Apple hætti skyndilega við frumsýningu nýrrar myndar vegna „áhyggja“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. nóvember 2019 19:45 Samuel L. Jackson er í aðalhlutverki. AP/Apple TV+ Bandaríski tæknirisinn Apple tilkynnti skyndilega í gær að fyrsta kvikmyndin sem framleidd var fyrir Apple TV+ streymisveituna yrði ekki frumsýnd í kvöld, líkt og til stóð. Litlar upplýsingar hafa verið gefnar upp af hverju frumsýningunni var frestað. Myndin nefnist The Banker og skartar Samuel L. Jackson og Anthony Mackie í aðalhlutverkum. Leika þeir tvo þeldökka frumkvöðla sem ná árangri í viðskiptaheiminum með því að láta sem fyrirtæki þeirra sé rekið af hvítum einstaklingi. Myndin er byggð á sönnum atburðum. Frumsýna átti myndina í kvöld á AFI Fest-kvikmyndahátíðinni sem haldin er í Hollywood. Átti myndin að loka hátíðinni. Þá átti myndin einnig að vera fyrsta myndin sem Apple myndi gefa út á Apple TV+ streymisveitunni sem nýlega var ýtt úr vör.„Við keyptum The Banker fyrr á þessu ári og vorum snortin af skemmtana- og fræðslugildi myndarinnar um félagslegar breytingar og fjármálalæsi. Í síðustu viku fengum við upplýsingar sem tengjast myndinni sem við höfum áhyggjur af,“ sagði í yfirlýsingu frá Apple vegna málsins. Ákveðið hafi verið að fresta því að frumsýna myndina á meðan Apple og kvikmyndagerðamennirnir skoði málið betur.Bandaríski fréttavefurinn Deadline telur sig hafa heimildir fyrir því að frestunin tengist ónefndum ásökunum á hendur Bernard Garrett yngri, son mannsins sem Mackie leikur í myndinni, Bernard Garrett eldri. Garrett yngri var ráðgjafi við gerð myndarinnar og hefur aðstoðað við að markaðssetja hana. Í frétt Deadline segir að Apple vilji taka sér tíma til að rannsaka ásakanirnar og því hafi verið ákveðið að fresta frumsýningunni. Apple Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn Apple tilkynnti skyndilega í gær að fyrsta kvikmyndin sem framleidd var fyrir Apple TV+ streymisveituna yrði ekki frumsýnd í kvöld, líkt og til stóð. Litlar upplýsingar hafa verið gefnar upp af hverju frumsýningunni var frestað. Myndin nefnist The Banker og skartar Samuel L. Jackson og Anthony Mackie í aðalhlutverkum. Leika þeir tvo þeldökka frumkvöðla sem ná árangri í viðskiptaheiminum með því að láta sem fyrirtæki þeirra sé rekið af hvítum einstaklingi. Myndin er byggð á sönnum atburðum. Frumsýna átti myndina í kvöld á AFI Fest-kvikmyndahátíðinni sem haldin er í Hollywood. Átti myndin að loka hátíðinni. Þá átti myndin einnig að vera fyrsta myndin sem Apple myndi gefa út á Apple TV+ streymisveitunni sem nýlega var ýtt úr vör.„Við keyptum The Banker fyrr á þessu ári og vorum snortin af skemmtana- og fræðslugildi myndarinnar um félagslegar breytingar og fjármálalæsi. Í síðustu viku fengum við upplýsingar sem tengjast myndinni sem við höfum áhyggjur af,“ sagði í yfirlýsingu frá Apple vegna málsins. Ákveðið hafi verið að fresta því að frumsýna myndina á meðan Apple og kvikmyndagerðamennirnir skoði málið betur.Bandaríski fréttavefurinn Deadline telur sig hafa heimildir fyrir því að frestunin tengist ónefndum ásökunum á hendur Bernard Garrett yngri, son mannsins sem Mackie leikur í myndinni, Bernard Garrett eldri. Garrett yngri var ráðgjafi við gerð myndarinnar og hefur aðstoðað við að markaðssetja hana. Í frétt Deadline segir að Apple vilji taka sér tíma til að rannsaka ásakanirnar og því hafi verið ákveðið að fresta frumsýningunni.
Apple Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira