Friðarsinnuðu róttæklingarnir í Eskihlíðinni Björn Þorfinnsson skrifar 23. nóvember 2019 11:00 Nóam Óli, Steinunn, Böðvar og Stefán á heimili sínu í Eskihlíðinni. Fjölskyldan hefur í nógu að snúast þessi dægrin. fréttablaðið/sigtryggur ari Þrátt fyrir mikið annríki hjá fjölskyldunni þessi dægrin finna þau tíma til þess að taka á móti blaðamanni og ljósmyndara á heimili sínu í Hlíðunum. Í desember ríkir eins konar vertíð hjá þeim, sérstaklega hjá Stefáni, enda fá ansi mörg starfsmannafélög þá flugu í höfuðið rétt fyrir jól að fá hann til þess að standa fyrir jólabjórskynningu á vinnustaðnum. Á meðan Steinunn brasar ásamt kollegum sínum við að koma saman fjárlögum næsta árs þá er eldri sonurinn, Nóam Óli, varla kominn niður á jörðina ennþá eftir frækinn sigur hans og skólafélaganna í hæfileikakeppninni Skrekk á dögunum. Þar söng hópurinn frumsamið lag um það að koma út úr skápnum.Fullkomið tilgangsleysi Fyrsta spurning viðtalsins hrýtur þó af vörum yngri sonarins, hins tíu ára gamla Böðvars, þegar við erum að koma okkur fyrir í stofunni. Hann horfir fullur réttmætrar tortryggni á blaðamann og spyr: „Af hverju ertu eiginlega að þessu?“ Alls konar tilvistarlegar vangaveltur þjóta um huga blaðamanns en ekkert augljóst svar kemur þó í hugann. Fjölskyldufaðirinn stekkur þó blessunarlega til varnar. „Það þarf að vera eitthvert efni með auglýsingunum,“ segir Stefán. Sjaldan hefur sósíalisti varið kapítalista með jafn fimlegum hætti. Á stofuborðinu er smá rusl sem Steinunn tínir upp og segir afsakandi að sé eftir framleiðslu á barmmerkjum. Fyrir málstað hernaðarandstæðinga. Það hafa ófá barmmerkin verið framleidd á þessu heimili. „Sennilega náði barmmerkjagerðin hámarki þegar við framleiddum merki til stuðnings R-listanum í borginni á sínum tíma í þúsundatali. Það er smá handavinna við hvert og eitt merki og ég fæ enn verk í puttana við að hugsa um þann tíma,“ segir Steinunn. Steinunn er fædd í Neskaupstað og ólst þar upp að hluta en einnig í austurbæ Kópavogs. Hún fór ung að skipta sér af pólitík og snemma á menntaskólaaldri hóf hún afskipti af pólitík í gegnum ungliðahreyfingu Alþýðubandalagsins.Ákvað sig átta ára Stefán hóf einnig snemma afskipti af stjórnmálum. „Móðir mín var formaður Samtaka herstöðvaandstæðinga og því er ég alinn upp af róttæklingum. Ég var í raun búinn að mynda mér skoðun í helstu málum um átta ára aldur. Þá var ég orðinn sósíalisti, friðarsinni, Framari og farinn að halda með liði á Englandi. Ég veit ekki hvort það þykir endilega þroskamerki að hafa bara klárað hugsjónapallettuna svona snemma,“ segir Stefán brosandi. Þessi bráðgeri áhugi á stjórnmálum og hugsjónastarfi hefur einnig gripið elsta soninn. Nóam Óli segist ekki þekkja neitt annað en að mæta í mótmælagöngur, kertafleytingar og aðrar uppákomur því tengdar. Auk þess að mæta á alla mögulega viðburði með foreldrum sínum hefur hann einnig fundið sinn eigin farveg í loftslagsmótmælum grunnskólanemenda. Á fyrstu mótmælunum hvöttu vinir Nóams úr skólanum hann til að halda ræðu sem hann og gerði eftir að hafa hripað niður nokkur orð á símann sinn og tók síðan til máls. „Það er jú það sem maður gerir á mótmælum,“ segir faðirinn og ekki laust við að vera hreykinn. Pólitískar hugsjónir Böðvars hafa ekki enn brotist út með sama hætti þó að eflaust séu þær í gerjun. Blaðamaður hættir ekki á að spyrja drenginn út í þær. Af svipnum að dæma er drengurinn kominn á þá skoðun að spyrjandinn sé algjör fúskari.Glímt við MS í tvo áratugi Steinunn og Stefán fóru að rugla saman reytum upp úr aldamótum enda voru þau bæði virk í pólitísku starfi hjá ungum vinstrisinnum sem og í starfi herstöðvaandstæðinga. „Við erum svo gömul að við náðum að starfa í æskulýðsfylkingu Alþýðubandalagsins sáluga,“ segir Stefán. Þetta var umrótstími í lífi Steinunnar enda hafði hún aðeins nokkrum árum áður greinst með MS-sjúkdóminn og var að venjast lífinu við þá tilhugsun. Hún hefur því í meira en helming ævi sinnar glímt við sjúkdóminn og það er ljóst að fjölskyldan er samstíga í þeirri baráttu. Nóam Óli segist ekki þekkja neitt annað en þessa glímu móður sinnar. „Þetta hefur því aldrei verið neitt áfall eða skrítið. Sjúkdómurinn hefur bara alltaf verið til staðar,“ segir hann. Sjúkdómseinkenni Steinunnar lýsa sér fyrst og fremst í jafnvægis- og orkuleysi. Hún á það til að reka fæturna í og detta þegar síst skyldi. „Ég held að fólk haldi mjög oft að hún sé drukkin,“ segir Stefán. Steinunn jánkar því brosandi og bætir við að það sé rosalegur munur á því viðmóti sem hún fær ef hún er á gangi óstudd eða þá með hjálpartæki eins og staf, hækju eða hjólastól. „Ef ég geng við staf þá er fólk miklu hjálplegra. Þá dúkkar oft upp stóll til að setjast á og önnur slík hugulsemi. Að sama skapi þá fær maður augngotur ef maður stígur óstuddur út úr merktum bíl í stæði fyrir fatlaða,“ segir Steinunn.Skrifaði sig í hjólastólinn Steinunn lauk mannfræðiprófi frá HÍ en fór tæpum áratug síðar í meistaranám í fötlunarfræði. Þá hafði hún verið virk í starfi Öryrkjabandalagsins um nokkurra ára skeið. Lokaverkefni hennar snerist um reynslu fólks sem notar hjólastól af aðgengismálum. „Það má eiginlega segja að Steinunn hafi skrifað sig að því að fara að nota hjólastól,“ segir Stefán brosandi. Það fer eftir dögum hvort Steinunn treystir sér til þess að ganga óstudd, við staf eða notar hjólastól. „Þessi veikindi mín snúast fyrst og fremst um orkustjórnun. Ég þarf að meta hvað ég treysti mér til að gera gangandi,“ segir Steinunn. Hún nefnir sem dæmi friðargönguna á Þorláksmessu ár hvert. „Ég gæti kannski labbað niður Laugaveginn en þá væri ég búin á því næstu daga eftir gönguna. Við slík tækifæri vel ég því að nota hjólastólinn,“ segir Steinunn.fréttablaðið/sigtryggur ariHún settist fyrst á Alþingi sem varaþingmaður árið 2008 og segir að margt hafi breyst til batnaðar varðandi aðgengi þingmanna sem glíma við örorku að vinnu sinni. Viðhorfið hefur breyst. Ræðupúltinu var breytt. „Mín upplifun er að það sé reynt að koma til móts við þarfir varðandi aðgengi í byggingum og þegar ljóst er að ég þarf að nota hjólastól og aðgengi er erfitt á fundum sem ég þarf að sækja vinnunnar vegna hefur Alþingi séð til þess að ég fái aðstoðarmann.“ Aðspurð hvort það sé virkilega skemmtilegt að vinna á Alþingi játar hún það í fullri einlægni. „Þetta er mjög gefandi starf sem ég brenn fyrir. Það koma auðvitað erfiðar stundir inn á milli en þarna er hægt að móta hvernig samfélag við viljum. Það sem sjaldan birtist í fréttum er að oft er breið samstaða milli þingmanna um hin ýmsu framfaramál. Það eru deilurnar sem rata í fréttir. Starfsandinn er að mestu leyti góður þó að vissulega komi tímar þar sem þingmenn takast á,“ segir Steinunn.Feðgar með ást á fótbolta Á þessum tímapunkti er Böðvar orðinn afar óþreyjufullur. Hann hvíslar óþarflega hátt að viðtalið sé leiðinlegt. Greinilegt er að þarna er komin eindreginn stuðningsmaður yfirvofandi verkfalls blaðamanna, sérstaklega ef það varir um ókomna tíð. Blaðamaður kýs þá að beygja af leið og ræða það sem raunverulega skiptir máli. Fótbolta. Þá lifnar yfir Böðvari. Þeir feðgar eiga nefnilega fótboltaáhugann saman og þekkja ólíklegustu staðreyndir um enska boltann. „Böðvar safnaði fótboltaspjöldum af mikilli ástríðu og las þau spjaldanna á milli. Kannski ekki viðurkennd aðferð til þess að auka lestrarhæfni en hún virkaði,“ segir Stefán. Sjálfur er hann Framari út í gegn sem og eldheitur stuðningsmaður Luton Town, liðs sem kann best við sig í neðri deildum enska boltans. Böðvar hefur þó valið sér lið sem njóta öllu meiri velgengni, að minnsta kosti nú um stundir, Val og Manchester City. Aðspurður um hvort að það sé ekki erfitt að sjá soninn í rauðu segir Stefán: „Nei, nei, við sitjum bara ekki saman á leikjum.“ Steinunn og Nóam deila ekki áhuganum á fótboltanum. Nóam prófaði körfubolta og þeir feðgar lýsa fyrstu æfingunni hlæjandi sem hægfara lestarslysi. „Hann driplaði boltanum beint í trýnið á sér og fleira í þeim dúr. Ferillinn í boltaíþróttunum varð því ekki langur,“ segir Stefán. Nóam hefur síðan fundið sína fjöl í bogfimi sem hann stundar af kappi sem og í tónlistinni, eins og áður segir. „Ég hef verið í gítarnámi en síðan læri ég líka bara mikið sjálfur í gegnum YouTube,“ segir Nóam. Æfingarnar hafa borið ríkulegan ávöxt því atriði í kringum frumsamið lag Nóams og félaga í Hlíðaskóla sigraði í hæfileikakeppni Skrekks á dögunum. Nóam segir að til greina komi að taka lagið upp og gefa það út en síðan eru einnig stærri landvinningar mögulega við sjóndeildarhringinn. „Ég er í hljómsveit og við ætlum líklega að taka þátt í Músíktilraunum í ár. Það er að segja ef við komumst inn,“ segir Nóam.Kom út úr skápnum í sumar Sigurlagið títtnefnda fjallar um að koma út úr skápnum, tilfinningu sem Nóam þekkir af eigin raun. Hann fæddist sem stelpa en í sumar tilkynnti hann foreldrum sínum að hann væri strákur og ætlaði að taka upp nafnið sem hann ber í dag. „Ég byrjaði að átta mig á því um tíu ára aldurinn að ég væri hinsegin. Vinir mínir og bekkjarfélagar fóru líka að koma með athugasemdir um að það að tala við mig væri bara eins og að tala við einn af strákunum. Fólk hélt að ég væri lesbía en eftir að ég fór að kynna mér málin betur og hvað það væri að vera trans þá uppgötvaði ég að mér leið þannig,“ segir Nóam. „Þetta kom okkur pínu í opna skjöldu en var þó ekkert mál. Við eigum eflaust eftir að læra ýmislegt á þessari vegferð sem fram undan er,“ segir Steinunn. Stefán jánkar því og bætir við að það sem sér þyki mest til koma er hversu opnir og fordómalausir krakkar í dag eru gagnvart fjölbreytileika mannlífsins. Nóam tekur undir það. Vinir og bekkjarsystkin hafa tekið honum opnum örmum. Þá hrósar hann einnig foreldrum sínum og segir að þau séu eiginlega alveg hætt að kalla hana gamla nafninu eða nota vitlaust kyn lýsingarorða! „Þau átta sig stundum á síðustu stundu og breyta kvenkynsendingum í karlkyns,“ segir hann. Nóam segir að hið sjaldgæfa nafn sem hann tók upp hafi verið fundið út með útilokunaraðferðinni. „Vinur minn sendi mér lista með mörgum nöfnum og ég renndi vel og vandlega yfir hann. Ég fékk leiða á mörgum nöfnum strax en Nóam sat eftir sem eitthvað sem ég gat tengt mig við. Þess vegna valdi ég þetta nafn,“ segir piltur. Stefán bætir við að Nóam sé fyrirhyggjusamur og hafi þegar gengið úr skugga um að mannanafnanefnd leggi blessun sína yfir nafnið. Sjálfur hafi hann verið fljótur að tileinka sér hið nýja nafn, hann hugsar bara til Noams Chomsky. Á þessari stundu gefst Böðvar endanlega upp enda augljóslega með öllu útilokað að viðtalið verði skemmtilegt. Hann yfirgefur því samkunduna til að fá sér að borða.Ekki launamaður í áratug Blaðamaður snýr sér að Stefáni og spyr hvort hann hafi alfarið atvinnu af því að vera skemmtilegur. „Ég hef ekki verið launamaður í tæpan áratug,“ segir Stefán brosandi. Hann starfaði þá á fræðslusviði Orkuveitunnar og þar má segja að hann hafi leiðst út í bransann sem hann starfar helst við í dag, leiðsögn. „Hjá Orkuveitunni var reglulega boðið upp á göngutúra með fræðsluívafi um Elliðaárdalinn og ég leiddist út í að taka þátt í því,“ segir Stefán. Hann fann fljótt að slíkt átti vel við hann. „Ég hef alltaf verið sögumaður og hef gaman af að finna litla skemmtilega fróðleiksmola til þess að upplýsa fólk. Sagan er alls staðar,“ segir hann. Hann hefur mikið að gera í sögugöngum um Reykjavík, helst Kvosina og Örfirisey. „Þetta er nú ekki mjög skipulagt hjá mér. Ég hef ekkert auglýst né staðið í miðbænum með skilti. Þetta hefur bara spurst út og síðan er ég í símaskránni. Ég fer bæði með Íslendinga og útlendinga en það er mun skemmtilegra að ganga um með heimafólk. Fróðleikurinn fer bara inn um annað eyrað og út um hitt hjá útlendingunum en maður getur farið mun dýpra í hlutina með Íslendingana,“ segir Stefán. Þá hefur Stefán verið einn helsti bjórspekingur landsins um árabil og hefur vart undan að bóka slíkar kynningar í jólabjórsflóðinu. „Ég held að ég hafi fengið áhuga á bjór út af því að ég var á táningsaldri þegar banninu var aflétt. Allt sem er bannað er jú spennandi. Síðan þegar ég fór að kynna mér söguna á bak við hinar ýmsu bruggaðferðir þá varð ekki aftur snúið fyrir sagnfræðinginn,“ segir hann. Hann segir að þetta líf, að vinna fyrir sjálfan sig, eigi vel við sig. „Þetta var sérstaklega þægilegt þegar strákarnir voru ungir og ég gat hagað mínum tíma sjálfur,“ segir Stefán. Steinunn tekur undir það. „Ég fer yfirleitt í vinnuna og Stefán sér um afganginn,“ segir hún og hlær. Eini gallinn sem hún kemur auga á er að hinar ýmsu uppákomur sem Stefán er bókaður á þýða oft mikla kvöld- og helgarvinnu. „Við þurfum alveg að setjast niður með dagbækurnar af og til að skipuleggja næstu vikur. Til þess að tryggja að við eigum einhverjar fjölskyldustundir öll saman,“ segir Steinunn. Talið berst að lokum að jólunum og undirbúningi þeirra. Steinunn og fjölskylda hennar hafa verið í Ásatrúarfélaginu og þangað lá leið trúleysingjans Stefáns líka. „Við höldum hefðbundin jól en lengjum þau svo með því að mæta á blót til þess að fagna vetrarsólstöðum. Hátíðin er því lengri hjá okkur. Ég get ekki sagt að við séum trúuð en félagsskapurinn í kringum Ásatrúarfélagið er mjög skemmtilegur,“ segir Steinunn. Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Reykjavík Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Sjá meira
Þrátt fyrir mikið annríki hjá fjölskyldunni þessi dægrin finna þau tíma til þess að taka á móti blaðamanni og ljósmyndara á heimili sínu í Hlíðunum. Í desember ríkir eins konar vertíð hjá þeim, sérstaklega hjá Stefáni, enda fá ansi mörg starfsmannafélög þá flugu í höfuðið rétt fyrir jól að fá hann til þess að standa fyrir jólabjórskynningu á vinnustaðnum. Á meðan Steinunn brasar ásamt kollegum sínum við að koma saman fjárlögum næsta árs þá er eldri sonurinn, Nóam Óli, varla kominn niður á jörðina ennþá eftir frækinn sigur hans og skólafélaganna í hæfileikakeppninni Skrekk á dögunum. Þar söng hópurinn frumsamið lag um það að koma út úr skápnum.Fullkomið tilgangsleysi Fyrsta spurning viðtalsins hrýtur þó af vörum yngri sonarins, hins tíu ára gamla Böðvars, þegar við erum að koma okkur fyrir í stofunni. Hann horfir fullur réttmætrar tortryggni á blaðamann og spyr: „Af hverju ertu eiginlega að þessu?“ Alls konar tilvistarlegar vangaveltur þjóta um huga blaðamanns en ekkert augljóst svar kemur þó í hugann. Fjölskyldufaðirinn stekkur þó blessunarlega til varnar. „Það þarf að vera eitthvert efni með auglýsingunum,“ segir Stefán. Sjaldan hefur sósíalisti varið kapítalista með jafn fimlegum hætti. Á stofuborðinu er smá rusl sem Steinunn tínir upp og segir afsakandi að sé eftir framleiðslu á barmmerkjum. Fyrir málstað hernaðarandstæðinga. Það hafa ófá barmmerkin verið framleidd á þessu heimili. „Sennilega náði barmmerkjagerðin hámarki þegar við framleiddum merki til stuðnings R-listanum í borginni á sínum tíma í þúsundatali. Það er smá handavinna við hvert og eitt merki og ég fæ enn verk í puttana við að hugsa um þann tíma,“ segir Steinunn. Steinunn er fædd í Neskaupstað og ólst þar upp að hluta en einnig í austurbæ Kópavogs. Hún fór ung að skipta sér af pólitík og snemma á menntaskólaaldri hóf hún afskipti af pólitík í gegnum ungliðahreyfingu Alþýðubandalagsins.Ákvað sig átta ára Stefán hóf einnig snemma afskipti af stjórnmálum. „Móðir mín var formaður Samtaka herstöðvaandstæðinga og því er ég alinn upp af róttæklingum. Ég var í raun búinn að mynda mér skoðun í helstu málum um átta ára aldur. Þá var ég orðinn sósíalisti, friðarsinni, Framari og farinn að halda með liði á Englandi. Ég veit ekki hvort það þykir endilega þroskamerki að hafa bara klárað hugsjónapallettuna svona snemma,“ segir Stefán brosandi. Þessi bráðgeri áhugi á stjórnmálum og hugsjónastarfi hefur einnig gripið elsta soninn. Nóam Óli segist ekki þekkja neitt annað en að mæta í mótmælagöngur, kertafleytingar og aðrar uppákomur því tengdar. Auk þess að mæta á alla mögulega viðburði með foreldrum sínum hefur hann einnig fundið sinn eigin farveg í loftslagsmótmælum grunnskólanemenda. Á fyrstu mótmælunum hvöttu vinir Nóams úr skólanum hann til að halda ræðu sem hann og gerði eftir að hafa hripað niður nokkur orð á símann sinn og tók síðan til máls. „Það er jú það sem maður gerir á mótmælum,“ segir faðirinn og ekki laust við að vera hreykinn. Pólitískar hugsjónir Böðvars hafa ekki enn brotist út með sama hætti þó að eflaust séu þær í gerjun. Blaðamaður hættir ekki á að spyrja drenginn út í þær. Af svipnum að dæma er drengurinn kominn á þá skoðun að spyrjandinn sé algjör fúskari.Glímt við MS í tvo áratugi Steinunn og Stefán fóru að rugla saman reytum upp úr aldamótum enda voru þau bæði virk í pólitísku starfi hjá ungum vinstrisinnum sem og í starfi herstöðvaandstæðinga. „Við erum svo gömul að við náðum að starfa í æskulýðsfylkingu Alþýðubandalagsins sáluga,“ segir Stefán. Þetta var umrótstími í lífi Steinunnar enda hafði hún aðeins nokkrum árum áður greinst með MS-sjúkdóminn og var að venjast lífinu við þá tilhugsun. Hún hefur því í meira en helming ævi sinnar glímt við sjúkdóminn og það er ljóst að fjölskyldan er samstíga í þeirri baráttu. Nóam Óli segist ekki þekkja neitt annað en þessa glímu móður sinnar. „Þetta hefur því aldrei verið neitt áfall eða skrítið. Sjúkdómurinn hefur bara alltaf verið til staðar,“ segir hann. Sjúkdómseinkenni Steinunnar lýsa sér fyrst og fremst í jafnvægis- og orkuleysi. Hún á það til að reka fæturna í og detta þegar síst skyldi. „Ég held að fólk haldi mjög oft að hún sé drukkin,“ segir Stefán. Steinunn jánkar því brosandi og bætir við að það sé rosalegur munur á því viðmóti sem hún fær ef hún er á gangi óstudd eða þá með hjálpartæki eins og staf, hækju eða hjólastól. „Ef ég geng við staf þá er fólk miklu hjálplegra. Þá dúkkar oft upp stóll til að setjast á og önnur slík hugulsemi. Að sama skapi þá fær maður augngotur ef maður stígur óstuddur út úr merktum bíl í stæði fyrir fatlaða,“ segir Steinunn.Skrifaði sig í hjólastólinn Steinunn lauk mannfræðiprófi frá HÍ en fór tæpum áratug síðar í meistaranám í fötlunarfræði. Þá hafði hún verið virk í starfi Öryrkjabandalagsins um nokkurra ára skeið. Lokaverkefni hennar snerist um reynslu fólks sem notar hjólastól af aðgengismálum. „Það má eiginlega segja að Steinunn hafi skrifað sig að því að fara að nota hjólastól,“ segir Stefán brosandi. Það fer eftir dögum hvort Steinunn treystir sér til þess að ganga óstudd, við staf eða notar hjólastól. „Þessi veikindi mín snúast fyrst og fremst um orkustjórnun. Ég þarf að meta hvað ég treysti mér til að gera gangandi,“ segir Steinunn. Hún nefnir sem dæmi friðargönguna á Þorláksmessu ár hvert. „Ég gæti kannski labbað niður Laugaveginn en þá væri ég búin á því næstu daga eftir gönguna. Við slík tækifæri vel ég því að nota hjólastólinn,“ segir Steinunn.fréttablaðið/sigtryggur ariHún settist fyrst á Alþingi sem varaþingmaður árið 2008 og segir að margt hafi breyst til batnaðar varðandi aðgengi þingmanna sem glíma við örorku að vinnu sinni. Viðhorfið hefur breyst. Ræðupúltinu var breytt. „Mín upplifun er að það sé reynt að koma til móts við þarfir varðandi aðgengi í byggingum og þegar ljóst er að ég þarf að nota hjólastól og aðgengi er erfitt á fundum sem ég þarf að sækja vinnunnar vegna hefur Alþingi séð til þess að ég fái aðstoðarmann.“ Aðspurð hvort það sé virkilega skemmtilegt að vinna á Alþingi játar hún það í fullri einlægni. „Þetta er mjög gefandi starf sem ég brenn fyrir. Það koma auðvitað erfiðar stundir inn á milli en þarna er hægt að móta hvernig samfélag við viljum. Það sem sjaldan birtist í fréttum er að oft er breið samstaða milli þingmanna um hin ýmsu framfaramál. Það eru deilurnar sem rata í fréttir. Starfsandinn er að mestu leyti góður þó að vissulega komi tímar þar sem þingmenn takast á,“ segir Steinunn.Feðgar með ást á fótbolta Á þessum tímapunkti er Böðvar orðinn afar óþreyjufullur. Hann hvíslar óþarflega hátt að viðtalið sé leiðinlegt. Greinilegt er að þarna er komin eindreginn stuðningsmaður yfirvofandi verkfalls blaðamanna, sérstaklega ef það varir um ókomna tíð. Blaðamaður kýs þá að beygja af leið og ræða það sem raunverulega skiptir máli. Fótbolta. Þá lifnar yfir Böðvari. Þeir feðgar eiga nefnilega fótboltaáhugann saman og þekkja ólíklegustu staðreyndir um enska boltann. „Böðvar safnaði fótboltaspjöldum af mikilli ástríðu og las þau spjaldanna á milli. Kannski ekki viðurkennd aðferð til þess að auka lestrarhæfni en hún virkaði,“ segir Stefán. Sjálfur er hann Framari út í gegn sem og eldheitur stuðningsmaður Luton Town, liðs sem kann best við sig í neðri deildum enska boltans. Böðvar hefur þó valið sér lið sem njóta öllu meiri velgengni, að minnsta kosti nú um stundir, Val og Manchester City. Aðspurður um hvort að það sé ekki erfitt að sjá soninn í rauðu segir Stefán: „Nei, nei, við sitjum bara ekki saman á leikjum.“ Steinunn og Nóam deila ekki áhuganum á fótboltanum. Nóam prófaði körfubolta og þeir feðgar lýsa fyrstu æfingunni hlæjandi sem hægfara lestarslysi. „Hann driplaði boltanum beint í trýnið á sér og fleira í þeim dúr. Ferillinn í boltaíþróttunum varð því ekki langur,“ segir Stefán. Nóam hefur síðan fundið sína fjöl í bogfimi sem hann stundar af kappi sem og í tónlistinni, eins og áður segir. „Ég hef verið í gítarnámi en síðan læri ég líka bara mikið sjálfur í gegnum YouTube,“ segir Nóam. Æfingarnar hafa borið ríkulegan ávöxt því atriði í kringum frumsamið lag Nóams og félaga í Hlíðaskóla sigraði í hæfileikakeppni Skrekks á dögunum. Nóam segir að til greina komi að taka lagið upp og gefa það út en síðan eru einnig stærri landvinningar mögulega við sjóndeildarhringinn. „Ég er í hljómsveit og við ætlum líklega að taka þátt í Músíktilraunum í ár. Það er að segja ef við komumst inn,“ segir Nóam.Kom út úr skápnum í sumar Sigurlagið títtnefnda fjallar um að koma út úr skápnum, tilfinningu sem Nóam þekkir af eigin raun. Hann fæddist sem stelpa en í sumar tilkynnti hann foreldrum sínum að hann væri strákur og ætlaði að taka upp nafnið sem hann ber í dag. „Ég byrjaði að átta mig á því um tíu ára aldurinn að ég væri hinsegin. Vinir mínir og bekkjarfélagar fóru líka að koma með athugasemdir um að það að tala við mig væri bara eins og að tala við einn af strákunum. Fólk hélt að ég væri lesbía en eftir að ég fór að kynna mér málin betur og hvað það væri að vera trans þá uppgötvaði ég að mér leið þannig,“ segir Nóam. „Þetta kom okkur pínu í opna skjöldu en var þó ekkert mál. Við eigum eflaust eftir að læra ýmislegt á þessari vegferð sem fram undan er,“ segir Steinunn. Stefán jánkar því og bætir við að það sem sér þyki mest til koma er hversu opnir og fordómalausir krakkar í dag eru gagnvart fjölbreytileika mannlífsins. Nóam tekur undir það. Vinir og bekkjarsystkin hafa tekið honum opnum örmum. Þá hrósar hann einnig foreldrum sínum og segir að þau séu eiginlega alveg hætt að kalla hana gamla nafninu eða nota vitlaust kyn lýsingarorða! „Þau átta sig stundum á síðustu stundu og breyta kvenkynsendingum í karlkyns,“ segir hann. Nóam segir að hið sjaldgæfa nafn sem hann tók upp hafi verið fundið út með útilokunaraðferðinni. „Vinur minn sendi mér lista með mörgum nöfnum og ég renndi vel og vandlega yfir hann. Ég fékk leiða á mörgum nöfnum strax en Nóam sat eftir sem eitthvað sem ég gat tengt mig við. Þess vegna valdi ég þetta nafn,“ segir piltur. Stefán bætir við að Nóam sé fyrirhyggjusamur og hafi þegar gengið úr skugga um að mannanafnanefnd leggi blessun sína yfir nafnið. Sjálfur hafi hann verið fljótur að tileinka sér hið nýja nafn, hann hugsar bara til Noams Chomsky. Á þessari stundu gefst Böðvar endanlega upp enda augljóslega með öllu útilokað að viðtalið verði skemmtilegt. Hann yfirgefur því samkunduna til að fá sér að borða.Ekki launamaður í áratug Blaðamaður snýr sér að Stefáni og spyr hvort hann hafi alfarið atvinnu af því að vera skemmtilegur. „Ég hef ekki verið launamaður í tæpan áratug,“ segir Stefán brosandi. Hann starfaði þá á fræðslusviði Orkuveitunnar og þar má segja að hann hafi leiðst út í bransann sem hann starfar helst við í dag, leiðsögn. „Hjá Orkuveitunni var reglulega boðið upp á göngutúra með fræðsluívafi um Elliðaárdalinn og ég leiddist út í að taka þátt í því,“ segir Stefán. Hann fann fljótt að slíkt átti vel við hann. „Ég hef alltaf verið sögumaður og hef gaman af að finna litla skemmtilega fróðleiksmola til þess að upplýsa fólk. Sagan er alls staðar,“ segir hann. Hann hefur mikið að gera í sögugöngum um Reykjavík, helst Kvosina og Örfirisey. „Þetta er nú ekki mjög skipulagt hjá mér. Ég hef ekkert auglýst né staðið í miðbænum með skilti. Þetta hefur bara spurst út og síðan er ég í símaskránni. Ég fer bæði með Íslendinga og útlendinga en það er mun skemmtilegra að ganga um með heimafólk. Fróðleikurinn fer bara inn um annað eyrað og út um hitt hjá útlendingunum en maður getur farið mun dýpra í hlutina með Íslendingana,“ segir Stefán. Þá hefur Stefán verið einn helsti bjórspekingur landsins um árabil og hefur vart undan að bóka slíkar kynningar í jólabjórsflóðinu. „Ég held að ég hafi fengið áhuga á bjór út af því að ég var á táningsaldri þegar banninu var aflétt. Allt sem er bannað er jú spennandi. Síðan þegar ég fór að kynna mér söguna á bak við hinar ýmsu bruggaðferðir þá varð ekki aftur snúið fyrir sagnfræðinginn,“ segir hann. Hann segir að þetta líf, að vinna fyrir sjálfan sig, eigi vel við sig. „Þetta var sérstaklega þægilegt þegar strákarnir voru ungir og ég gat hagað mínum tíma sjálfur,“ segir Stefán. Steinunn tekur undir það. „Ég fer yfirleitt í vinnuna og Stefán sér um afganginn,“ segir hún og hlær. Eini gallinn sem hún kemur auga á er að hinar ýmsu uppákomur sem Stefán er bókaður á þýða oft mikla kvöld- og helgarvinnu. „Við þurfum alveg að setjast niður með dagbækurnar af og til að skipuleggja næstu vikur. Til þess að tryggja að við eigum einhverjar fjölskyldustundir öll saman,“ segir Steinunn. Talið berst að lokum að jólunum og undirbúningi þeirra. Steinunn og fjölskylda hennar hafa verið í Ásatrúarfélaginu og þangað lá leið trúleysingjans Stefáns líka. „Við höldum hefðbundin jól en lengjum þau svo með því að mæta á blót til þess að fagna vetrarsólstöðum. Hátíðin er því lengri hjá okkur. Ég get ekki sagt að við séum trúuð en félagsskapurinn í kringum Ásatrúarfélagið er mjög skemmtilegur,“ segir Steinunn.
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Reykjavík Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Sjá meira