Launakostnaður sá sami þrátt fyrir fækkun sveitarstjóra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 12:00 Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs. aðsend Ekki er gert ráð fyrir sparnaði vegna launakostnaðar eftir að sameining fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi gengur í gegn, jafnvel þótt sveitarstjórum og kjörnum fulltrúum fækki. Líkt og kunnugt er samþykktu íbúar Djúpavogs, Seyðisfjarðar, Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar eystri sameiningu í íbúakosningu í lok október. Stefnt er að því að sveitarstjórnarkosningar fari fram í nýju sameinuðu sveitarfélagi þann 18. apríl. Undirbúningur sameiningarinnar er nú í fullum gangi að sögn Björns Ingimarssonar, bæjarstjóra á Fljótsdalshéraði og formanns sameiningarnefndar.Sjá einnig: Stefna á kosningar til sveitarstjórnar 18. apríl „Við höfum ekki verið að horfa endilega til mikillar hagræðingar í krónum talið en við höfum verið að horfa til þess að geta í rauninni, út frá kannski svipuðum mannafla, öflugri stjórnsýslu,“ segir Björn. Gert er ráð fyrir að ellefu fulltrúar myndi sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags. Þá verða þriggja manna heimastjórnir í hverju hinna fjögurra gömlu sveitarfélaga sem hafa völd til að taka ákvarðanir í afmörkuðum málum á hverju svæði. Við sameiningu fækkar sveitarstjórum úr fjórum í einn en við fjárhagslega greiningu var ekki lagt upp með að leita sparnaðartækifæra. „Hins vegar er von á því að við séum að fá út úr þessu töluvert meira. Við erum að horfa líka á í rauninni betri kjör, við erum með færri kjörna fulltrúa ef við erum að horfa á allt nefndarfyrirkomulagið, en við erum að horfa á töluvert betri kjör fyrir kjörna fulltrúa heldur en við erum að upplifa í dag,“ segir Björn. Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Sjá meira
Ekki er gert ráð fyrir sparnaði vegna launakostnaðar eftir að sameining fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi gengur í gegn, jafnvel þótt sveitarstjórum og kjörnum fulltrúum fækki. Líkt og kunnugt er samþykktu íbúar Djúpavogs, Seyðisfjarðar, Fljótsdalshéraðs og Borgarfjarðar eystri sameiningu í íbúakosningu í lok október. Stefnt er að því að sveitarstjórnarkosningar fari fram í nýju sameinuðu sveitarfélagi þann 18. apríl. Undirbúningur sameiningarinnar er nú í fullum gangi að sögn Björns Ingimarssonar, bæjarstjóra á Fljótsdalshéraði og formanns sameiningarnefndar.Sjá einnig: Stefna á kosningar til sveitarstjórnar 18. apríl „Við höfum ekki verið að horfa endilega til mikillar hagræðingar í krónum talið en við höfum verið að horfa til þess að geta í rauninni, út frá kannski svipuðum mannafla, öflugri stjórnsýslu,“ segir Björn. Gert er ráð fyrir að ellefu fulltrúar myndi sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags. Þá verða þriggja manna heimastjórnir í hverju hinna fjögurra gömlu sveitarfélaga sem hafa völd til að taka ákvarðanir í afmörkuðum málum á hverju svæði. Við sameiningu fækkar sveitarstjórum úr fjórum í einn en við fjárhagslega greiningu var ekki lagt upp með að leita sparnaðartækifæra. „Hins vegar er von á því að við séum að fá út úr þessu töluvert meira. Við erum að horfa líka á í rauninni betri kjör, við erum með færri kjörna fulltrúa ef við erum að horfa á allt nefndarfyrirkomulagið, en við erum að horfa á töluvert betri kjör fyrir kjörna fulltrúa heldur en við erum að upplifa í dag,“ segir Björn.
Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Sjá meira