Spegilbrot sjálfsmynda okkar Þórarinn Þórarinsson skrifar 28. nóvember 2019 08:00 Upphaf eða endir? Húsbruni í sveitinni hefur ólíka merkingu fyrir persónum sem og áhorfendum. Eins og myndin öll. **** Bergmál Leikstjórn: Rúnar Rúnarsson Handrit: Rúnar Rúnarsson Aðalhlutverk: Alls konar fólk, á öllum aldri úr ýmsum áttum. Sjálfsagt rúmlega 350 manns. Bergmál er einstök mynd. Án gríns. Algerlega einstök og stórmerkileg. Svo mjög í raun að réttast er að hafa um hana sem fæst orð. Ég upplifði hana í það minnsta þannig, auk þess sem það yrði til að æra jafnvel stöðuga að reyna að rekja efni hennar og innihald. Það er ekki hægt. Rúnar Rúnarsson fléttar hér saman undarlega heilsteypta en brotakennda mynd úr tæplega 60 misstuttum sagnaleiftrum. Örsögum sem tengjast ekkert en geta samt auðveldlega myndað árhrifaríka og ágenga heild. Sögur frekar en sögu og í raun er Bergmál jafn margar kvikmyndir og fólkið sem sér hana. Hún er upplifun sem ekkert okkar mun skynja, skilja og túlka nákvæmlega eins.Þegar vonin ein er eftir. Skaðaminnkunarbíllinn Frú Ragnheiður kemur við sögu sem boðberi vonarinnar sem lifir svo lengi sem fíkillinn dregur andann.Rúnar gefur öllum hefðbundnum reglum um söguframvindu og byggingu langt nef þannig að margbreytileg brotin renna í gegnum vitundina, haganlega samanklippt og þótt þau kunni að birtast tilviljanakennt fær maður sterkt á tilfinninguna að gríðarleg hugarorka og tími hafi farið í það svimandi þolinmæðisverk sem klipping myndarinnar hlýtur bara að hafa verið. Flest erum við sem kvikmyndaáhorfendur slefandi og skilyrtir hundar Hollywood sem hafa vanist því að naga bein upphafs, miðju og endaloka þannig að Tarantino þurfti ekki annað en að kasta heilögu þrenningunni fram í brenglaðri röð í Pulp Fiction til þess að kvikmyndaheimsbyggðin féll andaktug í stafi. Rúnar teflir miklu djarfar og fokkar hressilega í hausnum á manni með þessari margþversagnakenndu kvikmynd. Kannski mætti ætla að frásagnarmáti hans hér falli þægilega að pússuðum rössum áhrifavalda og hirðfífla þeirra með sinn áunna athyglisbrest sem hleypur á sekúndum og 160 stafabilum. Allar þessar pínkuponsulitlu örsögur sem verða saman að langvarandi bergmáli verða ólíkt snöppunum dýpri og merkingarbærari eftir því sem áhorfandinn gefur þeim meiri gaum, saman og í sundur.Alls konar boðskapur bergmálar um myndina en hver hann nákvæmlega er er undir hverjum og einum komið.Atriðin eru eins og brotin sem mynda þá línulaga og kræklóttu flækju sem lífið er eru alls konar; fyndin, sorgleg, falleg, átakanleg, öfugsnúin og stundum jafn banal og hversdagslegt brölt okkar er í eðli sínu. Það sem einum finnst fyndið þarna finnst öðrum fáránlegt eða eitthvað allt annað. Undir lokin birtist þó fallegasta sena sem sést hefur í íslensku bíói. Þið fattið það þegar þið sjáið það og hljótið að taka undir með mér. Í endinum skyldi upphafið skoða. Bergmál er ótrúlega íslensk en um leið sammannleg og tímalaus saga okkar allra þannig að maður þarf að horfast í augu við sjálfan sig og aðra á tjaldinu og getur jafnvel kynnst sjálfum sér öðruvísi í leiðinni.Niðurstaða: Rúnar Rúnarsson gefur fullkominn skít í hefðbundinn frásagnarhátt og ævafornar reglur Aristótelesar í þeim efnum með djarfri tilraun sem gerir talsverðar kröfur til áhorfenda sem uppskera ríkulega ef þeir nenna að leggja sitt af mörkum til verksins.Rúnar Rúnarsson kemur með Bergmáli aftan að áhorfendum með djörfu en ánægjulega óvæntu útspili.... Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
**** Bergmál Leikstjórn: Rúnar Rúnarsson Handrit: Rúnar Rúnarsson Aðalhlutverk: Alls konar fólk, á öllum aldri úr ýmsum áttum. Sjálfsagt rúmlega 350 manns. Bergmál er einstök mynd. Án gríns. Algerlega einstök og stórmerkileg. Svo mjög í raun að réttast er að hafa um hana sem fæst orð. Ég upplifði hana í það minnsta þannig, auk þess sem það yrði til að æra jafnvel stöðuga að reyna að rekja efni hennar og innihald. Það er ekki hægt. Rúnar Rúnarsson fléttar hér saman undarlega heilsteypta en brotakennda mynd úr tæplega 60 misstuttum sagnaleiftrum. Örsögum sem tengjast ekkert en geta samt auðveldlega myndað árhrifaríka og ágenga heild. Sögur frekar en sögu og í raun er Bergmál jafn margar kvikmyndir og fólkið sem sér hana. Hún er upplifun sem ekkert okkar mun skynja, skilja og túlka nákvæmlega eins.Þegar vonin ein er eftir. Skaðaminnkunarbíllinn Frú Ragnheiður kemur við sögu sem boðberi vonarinnar sem lifir svo lengi sem fíkillinn dregur andann.Rúnar gefur öllum hefðbundnum reglum um söguframvindu og byggingu langt nef þannig að margbreytileg brotin renna í gegnum vitundina, haganlega samanklippt og þótt þau kunni að birtast tilviljanakennt fær maður sterkt á tilfinninguna að gríðarleg hugarorka og tími hafi farið í það svimandi þolinmæðisverk sem klipping myndarinnar hlýtur bara að hafa verið. Flest erum við sem kvikmyndaáhorfendur slefandi og skilyrtir hundar Hollywood sem hafa vanist því að naga bein upphafs, miðju og endaloka þannig að Tarantino þurfti ekki annað en að kasta heilögu þrenningunni fram í brenglaðri röð í Pulp Fiction til þess að kvikmyndaheimsbyggðin féll andaktug í stafi. Rúnar teflir miklu djarfar og fokkar hressilega í hausnum á manni með þessari margþversagnakenndu kvikmynd. Kannski mætti ætla að frásagnarmáti hans hér falli þægilega að pússuðum rössum áhrifavalda og hirðfífla þeirra með sinn áunna athyglisbrest sem hleypur á sekúndum og 160 stafabilum. Allar þessar pínkuponsulitlu örsögur sem verða saman að langvarandi bergmáli verða ólíkt snöppunum dýpri og merkingarbærari eftir því sem áhorfandinn gefur þeim meiri gaum, saman og í sundur.Alls konar boðskapur bergmálar um myndina en hver hann nákvæmlega er er undir hverjum og einum komið.Atriðin eru eins og brotin sem mynda þá línulaga og kræklóttu flækju sem lífið er eru alls konar; fyndin, sorgleg, falleg, átakanleg, öfugsnúin og stundum jafn banal og hversdagslegt brölt okkar er í eðli sínu. Það sem einum finnst fyndið þarna finnst öðrum fáránlegt eða eitthvað allt annað. Undir lokin birtist þó fallegasta sena sem sést hefur í íslensku bíói. Þið fattið það þegar þið sjáið það og hljótið að taka undir með mér. Í endinum skyldi upphafið skoða. Bergmál er ótrúlega íslensk en um leið sammannleg og tímalaus saga okkar allra þannig að maður þarf að horfast í augu við sjálfan sig og aðra á tjaldinu og getur jafnvel kynnst sjálfum sér öðruvísi í leiðinni.Niðurstaða: Rúnar Rúnarsson gefur fullkominn skít í hefðbundinn frásagnarhátt og ævafornar reglur Aristótelesar í þeim efnum með djarfri tilraun sem gerir talsverðar kröfur til áhorfenda sem uppskera ríkulega ef þeir nenna að leggja sitt af mörkum til verksins.Rúnar Rúnarsson kemur með Bergmáli aftan að áhorfendum með djörfu en ánægjulega óvæntu útspili....
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira