Dagbók Bents: Auðmýkjandi þegar stjörnustælar virka ekki Ágúst Bent skrifar 11. nóvember 2019 17:00 Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á laugardagskvöld. Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega góður í skoðunum. Ég til dæmis hélt að Airwaves í ár myndi ekki vera neitt spes. Ég þekkti ekkert af erlendu böndunum og bjóst ekki við miklu. En svo var þetta allt saman æðislegt og núna ég er bjartsýnn um að hátíðin eigi helling eftir. En ég er ekkert sérstaklega góður í væntingastjórnun heldur. Auðvitað er Auður í Landsbankanum. Hann er í skyrtu með snjóhlébarðamynstri og spilar á rafmagnsgítar. Segir að næsta lag sé tileinkað albönsku ófrísku konunni, en svo er lagið bara um sætar stelpur og hann sjálfan. Auður er orðinn alvöru poppstjarna. Bankinn er troðfullur af fólki, allskonar fólki. Konurnar með barnavagnana öskursyngja með textum um geðdeild. Kleppur er víða. Hann er hættur að glamra og farinn að dansa. Auður dansar alltaf eins og hann sé að troða marvaða. Neðansjávarswag. Hann klífur um gjaldkerabásana og syngur um vera í miðri vímu. Núna hlýtur að koma hrun. Auður fyllti bankann af allskonar fólki.Listenwithmae Ég brunaði á rafskútu á Slippbarinn til að sjá Hipsumhaps, en þeir eru greinilega búnir að meika það líka, því það var svo troðið að ég komst ekki inn. Ég sýndi þeim press passann minn og dyravörðurinn sagði „Elskan, þetta er off venue.” Það er svo auðmýkjandi þegar stjörnustælar virka ekki. Þetta er ekki lífið sem mig langar í. Ég hef aldrei komið áður á Kornhlöðuna. Þetta er nýr staður sem að ég held að sé partur af Lækjarbrekku. Lítur út eins og risastórt indjánatjald. Between Mountains er að spila svona Monsters and Men stöff, þau verða pottþétt mjög rík mjög fljótlega. Þegar söngkonan er ekki að spila á gítarinn hreyfir hún hendurnar svona eins og gæinn í Afríku sem þóttist kunna táknmál. Það er líka Monsters and Men músík á Iðnó. Eða kannski kalla ég allt sem er ekki rapp Monsters and Men músík. Gæi á sviðinu spilar á rafmagnsgítar með fiðluboga og hristir hausinn eins og hann viti upp á sig sökina. Atriðið heitir Bessie Turner. Þetta er ung pía frá UK ásamt bandi. Hún segist sánda eins og „bit of a twat“ (því hún er kvefuð). Núna held ég með henni, hún er sjarmerandi og töff. Það ganga strætóar frá Ráðhúsinu að Valshöllinni. Það er alltaf skemmtilegast í rútunni. Strákar borða popp, stelpur pissa í kopp er besta lagið sem ég hef heyrt á þessari tónlistarhátíð. Chai eru svo dæmigert Japan að það er sprenghlægilegt. Þetta eru fjórar stelpur í bleikum fötum og góðu skapi. Þetta er svona blanda af dj flugvél og geimskip og Spice Girls. Líka smá eins og perralegur Latabæjarþáttur. Þær eru stanslaust að hoppa á milli tónlistarstefna. Núna eru þær klæddar eins og rykkústar og dansa við teknó. Núna hljóma þær eins og 90s rapplag með Pláhnetunni. Prófa þetta allt bara. Chai voru í bleikum fötum og góðu skapi.Ásgeir Helgi Ég bruna aftur niður á Iðnó því að ég ætla ekki að missa af Aroni Can. Þegar ég labba inn rekst ég harkalega á svitavegg. Loftið er svo þykkt að fólk svífur um eins og í fallhlífastökkshermi. Það er svo mikil kynorka í Aroni Can að andrúmsloftið er gegnsýrt af ferómónum (ég er vísindamaður). Aron Can á skilið að vera heimsfrægur. Enginn mórall er Sódóma þessarar kynslóðar. Ég hitti Katrínu.is sem tók sér pásu frá því að senda ófrískar konur til útlanda til að koma og dilla sér. Hún segir að Aron sé hápunktur hátíðarinnar, kannski er sjálfstæðisfólk ekkert svo slæmt. Aron Can átti nóg af kynorku.Marín Mist Ég hoppa aftur í strætó. Monsters and Men eru í Valshöll (það stendur samt Origo höllinn á veggnum? Veit enginn hvað þetta pleis heitir?) en svo varð ég skyndilega lúinn og fór heim að sofa. Ég átti líka eftir að taka mitt blaðamannaverkfall. Þegar ég var kominn undir sæng fékk ég samviskubit yfir því að vera svona mikið nörd. Það er ekki einu sinni komið miðnætti. Ég tók smá Öldu Karen pepp tal við sjálfan mig, taldi niður úr fimm og stökk aftur á fætur. Verkfallið er búið. Ég missti af Krabba Mane sem er eins og að fá krabbamein. Dauðsé eftir þessum lúðalúr áðan. En ég næ að minnsta kosti restinni af Bigga Veiru á Listasafninu. Hann er náttúrulega fagmaður fram í naglalakkaða fingurgóma. Hitti Unnstein Manúel sem segir „Biggi Veira er besti plötusnúður á Íslandi. Punktur.“ Hér eru menn sem komu til Íslands til þess eins að sjá hann. En af einhverjum ástæðum er mjög mikið af fullorðnum körlum hérna með peysuna bundna um mittið. Það er klassískt lúkk. Kannski eru þeir að fela standpínur? Þurfið ekki að fela neitt fyrir mér strákar. Nanna og OMAM voru í Valsorigohöllinni.Ásgeir Helgi Röðin fyrir utan Gaukinn er eins og hands across America. Vá, hvað þetta er löng röð. Hatari eru að stíga á stokk og sem betur fer er ég með blaðamannapassa. Hatari eru ógeðslega skemmtilegt band en bara svona fremstu tíu fá að sjá hvað er í gangi. Þetta er alltof stórt band fyrir þennan stað. Gaukurinn rembist svo mikið við að þykjast vera í góða liðinu. Risa skilti um að hér megi hver sem er fara á salernið, já svona eins og allstaðar? Eru Hatari bara að breyta röddinni allan tímann? Er öll tónlist bara fólk í grímubúningum að breyta röddinni? Ég þarf að fara inn á þetta gender neutral klósett og taka aðra Öldu Karen ræðu á sjálfan mig í speglinum. Það virkar. Hatari eru ógeðslega skemmtilegt band.Ásgeir Helgi Niðurstaða Airwaves er æði. Tónlist er skemmtilegasta listformið því hún ýtir okkur saman. Manneskjan er nefnilega hjarðtegund. Nema á Airwaves, þá erum við djammtegund. Dagbók Bents Airwaves Menning Næturlíf Tónlist Tengdar fréttir Dagbók Bents: Það sem útlendingar meina þegar þeir segjast vilja heyra íslenska tónlist Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á miðvikudagskvöldi. 7. nóvember 2019 14:00 Dagbók Bents: Slippbarinn breyttist í Flippbarinn Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á fimmtudagskvöldi. 8. nóvember 2019 17:00 Dagbók Bents: Grunsamlegir staðir og drungaleg dýflissa Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á föstudagskvöldi. 9. nóvember 2019 15:00 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Sjá meira
Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega góður í skoðunum. Ég til dæmis hélt að Airwaves í ár myndi ekki vera neitt spes. Ég þekkti ekkert af erlendu böndunum og bjóst ekki við miklu. En svo var þetta allt saman æðislegt og núna ég er bjartsýnn um að hátíðin eigi helling eftir. En ég er ekkert sérstaklega góður í væntingastjórnun heldur. Auðvitað er Auður í Landsbankanum. Hann er í skyrtu með snjóhlébarðamynstri og spilar á rafmagnsgítar. Segir að næsta lag sé tileinkað albönsku ófrísku konunni, en svo er lagið bara um sætar stelpur og hann sjálfan. Auður er orðinn alvöru poppstjarna. Bankinn er troðfullur af fólki, allskonar fólki. Konurnar með barnavagnana öskursyngja með textum um geðdeild. Kleppur er víða. Hann er hættur að glamra og farinn að dansa. Auður dansar alltaf eins og hann sé að troða marvaða. Neðansjávarswag. Hann klífur um gjaldkerabásana og syngur um vera í miðri vímu. Núna hlýtur að koma hrun. Auður fyllti bankann af allskonar fólki.Listenwithmae Ég brunaði á rafskútu á Slippbarinn til að sjá Hipsumhaps, en þeir eru greinilega búnir að meika það líka, því það var svo troðið að ég komst ekki inn. Ég sýndi þeim press passann minn og dyravörðurinn sagði „Elskan, þetta er off venue.” Það er svo auðmýkjandi þegar stjörnustælar virka ekki. Þetta er ekki lífið sem mig langar í. Ég hef aldrei komið áður á Kornhlöðuna. Þetta er nýr staður sem að ég held að sé partur af Lækjarbrekku. Lítur út eins og risastórt indjánatjald. Between Mountains er að spila svona Monsters and Men stöff, þau verða pottþétt mjög rík mjög fljótlega. Þegar söngkonan er ekki að spila á gítarinn hreyfir hún hendurnar svona eins og gæinn í Afríku sem þóttist kunna táknmál. Það er líka Monsters and Men músík á Iðnó. Eða kannski kalla ég allt sem er ekki rapp Monsters and Men músík. Gæi á sviðinu spilar á rafmagnsgítar með fiðluboga og hristir hausinn eins og hann viti upp á sig sökina. Atriðið heitir Bessie Turner. Þetta er ung pía frá UK ásamt bandi. Hún segist sánda eins og „bit of a twat“ (því hún er kvefuð). Núna held ég með henni, hún er sjarmerandi og töff. Það ganga strætóar frá Ráðhúsinu að Valshöllinni. Það er alltaf skemmtilegast í rútunni. Strákar borða popp, stelpur pissa í kopp er besta lagið sem ég hef heyrt á þessari tónlistarhátíð. Chai eru svo dæmigert Japan að það er sprenghlægilegt. Þetta eru fjórar stelpur í bleikum fötum og góðu skapi. Þetta er svona blanda af dj flugvél og geimskip og Spice Girls. Líka smá eins og perralegur Latabæjarþáttur. Þær eru stanslaust að hoppa á milli tónlistarstefna. Núna eru þær klæddar eins og rykkústar og dansa við teknó. Núna hljóma þær eins og 90s rapplag með Pláhnetunni. Prófa þetta allt bara. Chai voru í bleikum fötum og góðu skapi.Ásgeir Helgi Ég bruna aftur niður á Iðnó því að ég ætla ekki að missa af Aroni Can. Þegar ég labba inn rekst ég harkalega á svitavegg. Loftið er svo þykkt að fólk svífur um eins og í fallhlífastökkshermi. Það er svo mikil kynorka í Aroni Can að andrúmsloftið er gegnsýrt af ferómónum (ég er vísindamaður). Aron Can á skilið að vera heimsfrægur. Enginn mórall er Sódóma þessarar kynslóðar. Ég hitti Katrínu.is sem tók sér pásu frá því að senda ófrískar konur til útlanda til að koma og dilla sér. Hún segir að Aron sé hápunktur hátíðarinnar, kannski er sjálfstæðisfólk ekkert svo slæmt. Aron Can átti nóg af kynorku.Marín Mist Ég hoppa aftur í strætó. Monsters and Men eru í Valshöll (það stendur samt Origo höllinn á veggnum? Veit enginn hvað þetta pleis heitir?) en svo varð ég skyndilega lúinn og fór heim að sofa. Ég átti líka eftir að taka mitt blaðamannaverkfall. Þegar ég var kominn undir sæng fékk ég samviskubit yfir því að vera svona mikið nörd. Það er ekki einu sinni komið miðnætti. Ég tók smá Öldu Karen pepp tal við sjálfan mig, taldi niður úr fimm og stökk aftur á fætur. Verkfallið er búið. Ég missti af Krabba Mane sem er eins og að fá krabbamein. Dauðsé eftir þessum lúðalúr áðan. En ég næ að minnsta kosti restinni af Bigga Veiru á Listasafninu. Hann er náttúrulega fagmaður fram í naglalakkaða fingurgóma. Hitti Unnstein Manúel sem segir „Biggi Veira er besti plötusnúður á Íslandi. Punktur.“ Hér eru menn sem komu til Íslands til þess eins að sjá hann. En af einhverjum ástæðum er mjög mikið af fullorðnum körlum hérna með peysuna bundna um mittið. Það er klassískt lúkk. Kannski eru þeir að fela standpínur? Þurfið ekki að fela neitt fyrir mér strákar. Nanna og OMAM voru í Valsorigohöllinni.Ásgeir Helgi Röðin fyrir utan Gaukinn er eins og hands across America. Vá, hvað þetta er löng röð. Hatari eru að stíga á stokk og sem betur fer er ég með blaðamannapassa. Hatari eru ógeðslega skemmtilegt band en bara svona fremstu tíu fá að sjá hvað er í gangi. Þetta er alltof stórt band fyrir þennan stað. Gaukurinn rembist svo mikið við að þykjast vera í góða liðinu. Risa skilti um að hér megi hver sem er fara á salernið, já svona eins og allstaðar? Eru Hatari bara að breyta röddinni allan tímann? Er öll tónlist bara fólk í grímubúningum að breyta röddinni? Ég þarf að fara inn á þetta gender neutral klósett og taka aðra Öldu Karen ræðu á sjálfan mig í speglinum. Það virkar. Hatari eru ógeðslega skemmtilegt band.Ásgeir Helgi Niðurstaða Airwaves er æði. Tónlist er skemmtilegasta listformið því hún ýtir okkur saman. Manneskjan er nefnilega hjarðtegund. Nema á Airwaves, þá erum við djammtegund.
Dagbók Bents Airwaves Menning Næturlíf Tónlist Tengdar fréttir Dagbók Bents: Það sem útlendingar meina þegar þeir segjast vilja heyra íslenska tónlist Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á miðvikudagskvöldi. 7. nóvember 2019 14:00 Dagbók Bents: Slippbarinn breyttist í Flippbarinn Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á fimmtudagskvöldi. 8. nóvember 2019 17:00 Dagbók Bents: Grunsamlegir staðir og drungaleg dýflissa Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á föstudagskvöldi. 9. nóvember 2019 15:00 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Sjá meira
Dagbók Bents: Það sem útlendingar meina þegar þeir segjast vilja heyra íslenska tónlist Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á miðvikudagskvöldi. 7. nóvember 2019 14:00
Dagbók Bents: Slippbarinn breyttist í Flippbarinn Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á fimmtudagskvöldi. 8. nóvember 2019 17:00
Dagbók Bents: Grunsamlegir staðir og drungaleg dýflissa Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á föstudagskvöldi. 9. nóvember 2019 15:00