Spenna og illska Bryndís Silja Pálmadóttir skrifar 25. nóvember 2019 15:00 *** Fjötrar Sólveig Pálsdóttir Útgefandi: Salka Fjöldi síðna: 286Aðdáendur glæpasögunnar eru eflaust kampakátir, enda jólabókaflóðið sjaldan verið stærra en í ár og glæpasögurnar taka þar sitt pláss að venju . Fjötrar eftir Sólveigu Pálsdóttur er meðal þeirra en skáldsagan er sú fimmta úr smiðju Sólveigar og sjálfstætt framhald fyrri verka úr sama afmarkaða sagnaheiminum. Þegar kona á fertugsaldri finnst látin í fangelsinu á Hólmsheiði fara Guðgeir og félagar hans á stúfana. Í fyrstu er talið að konan hafi fyrirfarið sér en þegar lögreglan fer að grafa dýpra í málið áttar Guðgeir sig á því að ekki er allt með felldu. Á sama tíma grátbiður ung samfélagsmiðlastjarna hann um að líta nánar á tuttugu ára gamalt mannshvarf. Þegar Guðgeir verður við beiðninni snýst samfélagsmiðlastjörnunni þó hugur og krefst þess að lögreglumaðurinn láti málið afskiptalaust. Guðgeir er óumdeilanlega söguhetja Fjötra þrátt fyrir að aðrar persónur séu þar einnig í forgrunni, líkt og lögreglukonan Guðrún sem hefur fengið sinn sess í fyrri verkum Sólveigar. Guðgeir býr yfir ýmsum eiginleikum sem hægt er að eigna erkitýpu glæpasagnahetjunnar. Hann er með siðferðisáttavitann upp á tíu, kvikur og feikna snjall. Á sama tíma er illmennið, sem lesandi fær kynni af þegar líður á söguna, holdgervingur illskunnar. Það er heilmikið í gangi í Fjötrum og f létta verksins er spennandi þar til líða fer á lok verksins þegar lopinn er orðinn frekar teygður. Þá fer illmennið líka að færa sig upp á skaptið til að næla í athygli lesanda með alls konar viðbjóði. Smám saman verða tengsl persónanna svo ljós og sagan smellur saman þegar fortíðin fer að bíta í söguhetjurnar. Nokkuð er um vísanir í fyrri ævintýri Guðgeirs og félaga í Fjötrum þar sem gert er ráð fyrir að lesandi þekki til þeirra. Það verður til þess að eyður myndast í söguþræðinum án þess að lesandi nái að lesa á milli línanna. Það er heldur ekki beint hægt að segja að sögulokin séu óvænt því flestir sem eru ekki að lesa sína fyrstu glæpasögu eru búnir að leggja saman tvo og tvo og átta sig á endalokunum áður en dregur til þeirra. Í heildina litið er Fjötrar ágætis glæpasaga, lesandinn finnur aðeins of mikið fyrir því hversu mörgum ævintýrum Guðgeir hefur lent í og endinn hefði mátt vinna betur.NIÐURSTAÐA: Fínasta afþreying, spennandi flétta en með fyrirsjáanlegum endi. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
*** Fjötrar Sólveig Pálsdóttir Útgefandi: Salka Fjöldi síðna: 286Aðdáendur glæpasögunnar eru eflaust kampakátir, enda jólabókaflóðið sjaldan verið stærra en í ár og glæpasögurnar taka þar sitt pláss að venju . Fjötrar eftir Sólveigu Pálsdóttur er meðal þeirra en skáldsagan er sú fimmta úr smiðju Sólveigar og sjálfstætt framhald fyrri verka úr sama afmarkaða sagnaheiminum. Þegar kona á fertugsaldri finnst látin í fangelsinu á Hólmsheiði fara Guðgeir og félagar hans á stúfana. Í fyrstu er talið að konan hafi fyrirfarið sér en þegar lögreglan fer að grafa dýpra í málið áttar Guðgeir sig á því að ekki er allt með felldu. Á sama tíma grátbiður ung samfélagsmiðlastjarna hann um að líta nánar á tuttugu ára gamalt mannshvarf. Þegar Guðgeir verður við beiðninni snýst samfélagsmiðlastjörnunni þó hugur og krefst þess að lögreglumaðurinn láti málið afskiptalaust. Guðgeir er óumdeilanlega söguhetja Fjötra þrátt fyrir að aðrar persónur séu þar einnig í forgrunni, líkt og lögreglukonan Guðrún sem hefur fengið sinn sess í fyrri verkum Sólveigar. Guðgeir býr yfir ýmsum eiginleikum sem hægt er að eigna erkitýpu glæpasagnahetjunnar. Hann er með siðferðisáttavitann upp á tíu, kvikur og feikna snjall. Á sama tíma er illmennið, sem lesandi fær kynni af þegar líður á söguna, holdgervingur illskunnar. Það er heilmikið í gangi í Fjötrum og f létta verksins er spennandi þar til líða fer á lok verksins þegar lopinn er orðinn frekar teygður. Þá fer illmennið líka að færa sig upp á skaptið til að næla í athygli lesanda með alls konar viðbjóði. Smám saman verða tengsl persónanna svo ljós og sagan smellur saman þegar fortíðin fer að bíta í söguhetjurnar. Nokkuð er um vísanir í fyrri ævintýri Guðgeirs og félaga í Fjötrum þar sem gert er ráð fyrir að lesandi þekki til þeirra. Það verður til þess að eyður myndast í söguþræðinum án þess að lesandi nái að lesa á milli línanna. Það er heldur ekki beint hægt að segja að sögulokin séu óvænt því flestir sem eru ekki að lesa sína fyrstu glæpasögu eru búnir að leggja saman tvo og tvo og átta sig á endalokunum áður en dregur til þeirra. Í heildina litið er Fjötrar ágætis glæpasaga, lesandinn finnur aðeins of mikið fyrir því hversu mörgum ævintýrum Guðgeir hefur lent í og endinn hefði mátt vinna betur.NIÐURSTAÐA: Fínasta afþreying, spennandi flétta en með fyrirsjáanlegum endi.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Selena komin með hring Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira