Gangandi vegfarandi lést í alvarlegu slysi sem varð á þjóðvegi 1 skammt frá bænum Viðborðsseli í sveitarfélaginu Hornafirði á sjötta tímanum í gær. Bíl var ekið á vegfarandann.
Lokað var fyrir alla umferð um þjóðveg 1 um tíma og urðu tafir á umferð fram á kvöld í gær. Rannsókn lögreglu hófst fljótlega á vettvangi og samkvæmt því sem Vísir kemst næst er vinnu á vettvangi ekki enn lokið.
Sex banaslys hafa orðið í umferðinni það sem af er ári.
Fréttin hefur verið uppfærð.
Maðurinn sem ekið var á í Hornafirði er látinn

Tengdar fréttir

Alvarlegt umferðarslys í Hornafirði
Alvarlegt umferðarslys varð á þjóðvegi 1 skammt frá bænum Viðborðsseli í Hornafirði á sjötta tímanum í dag.