Írakskar öryggissveitir skutu mótmælendur á færi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 12:28 Írakskir mótmælendur kveikja elda úti á götum. getty/Murtadha Sudani Írakskar öryggissveitir skutu mótmælendur á færi í suður Írak og minnst fimm létust. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Minnst tveir létust og fimmtíu særðust til viðbótar nærri hafnarborginni Basra á sunnudag. Seint á laugardag létust minnst þrír mótmælendur og fjörutíu aðrir voru særðir í Nasiriya. Síðan ofbeldið hófst í október hafa meira en 300 manns látist og þúsundir særst. Írakskur almenningur hefur leitað út á götur og krefjast þess að spilling verði upprætt, fleiri störf verði búin til og betri almannaþjónustu. Mótmælin hafa haft mest áhrif í suðurhluta Írak og í höfuðborginni, Bagdad.Írakskir mótmælendur hafa sett upp vegtálma.getty/Murtadha SudaniÁ sunnudag kveiktu mótmælendur elda fyrir framan opinberar byggingar, settu upp vegatálma á brúm og lokuðu skólum í Nasiriya, sem er um 300 km. suður af Bagdad. Yfirvöld hafa reynt ýmislegt til að opna aftur skóla, en sunnudagar eru fyrsti dagur vinnuvikunnar í Írak, en mótmælendur hafa hundsað þær tilraunir. Seint á laugardag þurftu heilbrigðisyfirvöld að flytja börn úr sjúkrahúsi í miðborg Nasiriya eftir að táragas barst inn í bygginguna eftir átök milli lögreglu og mótmælenda, samkvæmt fréttastofu Reuters. Í borginni Basra, hafa mótmælendur sett upp vegatálma á öllum helstu umferðaræðum sem liggja til hafnarborgarinnar Umm Qasr. Einnig kom til átakanna í heilögu borginni Karbala í nótt og talið er að um 35 manns hafi særst.Atvinnuleysi og spilling Rétt rúmt ár er síðan Adel Abdul Mahdi, forsætisráðherra, tók við embættinu og lofaði hann ýmsum úrbætum sem enn hafa ekki orðið að veruleika. Ungir Írakar héldu út á götur til að mótmæla þann 1. október síðastliðinn og kröfðust þess að eitthvað yrði gert í háu atvinnuleysishlutfalli, viðvarandi spillingu og lélegri almannaþjónustu.getty/Murtadha SudaniMótmælin stigmögnuðust og breiddust út um landið eftir að mótmælandi var drepinn. Eftir fyrstu mótmælabylgjuna, sem varði í sex daga og 149 létust í, lofaði Abdul Mahdi að hann myndi skipta fólki út í ríkisstjórn sinni, lækka laun hjá hátt settum starfsmönnum og setti fram áætlun um að minnka atvinnuleysi meðal ungmenna. Mótmælendur tóku ekki vel í þetta, sögðu að kröfum þeirra hafi verið mætt og hófu mótmæli að nýju í lok október. Barham Saleh, forseti Írak, hefur sagt að Abdul Mahdi muni segja af sér takist stjórnmálaflokkum að komast að samkomulagi um það hver muni taka við. Írak Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Írakskar öryggissveitir skutu mótmælendur á færi í suður Írak og minnst fimm létust. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Minnst tveir létust og fimmtíu særðust til viðbótar nærri hafnarborginni Basra á sunnudag. Seint á laugardag létust minnst þrír mótmælendur og fjörutíu aðrir voru særðir í Nasiriya. Síðan ofbeldið hófst í október hafa meira en 300 manns látist og þúsundir særst. Írakskur almenningur hefur leitað út á götur og krefjast þess að spilling verði upprætt, fleiri störf verði búin til og betri almannaþjónustu. Mótmælin hafa haft mest áhrif í suðurhluta Írak og í höfuðborginni, Bagdad.Írakskir mótmælendur hafa sett upp vegtálma.getty/Murtadha SudaniÁ sunnudag kveiktu mótmælendur elda fyrir framan opinberar byggingar, settu upp vegatálma á brúm og lokuðu skólum í Nasiriya, sem er um 300 km. suður af Bagdad. Yfirvöld hafa reynt ýmislegt til að opna aftur skóla, en sunnudagar eru fyrsti dagur vinnuvikunnar í Írak, en mótmælendur hafa hundsað þær tilraunir. Seint á laugardag þurftu heilbrigðisyfirvöld að flytja börn úr sjúkrahúsi í miðborg Nasiriya eftir að táragas barst inn í bygginguna eftir átök milli lögreglu og mótmælenda, samkvæmt fréttastofu Reuters. Í borginni Basra, hafa mótmælendur sett upp vegatálma á öllum helstu umferðaræðum sem liggja til hafnarborgarinnar Umm Qasr. Einnig kom til átakanna í heilögu borginni Karbala í nótt og talið er að um 35 manns hafi særst.Atvinnuleysi og spilling Rétt rúmt ár er síðan Adel Abdul Mahdi, forsætisráðherra, tók við embættinu og lofaði hann ýmsum úrbætum sem enn hafa ekki orðið að veruleika. Ungir Írakar héldu út á götur til að mótmæla þann 1. október síðastliðinn og kröfðust þess að eitthvað yrði gert í háu atvinnuleysishlutfalli, viðvarandi spillingu og lélegri almannaþjónustu.getty/Murtadha SudaniMótmælin stigmögnuðust og breiddust út um landið eftir að mótmælandi var drepinn. Eftir fyrstu mótmælabylgjuna, sem varði í sex daga og 149 létust í, lofaði Abdul Mahdi að hann myndi skipta fólki út í ríkisstjórn sinni, lækka laun hjá hátt settum starfsmönnum og setti fram áætlun um að minnka atvinnuleysi meðal ungmenna. Mótmælendur tóku ekki vel í þetta, sögðu að kröfum þeirra hafi verið mætt og hófu mótmæli að nýju í lok október. Barham Saleh, forseti Írak, hefur sagt að Abdul Mahdi muni segja af sér takist stjórnmálaflokkum að komast að samkomulagi um það hver muni taka við.
Írak Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira