Trönuberjasósa: Sætbeiskar C-vítamínsprengjur Brynhildur Björnsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 09:00 Trönuberjasósa er ómissandi á borðum þar sem kalkúnn er fyrir. Trönuber eru meðal fárra berja og ávaxta sem eru upprunalega sjálfsprottin í Norður-Ameríku og draga nafn sitt af útliti berjanna með stilkum og blómum sem þýskir og hollenskir landnemar töldu að líktust fuglinum trönu. Trönuber og skyld ber vaxa þó víðar en í Bandaríkjunum, t.d. í Bretlandi og jafnvel á Norðurlöndunum en þó eru trönuberin ekki eins milli heimsálfa. Í Bretlandi eru skyld ber stundum kölluð fenjaber. Trönuberjarunnar eru sígrænir og lávaxnir, þeir geta teygt úr sér yfir tveggja metra svæði en ná sjaldnast meira en 20 sentimetra hæð. Berin eru þroskuð á haustin, jafnvel fram í nóvember svo það er ekki skrítið að þau séu nýtt á þessum árstíma. Fersk trönuber eru sætbeisk á bragðið og er því algengara að þau séu notuð í sósur, sultur og safa auk þess sem þurrkuð trönuber eru hreinasta lostæti. Þurrkuð trönuber eru bragðgóð ein og sé en líka góð í kökur og brauð. Talið er að Narrangasett indíánar á því svæði Bandaríkjanna sem nú er Nýja-England hafi um aldir nýtt trönuber sem fæðu og sem litarefni. Norðuramerískir sjómenn tóku gjarna trönuber með sér á sjó sem C-vítamín gjafa og það er kannski hluti af þeim tilfinningatengslum sem eru milli Bandaríkjamanna og trönuberja. Trönuberjaafurðir eru taldar hafa ýmis góð áhrif á heilsufar, til dæmis er trönuberjasafi talinn vinna gegn þvagfærasýkingum þó litlar sem engar rannsóknir staðfesti það. Einnig er talað um að trönuberjaneysla geti unnið gegn hjartasjúkdómum. Unnið er að rannsóknum á áhrifum virkra efna í trönuberjum á myndun nýrnasteina og sem verndandi efni fyrir glerung tanna. Trönuberjasósa hefur verið hluti af þakkargjörðarhátíðahöldum Bandaríkjamanna frá upphafi því sagan segir að trönuber hafi verið á boðstólum í málsverðinum sem indíánar færðu fyrstu landnemunum á 17. öld þegar vetur gekk í garð, sýndu þeim ætilegar gjafir náttúrunnar og björguðu þannig lífi þeirra og þakkargjörðarhátíðin dregur nafn sitt af. Hún þykir ómissandi með kalkúni og því einnig vinsæl á jólaborðum og í afleiddum mat svo sem samlokum og kássum. Þurrkuð trönuber eru notuð í bakstur á svipaðan hátt og rúsínur og mikið notaðar í múffur, sandkökur og sætt brauð. Trönuberjasafi er einnig vinsæll til drykkjar og í ýmsar blöndur, til dæmis er hann eitt innihaldsefnið í hinu fræga hanastéli Cosmopolitan sem var uppáhaldsdrykkur vinkvennanna knáu í sjónvarpsþáttunum Sex and the City. Íslendingar eiga ekki trönuberjahefð en með hnattvæðingu mataræðis er hægt að fá frosin og þurrkuð trönuber í flestum verslunum og einnig sósur, sultur og safa. Hér á eftir fylgir uppskrift að trönuberjasósu sem gerir kalkún enn ljúffengari. Trönuberjasósa 500 g frosin trönuber Safinn úr tveimur appelsínum og rifinn börkur af einni 30 g eða ein msk. dökkur púðursykur Kanelstöng Blandið öllum innihaldsefnum saman í pott og látið sjóða þar til trönuberin springa sem tekur um það bil 15 mínútur. Birtist í Fréttablaðinu Sósur Uppskriftir Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið
Trönuber eru meðal fárra berja og ávaxta sem eru upprunalega sjálfsprottin í Norður-Ameríku og draga nafn sitt af útliti berjanna með stilkum og blómum sem þýskir og hollenskir landnemar töldu að líktust fuglinum trönu. Trönuber og skyld ber vaxa þó víðar en í Bandaríkjunum, t.d. í Bretlandi og jafnvel á Norðurlöndunum en þó eru trönuberin ekki eins milli heimsálfa. Í Bretlandi eru skyld ber stundum kölluð fenjaber. Trönuberjarunnar eru sígrænir og lávaxnir, þeir geta teygt úr sér yfir tveggja metra svæði en ná sjaldnast meira en 20 sentimetra hæð. Berin eru þroskuð á haustin, jafnvel fram í nóvember svo það er ekki skrítið að þau séu nýtt á þessum árstíma. Fersk trönuber eru sætbeisk á bragðið og er því algengara að þau séu notuð í sósur, sultur og safa auk þess sem þurrkuð trönuber eru hreinasta lostæti. Þurrkuð trönuber eru bragðgóð ein og sé en líka góð í kökur og brauð. Talið er að Narrangasett indíánar á því svæði Bandaríkjanna sem nú er Nýja-England hafi um aldir nýtt trönuber sem fæðu og sem litarefni. Norðuramerískir sjómenn tóku gjarna trönuber með sér á sjó sem C-vítamín gjafa og það er kannski hluti af þeim tilfinningatengslum sem eru milli Bandaríkjamanna og trönuberja. Trönuberjaafurðir eru taldar hafa ýmis góð áhrif á heilsufar, til dæmis er trönuberjasafi talinn vinna gegn þvagfærasýkingum þó litlar sem engar rannsóknir staðfesti það. Einnig er talað um að trönuberjaneysla geti unnið gegn hjartasjúkdómum. Unnið er að rannsóknum á áhrifum virkra efna í trönuberjum á myndun nýrnasteina og sem verndandi efni fyrir glerung tanna. Trönuberjasósa hefur verið hluti af þakkargjörðarhátíðahöldum Bandaríkjamanna frá upphafi því sagan segir að trönuber hafi verið á boðstólum í málsverðinum sem indíánar færðu fyrstu landnemunum á 17. öld þegar vetur gekk í garð, sýndu þeim ætilegar gjafir náttúrunnar og björguðu þannig lífi þeirra og þakkargjörðarhátíðin dregur nafn sitt af. Hún þykir ómissandi með kalkúni og því einnig vinsæl á jólaborðum og í afleiddum mat svo sem samlokum og kássum. Þurrkuð trönuber eru notuð í bakstur á svipaðan hátt og rúsínur og mikið notaðar í múffur, sandkökur og sætt brauð. Trönuberjasafi er einnig vinsæll til drykkjar og í ýmsar blöndur, til dæmis er hann eitt innihaldsefnið í hinu fræga hanastéli Cosmopolitan sem var uppáhaldsdrykkur vinkvennanna knáu í sjónvarpsþáttunum Sex and the City. Íslendingar eiga ekki trönuberjahefð en með hnattvæðingu mataræðis er hægt að fá frosin og þurrkuð trönuber í flestum verslunum og einnig sósur, sultur og safa. Hér á eftir fylgir uppskrift að trönuberjasósu sem gerir kalkún enn ljúffengari. Trönuberjasósa 500 g frosin trönuber Safinn úr tveimur appelsínum og rifinn börkur af einni 30 g eða ein msk. dökkur púðursykur Kanelstöng Blandið öllum innihaldsefnum saman í pott og látið sjóða þar til trönuberin springa sem tekur um það bil 15 mínútur.
Birtist í Fréttablaðinu Sósur Uppskriftir Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið