Sonur fyrrverandi forseta Þýskalands stunginn til bana Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2019 13:04 Fritz von Weizsäcker (til vinstri) er hér í jarðarför föður síns árið 2015. Vísir/Getty Fritz von Weizsäcker, sonur Richard von Weizsäcker, fyrrverandi forseta Þýskalands, var stunginn til bana í Berlín í gærkvöldi þar sem hann var að flytja fyrirlestur um lifrarsjúkdóma. Árásin átti sér stað á Schlosspark sjúkrahúsinu þar sem von Weizsäcker, sem var læknir, starfaði. Lögregluþjónn sem var á frívakt og að fylgjast með fyrirlestrinum særðist alvarlega þegar hann reyndi að stöðva árásina. Von Weizsäcker var 59 ára og árásarmaðurinn, sem er í haldi lögreglu, er sagður 57 ára gamall. Hann var ekki kunnugur lögreglu. Þá var hann ekki sjúklingur á sjúkrahúsinu heldur hafði hann komið sem gestur á fyrirlestur von Weizsäcker. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir, samkvæmt frétt Spiegel. Mögulega mun lögreglan veita frekari upplýsingar seinna í dag.Faðir Fritz von Weizsäcker, hinn áðurnefndi Richard, var forseti við sameiningu Þýskalands árið 1990 en hann var í embætti frá 1984 til 1990. Hann lést árið 2015. Rannsókn lögreglu snýr meðal annars að því hvort fjölskyldu von Weizsäcker hafi borist einhverjar hótanir að undanförnu. Von Weizsäcker skilur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Christian Lindner, leiðtogi FDP, lýsti yfir sorg sinni á Twitter með að von Weizsäcker, sem var vinur hans, hafi verið myrtur. „Maður spyr sig hvernig heimi við búum í,“ sagði Lindner.Mein Freund Fritz von Weizsäcker wurde heute Abend in Berlin erstochen. Ein passionierter Arzt und feiner Mensch. Neulich noch war er bei uns zuhause zum Grillen. Ich bin fassungslos und muss meine Trauer teilen. Einmal mehr fragt man sich, in welcher Welt wir leben. CL — Christian Lindner (@c_lindner) November 19, 2019 Þýskaland Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Fritz von Weizsäcker, sonur Richard von Weizsäcker, fyrrverandi forseta Þýskalands, var stunginn til bana í Berlín í gærkvöldi þar sem hann var að flytja fyrirlestur um lifrarsjúkdóma. Árásin átti sér stað á Schlosspark sjúkrahúsinu þar sem von Weizsäcker, sem var læknir, starfaði. Lögregluþjónn sem var á frívakt og að fylgjast með fyrirlestrinum særðist alvarlega þegar hann reyndi að stöðva árásina. Von Weizsäcker var 59 ára og árásarmaðurinn, sem er í haldi lögreglu, er sagður 57 ára gamall. Hann var ekki kunnugur lögreglu. Þá var hann ekki sjúklingur á sjúkrahúsinu heldur hafði hann komið sem gestur á fyrirlestur von Weizsäcker. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir, samkvæmt frétt Spiegel. Mögulega mun lögreglan veita frekari upplýsingar seinna í dag.Faðir Fritz von Weizsäcker, hinn áðurnefndi Richard, var forseti við sameiningu Þýskalands árið 1990 en hann var í embætti frá 1984 til 1990. Hann lést árið 2015. Rannsókn lögreglu snýr meðal annars að því hvort fjölskyldu von Weizsäcker hafi borist einhverjar hótanir að undanförnu. Von Weizsäcker skilur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Christian Lindner, leiðtogi FDP, lýsti yfir sorg sinni á Twitter með að von Weizsäcker, sem var vinur hans, hafi verið myrtur. „Maður spyr sig hvernig heimi við búum í,“ sagði Lindner.Mein Freund Fritz von Weizsäcker wurde heute Abend in Berlin erstochen. Ein passionierter Arzt und feiner Mensch. Neulich noch war er bei uns zuhause zum Grillen. Ich bin fassungslos und muss meine Trauer teilen. Einmal mehr fragt man sich, in welcher Welt wir leben. CL — Christian Lindner (@c_lindner) November 19, 2019
Þýskaland Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira