Flóttamenn æfa fótbolta hjá Þrótti: „Viljum vera opið og mannlegt félag“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2019 09:30 Í fyrrakvöld voru fjölmargir flóttamenn á æfingu hjá SR. mynd/þróttur Síðasta árið hefur Þróttur R. boðið flóttamönnum að æfa með fótbolta hjá félaginu. „Þetta er verkefni sem við Þróttarar fórum af stað með fyrir rúmu ári síðan. Þá var leitað til okkar, hvort það væri einhvers staðar hægt að koma flóttamönnum í bolta,“ sagði Ótthar Edvardsson, framkvæmdastjóri Þróttar, í samtali við Vísi. Þegar mest lætur hafa 20 flóttamenn æft hjá Þrótti. Fjöldinn er þó rokkandi. Að sögn Ótthars koma flestir flóttamannanna frá Afríku en einnig nokkrir frá Mið-Austurlöndum. „Við erum með landsins stærsta old boys klúbb, með 150 iðkendur, en við vildum ekki alveg setja þá þangað. Við leituðum til KSÍ, Reykjavíkurborgar og UEFA og fengum þá með okkur í lið og styðja okkur í þessu verkefni,“ sagði Ótthar. „Við réðum þjálfara til að þjálfa hópinn. Til að byrja með voru þeir í Laugardalshöllinni en þegar þeim fjölgaði færðust æfingarnar á gervigrasið okkar.“ Flóttamennina vantaði aðbúnað til að spila fótbolta og Þróttarar gengu í málið. „Við leituðum til fyrirtækja í hverfinu og iðkenda Þróttar og foreldra með að gefa aðbúnað. Hér fylltist allt af takkaskóm og æfingafötum,“ sagði Ótthar. „Æfingarnar hjá þeim voru rétt fyrir hádegi og síðan var hádegismatur í félagsheimilinu,“ bætti Ótthar við.Frá æfingu SR.mynd/þrótturUpp á síðkastið hafa flóttamennirnir svo æft með SR, varaliði Þróttar sem leikur í 4. deildinni. „Við erum bara með eitt gervigras og 800 iðkendur svo við sáum þann leik í stöðunni að láta þá æfa með SR. Það hefur gengið ljómandi vel,“ sagði Ótthar. Flóttamennirnir geta þó ekki leikið með SR þar sem þeir eru ekki með leikheimild. Ótthar segir að það sé synd því margir sprækir leikmenn séu í hópnum og allir með einhvern grunn í fótbolta. Ótthar segir að þetta verkefni hafi gengið vel og ánægja sé með það, bæði hjá félaginu og flóttamönnunum. „Þetta hefur lukkast mjög vel og við Þróttarar erum mjög hamingjusamir með þetta. Við viljum vera þetta félag; opið og mannlegt. Þetta er samfélagsverkefni sem við teljum okkur eiga að taka þátt í,“ sagði Ótthar. „Við erum ánægðir með þessa vini okkar og viljum endilega halda þessu verkefni áfram. Við erum mjög stoltir af því.“ Flóttafólk á Íslandi Íslenski boltinn Reykjavík Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Fleiri fréttir LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sjá meira
Síðasta árið hefur Þróttur R. boðið flóttamönnum að æfa með fótbolta hjá félaginu. „Þetta er verkefni sem við Þróttarar fórum af stað með fyrir rúmu ári síðan. Þá var leitað til okkar, hvort það væri einhvers staðar hægt að koma flóttamönnum í bolta,“ sagði Ótthar Edvardsson, framkvæmdastjóri Þróttar, í samtali við Vísi. Þegar mest lætur hafa 20 flóttamenn æft hjá Þrótti. Fjöldinn er þó rokkandi. Að sögn Ótthars koma flestir flóttamannanna frá Afríku en einnig nokkrir frá Mið-Austurlöndum. „Við erum með landsins stærsta old boys klúbb, með 150 iðkendur, en við vildum ekki alveg setja þá þangað. Við leituðum til KSÍ, Reykjavíkurborgar og UEFA og fengum þá með okkur í lið og styðja okkur í þessu verkefni,“ sagði Ótthar. „Við réðum þjálfara til að þjálfa hópinn. Til að byrja með voru þeir í Laugardalshöllinni en þegar þeim fjölgaði færðust æfingarnar á gervigrasið okkar.“ Flóttamennina vantaði aðbúnað til að spila fótbolta og Þróttarar gengu í málið. „Við leituðum til fyrirtækja í hverfinu og iðkenda Þróttar og foreldra með að gefa aðbúnað. Hér fylltist allt af takkaskóm og æfingafötum,“ sagði Ótthar. „Æfingarnar hjá þeim voru rétt fyrir hádegi og síðan var hádegismatur í félagsheimilinu,“ bætti Ótthar við.Frá æfingu SR.mynd/þrótturUpp á síðkastið hafa flóttamennirnir svo æft með SR, varaliði Þróttar sem leikur í 4. deildinni. „Við erum bara með eitt gervigras og 800 iðkendur svo við sáum þann leik í stöðunni að láta þá æfa með SR. Það hefur gengið ljómandi vel,“ sagði Ótthar. Flóttamennirnir geta þó ekki leikið með SR þar sem þeir eru ekki með leikheimild. Ótthar segir að það sé synd því margir sprækir leikmenn séu í hópnum og allir með einhvern grunn í fótbolta. Ótthar segir að þetta verkefni hafi gengið vel og ánægja sé með það, bæði hjá félaginu og flóttamönnunum. „Þetta hefur lukkast mjög vel og við Þróttarar erum mjög hamingjusamir með þetta. Við viljum vera þetta félag; opið og mannlegt. Þetta er samfélagsverkefni sem við teljum okkur eiga að taka þátt í,“ sagði Ótthar. „Við erum ánægðir með þessa vini okkar og viljum endilega halda þessu verkefni áfram. Við erum mjög stoltir af því.“
Flóttafólk á Íslandi Íslenski boltinn Reykjavík Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Handbolti Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Fleiri fréttir LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sjá meira