Nú má meta stafræna hæfni á heimasíðu VR Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. nóvember 2019 06:30 VR vill að fólk skoði kunnáttu sína í stafrænum heimi. Nordicphotos/Getty „Þegar talað er um stafræna hæfni dettur fólki fyrst í hug að það snúist um að kunna rosalega vel á tölvur. En þetta snýst kannski frekar um að þú kunnir að beita þekkingunni og færninni á réttan hátt,“ segir Selma Kristjánsdóttir, sérfræðingur í starfsmenntamálum hjá VR. VR hleypti í gær formlega af stokkunum verkefninu Stafræna hæfnihjólið sem er rafrænt sjálfspróf sem allir geta tekið á netinu sér að kostnaðarlausu. Markmiðið er að hjálpa félagsmönnum að undirbúa sig til að geta tekist á við aukna tækni í samfélaginu meðal annars í tengslum við umræðu um fjórðu iðnbyltinguna. „Við viljum líka ýta við fólki og láta það spyrja sig hvort það sé virkilega með góða stafræna hæfni. Þetta er eitthvað sem maður þarf alltaf að vera að endurskoða.“ Selma segir að verkefnið megi rekja til vinnu starfsmenntanefndar VR og starfsmenntastefnu félagsins. Síðan hafi þetta þróast út í samfélagslegt verkefni sem nýst getur öllum. „Þegar við fórum á stúfana og reyndum að finna með hvaða hætti við gætum komið til móts við félagsmenn okkar þá var kannski svolítið takmarkað í boði.“ Þau hafi fundið danskan vef sem fjallar um stafræna hæfni. Um hafi verið að ræða Evrópuverkefni sem byggir á helstu þáttum sem ESB hafi skilgreint sem meginþætti stafrænnar hæfni. „Í staðinn fyrir að finna upp hjólið spurðum við hvort við gætum ekki bara nýtt okkur þeirra hjól og farið í samstarf. Það var tekið mjög vel í það og núna er búið að þýða þetta yfir á íslensku og gera opið og aðgengilegt öllum.“ Í prófinu er stafrænni hæfni skipt upp í fjóra meginflokka; öryggi, upplýsingar, framkvæmd og samskipti. Selma viðurkennir hlæjandi að prófið, sem alls telur 63 spurningar, sé leiðinlega langt. „En þetta er auðvitað eitthvað sem þú ert ekkert að taka neitt rosalega oft. Þú þarft svolítið að hugsa þetta og vera samkvæmur sjálfum þér til þess að fá eins raunhæfar niðurstöður og mögulegt er. Þá kannski sérðu eitthvað sem þú þarft að huga betur að,“ segir Selma. Hún segist sérstaklega ánægð með að fræðslusetrið Starfsmennt hafi fengið vilyrði um styrk til að útbúa námskeið til að fylgja niðurstöðum prófsins eftir. „Ef það eru einhverjir þættir sem ákveðinn hópur eða ákveðnir einstaklingar þurfa að skerpa á þá munum við í framtíðinni líka fá lausn til að koma til móts við þá.“ Hægt er að taka prófið á vef VR. Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
„Þegar talað er um stafræna hæfni dettur fólki fyrst í hug að það snúist um að kunna rosalega vel á tölvur. En þetta snýst kannski frekar um að þú kunnir að beita þekkingunni og færninni á réttan hátt,“ segir Selma Kristjánsdóttir, sérfræðingur í starfsmenntamálum hjá VR. VR hleypti í gær formlega af stokkunum verkefninu Stafræna hæfnihjólið sem er rafrænt sjálfspróf sem allir geta tekið á netinu sér að kostnaðarlausu. Markmiðið er að hjálpa félagsmönnum að undirbúa sig til að geta tekist á við aukna tækni í samfélaginu meðal annars í tengslum við umræðu um fjórðu iðnbyltinguna. „Við viljum líka ýta við fólki og láta það spyrja sig hvort það sé virkilega með góða stafræna hæfni. Þetta er eitthvað sem maður þarf alltaf að vera að endurskoða.“ Selma segir að verkefnið megi rekja til vinnu starfsmenntanefndar VR og starfsmenntastefnu félagsins. Síðan hafi þetta þróast út í samfélagslegt verkefni sem nýst getur öllum. „Þegar við fórum á stúfana og reyndum að finna með hvaða hætti við gætum komið til móts við félagsmenn okkar þá var kannski svolítið takmarkað í boði.“ Þau hafi fundið danskan vef sem fjallar um stafræna hæfni. Um hafi verið að ræða Evrópuverkefni sem byggir á helstu þáttum sem ESB hafi skilgreint sem meginþætti stafrænnar hæfni. „Í staðinn fyrir að finna upp hjólið spurðum við hvort við gætum ekki bara nýtt okkur þeirra hjól og farið í samstarf. Það var tekið mjög vel í það og núna er búið að þýða þetta yfir á íslensku og gera opið og aðgengilegt öllum.“ Í prófinu er stafrænni hæfni skipt upp í fjóra meginflokka; öryggi, upplýsingar, framkvæmd og samskipti. Selma viðurkennir hlæjandi að prófið, sem alls telur 63 spurningar, sé leiðinlega langt. „En þetta er auðvitað eitthvað sem þú ert ekkert að taka neitt rosalega oft. Þú þarft svolítið að hugsa þetta og vera samkvæmur sjálfum þér til þess að fá eins raunhæfar niðurstöður og mögulegt er. Þá kannski sérðu eitthvað sem þú þarft að huga betur að,“ segir Selma. Hún segist sérstaklega ánægð með að fræðslusetrið Starfsmennt hafi fengið vilyrði um styrk til að útbúa námskeið til að fylgja niðurstöðum prófsins eftir. „Ef það eru einhverjir þættir sem ákveðinn hópur eða ákveðnir einstaklingar þurfa að skerpa á þá munum við í framtíðinni líka fá lausn til að koma til móts við þá.“ Hægt er að taka prófið á vef VR.
Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira