Katalónskir aðskilnaðarsinnar opna á stuðning við stjórn sósíalista Atli Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2019 08:53 Pedro Sanches, leiðtogi Sósíalistaflokksins og starfandi forsætisráðherra. Getty Stærsti flokkur katalónskra aðskilnaðarsinna hefur samþykkt að styðja nýja stjórn spænskra sósíalista í skiptum fyrir viðræður um sjálfstæði héraðsins.BBC greinir frá því að 95 prósent þeirra flokksmanna Esquerra Republicana de Catalunya (ERC) sem greiddu atkvæði hafi lýst yfir stuðningi við tillöguna. ERC er einn þeirra flokka sem er í oddastöðu á spænska þinginu eftir kosningarnar fyrr í mánuðinum þar sem Sósíalistaflokki Pedro Sanchez, starfandi forsætisráðherra, mistókst að ná meirihluta. Spænskir fjölmiðlar segja að fulltrúar ERC ætli nú að hefja viðræður við Sósíalista um mögulegan stuðning við stjórn Sanchez. Sósíalistar vinna nú að því ásamt Podemos-flokknum að mynda nýja stjórn. Saman eru flokkarnir tveir með 155 þingsæti, en 176 krefst til þess að vera með meirihluta á þinginu. Þingflokkur ERC telur þrettán þingmenn. Takist Sanchez að fá einhvern af smærri vinstriflokkunum eða þjóðernisflokki Baska einnig að borðinu gæti hann því leitt ríkisstjórn áfram. Sanchez tók við embætti forsætisráðherra Spánar í júní 2018. Sósíalistaflokkurinn hefur talað gegn því að veita Katalónum löglega þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Þó hefur flokkurinn viðurkennt að bæði Katalónía og Baskaland séu ekki einungis héröð, heldur lifi þar sérstakar þjóðir. Oriol Junqueras er leiðtogi ERC, en Junqueras var dæmdur í fangelsi í haust fyrir aðkomu sína að þjóðaratkvæðagreiðslunni í Katalóníu árið 2017 sem dæmd var ólögleg. ERC er jafnaðarmannaflokkur og hlaut þremur þingsætum fleiri en hægrisinnaði aðskilnaðarflokkur Katalóna, Junts per Catalunya. Kosningarnar á Spáni fyrr í mánuðinum voru þær fjórðu í landinu á fjórum árum og aðrar kosningarnar á þessu ári. Hægriflokkar bættu við sig fylgi, sérstaklega hægriöfgaflokkurinn Vox, en Sósíalistaflokkurinn er þó áfram stærstur á þingi. Ný könnun á vegum héraðsstjórnar Katalóníu bendir til að dregið hafi úr stuðningi við sjálfstæði héraðsins. Þannig segjast 48,8 prósent aðspurðra vera mótfallin sjálfstæði, en 41,9 prósent fylgjandi. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Sósíalistar stefna að því að mynda ríkisstjórn hratt Þingkosningar sem áttu að binda enda á þrátefli á spænska þinginu leiddu aðeins fram enn frekari flokkadrætti en áður. 11. nóvember 2019 16:21 Sameinast um að mynda stjórn Sósíalistaflokkurinn og Podemos hafa náð samkomulagi um að mynda ríkisstjórn á Spáni. Eftir kosningarnar sem fram fóru sunnudaginn 10. nóvember vantar þá þó enn um 20 þingmenn til að ná meirihluta á þinginu. 13. nóvember 2019 07:15 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Stærsti flokkur katalónskra aðskilnaðarsinna hefur samþykkt að styðja nýja stjórn spænskra sósíalista í skiptum fyrir viðræður um sjálfstæði héraðsins.BBC greinir frá því að 95 prósent þeirra flokksmanna Esquerra Republicana de Catalunya (ERC) sem greiddu atkvæði hafi lýst yfir stuðningi við tillöguna. ERC er einn þeirra flokka sem er í oddastöðu á spænska þinginu eftir kosningarnar fyrr í mánuðinum þar sem Sósíalistaflokki Pedro Sanchez, starfandi forsætisráðherra, mistókst að ná meirihluta. Spænskir fjölmiðlar segja að fulltrúar ERC ætli nú að hefja viðræður við Sósíalista um mögulegan stuðning við stjórn Sanchez. Sósíalistar vinna nú að því ásamt Podemos-flokknum að mynda nýja stjórn. Saman eru flokkarnir tveir með 155 þingsæti, en 176 krefst til þess að vera með meirihluta á þinginu. Þingflokkur ERC telur þrettán þingmenn. Takist Sanchez að fá einhvern af smærri vinstriflokkunum eða þjóðernisflokki Baska einnig að borðinu gæti hann því leitt ríkisstjórn áfram. Sanchez tók við embætti forsætisráðherra Spánar í júní 2018. Sósíalistaflokkurinn hefur talað gegn því að veita Katalónum löglega þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Þó hefur flokkurinn viðurkennt að bæði Katalónía og Baskaland séu ekki einungis héröð, heldur lifi þar sérstakar þjóðir. Oriol Junqueras er leiðtogi ERC, en Junqueras var dæmdur í fangelsi í haust fyrir aðkomu sína að þjóðaratkvæðagreiðslunni í Katalóníu árið 2017 sem dæmd var ólögleg. ERC er jafnaðarmannaflokkur og hlaut þremur þingsætum fleiri en hægrisinnaði aðskilnaðarflokkur Katalóna, Junts per Catalunya. Kosningarnar á Spáni fyrr í mánuðinum voru þær fjórðu í landinu á fjórum árum og aðrar kosningarnar á þessu ári. Hægriflokkar bættu við sig fylgi, sérstaklega hægriöfgaflokkurinn Vox, en Sósíalistaflokkurinn er þó áfram stærstur á þingi. Ný könnun á vegum héraðsstjórnar Katalóníu bendir til að dregið hafi úr stuðningi við sjálfstæði héraðsins. Þannig segjast 48,8 prósent aðspurðra vera mótfallin sjálfstæði, en 41,9 prósent fylgjandi.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Sósíalistar stefna að því að mynda ríkisstjórn hratt Þingkosningar sem áttu að binda enda á þrátefli á spænska þinginu leiddu aðeins fram enn frekari flokkadrætti en áður. 11. nóvember 2019 16:21 Sameinast um að mynda stjórn Sósíalistaflokkurinn og Podemos hafa náð samkomulagi um að mynda ríkisstjórn á Spáni. Eftir kosningarnar sem fram fóru sunnudaginn 10. nóvember vantar þá þó enn um 20 þingmenn til að ná meirihluta á þinginu. 13. nóvember 2019 07:15 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Sósíalistar stefna að því að mynda ríkisstjórn hratt Þingkosningar sem áttu að binda enda á þrátefli á spænska þinginu leiddu aðeins fram enn frekari flokkadrætti en áður. 11. nóvember 2019 16:21
Sameinast um að mynda stjórn Sósíalistaflokkurinn og Podemos hafa náð samkomulagi um að mynda ríkisstjórn á Spáni. Eftir kosningarnar sem fram fóru sunnudaginn 10. nóvember vantar þá þó enn um 20 þingmenn til að ná meirihluta á þinginu. 13. nóvember 2019 07:15