Missti dekkið undan bílnum eftir dekkjaskipti Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. nóvember 2019 07:04 Mikilvægt að festa dekkin vel. Ökumaður varð fyrir því óláni að missa annað framdekkið undan bifreið sinni á Reykjanesbraut á tíunda tímanum í gærkvöld. Að sögn lögreglu hafði maðurinn nýlega farið með bílinn í dekkjaskipti en svo virðist sem eitthvað hafi misfarist þegar nagladekkin voru fest á bifreiðina. Ekki fylgir sögunni hvort eitthvað tjón hafi orðið á bílnum við það að missa dekkið í miðjum akstri, en bifreiðin var flutt með dráttarbifreið á næsta dekkjaverkstæði. Ökumaðurinn var auk þess heill heilsu og segist lögreglan hafa aðstoðað hann heim til sín. Lögreglan segir fjölda annarra mála hafa komið inn á sitt borð í gærkvöldi og nótt. Til að mynda segist hún hafa haft „ítrekuð afskipti“ af manni sem ráfaði inn í hús og gistiheimili í Fossvogi og lagðist þar til svefns. Maðurinn á að hafa verið í nokkuð annarlegu ástandi og segist lögreglan hafa flutt hann í fangaklefa þar sem maðurinn hefur dvalið í nótt. Tvö innbrot voru jafnframt framin í miðborginni í nótt, annars vegar var brotist inn í fyrirtæki og hins vegar heimili. Ekki er vitað hverju var stolið í báðum tilfellum en öryggisvörður segist hafa séð tvo menn hlaupa frá heimilinu. Grunur leikur á að þar hafi innbrotsþjófarnir verið þar á ferð og er þeirra nú leitað. Aukinheldur var tilkynnt um tvö þjófnaðarmál í Breiðholti í gærkvöldi. Þannig er unglingur sagður hafa leyft ókunnugum mönnum að nota farsímann sinn, sem fór ekki betur en svo að þeir hlupu á brott eftir að hafa fengið símann í hendurnar. Lögreglumenn höfðu hendur í hári þjófanna síðar, í tengslum við annað mál að sögn lögreglu. Tveir menn eru jafnframt sagðir hafa veist að þeim þriðja á göngustíg í Breiðholti og krafist úlpu, peninga og síma. Maðurinn náði að komast undan án þess að afhenda eigur sínar að sögn lögreglu, sem segist jafnframt hafa fundið árásarmennina síðar um kvöldið. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira
Ökumaður varð fyrir því óláni að missa annað framdekkið undan bifreið sinni á Reykjanesbraut á tíunda tímanum í gærkvöld. Að sögn lögreglu hafði maðurinn nýlega farið með bílinn í dekkjaskipti en svo virðist sem eitthvað hafi misfarist þegar nagladekkin voru fest á bifreiðina. Ekki fylgir sögunni hvort eitthvað tjón hafi orðið á bílnum við það að missa dekkið í miðjum akstri, en bifreiðin var flutt með dráttarbifreið á næsta dekkjaverkstæði. Ökumaðurinn var auk þess heill heilsu og segist lögreglan hafa aðstoðað hann heim til sín. Lögreglan segir fjölda annarra mála hafa komið inn á sitt borð í gærkvöldi og nótt. Til að mynda segist hún hafa haft „ítrekuð afskipti“ af manni sem ráfaði inn í hús og gistiheimili í Fossvogi og lagðist þar til svefns. Maðurinn á að hafa verið í nokkuð annarlegu ástandi og segist lögreglan hafa flutt hann í fangaklefa þar sem maðurinn hefur dvalið í nótt. Tvö innbrot voru jafnframt framin í miðborginni í nótt, annars vegar var brotist inn í fyrirtæki og hins vegar heimili. Ekki er vitað hverju var stolið í báðum tilfellum en öryggisvörður segist hafa séð tvo menn hlaupa frá heimilinu. Grunur leikur á að þar hafi innbrotsþjófarnir verið þar á ferð og er þeirra nú leitað. Aukinheldur var tilkynnt um tvö þjófnaðarmál í Breiðholti í gærkvöldi. Þannig er unglingur sagður hafa leyft ókunnugum mönnum að nota farsímann sinn, sem fór ekki betur en svo að þeir hlupu á brott eftir að hafa fengið símann í hendurnar. Lögreglumenn höfðu hendur í hári þjófanna síðar, í tengslum við annað mál að sögn lögreglu. Tveir menn eru jafnframt sagðir hafa veist að þeim þriðja á göngustíg í Breiðholti og krafist úlpu, peninga og síma. Maðurinn náði að komast undan án þess að afhenda eigur sínar að sögn lögreglu, sem segist jafnframt hafa fundið árásarmennina síðar um kvöldið.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira