal Khashoggi, sádiarabískur blaðamaður, var myrtur og lík hans bútað niður á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október í fyrra. Bandaríska leyniþjónustan telur að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi skipað fyrir um morðið en Khashoggi var í útlegð og hafði verið gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu. Í viðtali við vefmiðilinn Axios afsakaði Khosrowshahi morðið á Khashoggi sem mistök en Sádar eru einir stærstu hluthafar Uber. Líkti hann morðinu fyrir banaslys sem sjálfkeyrandi bíll Uber átti þátt í. „Þetta eru alvarleg mistök. Við höfum líka gert mistök með sjálfkeyrandi og við höfum hætt akstri og við erum að ná okkur af þeim mistökum. Ég held að fólk geri mistök, það þýðir ekki að það sé ekki hægt að fyrirgefa því nokkurn tímann. Ég held að þeir hafi tekið því alvarlega,“ sagði Khosrowshahi við fréttamann Axios.Benti fréttamaðurinn forstjóranum á að banaslysið með sjálfkeyrandi bílnum hafi átt sér stað vegna skynjara sem brást. „CIA gaf til kynna að krónprinsinn hefði átt þátt í að skipa fyrir um morðið. Það er annað, þið ókuð ekki viljandi yfir einhvern.“ Eftir að myndband af viðtalinu birtist hófu samfélagsmiðlanotendur herferð þar sem þeir hvöttu til þess að Uber yrði sniðgengið, að sögn Washington Post. Khosrowshahi reyndi síðar að leiðrétta það sem hann sagði í viðtalinu. „Ég sagði eitthvað sem ég trúi ekki. Þegar kemur að Jamal Khashoggi, var morðið á honum skammarlegt og það ætti hvorki að gleymast né afsaka,“ sagði forstjórinn í tölvupósti sem hann sendi Axios.
Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Uber ekki talið ábyrgt vegna banaslyss sjálfkeyrandi bíls Ökumaðurinn sem sat við stýrið gæti enn verið ákærður fyrir manndráp. 6. mars 2019 11:01 Uber tapaði rúmum fimm milljörðum dollara Farveitan hefur aldrei vaxið minna en á öðrum ársfjórðungi samkvæmt uppgjöri. 8. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Fleiri fréttir Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Sjá meira
Uber ekki talið ábyrgt vegna banaslyss sjálfkeyrandi bíls Ökumaðurinn sem sat við stýrið gæti enn verið ákærður fyrir manndráp. 6. mars 2019 11:01
Uber tapaði rúmum fimm milljörðum dollara Farveitan hefur aldrei vaxið minna en á öðrum ársfjórðungi samkvæmt uppgjöri. 8. ágúst 2019 21:00