Duster-inn sem Francis fékk hefur verið sérhannaður til að mæta þörfum páfans. Sem dæmi hafa sérstaklega þægileg aftursæti verið sett í bílinn til að mæta þörfum gamals manns sem oft þarf að taka þátt í lögum skrúðgöngum.
Þá hefur einkar voldug sóllúga verið sett í bílinn auk þess sem glært sýningabox fylgdi bílnum sem í er hægt að sýna almúganum páfann.

Bíllinn var afhentur Vatíkaninu af Christophe Dridi yfirmanni Renault samsteypunnar í Rúmeníu og Xavier Martinet yfirmanni Renault á Ítalíu.
Þessi bíll er þó ekki fyrstu Dacia bíllinn sem páfinn eignast. Hann notaði óbreyttan Dacia Logan í opinberri heimsókn til Armeníu árið 2016. Núverandi páfi vill ýta undir sparneytni og nægjusemi. Fyrirrennarar hans hafa verið hylltari undir Mercedes-Benz og Range Rover.
