Árásarmaðurinn á Lundúnabrú nafngreindur Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 08:58 Lögreglumenn rannsaka vettvang árásarinnar í gærkvöldi. Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana og særði þrjá til viðbótar í árás á Lundúnabrú hefur verið nafngreindur. Hann hét Usman Khan og var 28 ára. Khan var dæmdur hryðjuverkamaður og var á reynslulausn þegar hann framdi árásina í gær, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC.Maður og kona létust í árásinni á brúnni síðdegis í gær og þrír særðust, þar af einn lífshættulega. Samkvæmt upplýsingum frá breskri lögreglu réðst Khan, vopnaður hnífi og íklæddur eftirlíkingu af sprengjuvesti, að vegfarendum. Lögreglumenn skutu hann síðar til bana eftir að hópur almennra borgara réðst að honum, afvopnaði hann og sneri hann niður. Lögregla skilgreinir árásina sem hryðjuverk. Í frétt BBC segir að Khan hafi verið góðkunningi lögreglu en hann var dæmdur fyrir hryðjuverk árið 2012.Usman Khan.Vísir/EPAHonum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn í desember í fyrra og var undir rafrænu eftirliti í gegnum ökklaband. Hann var með bandið á sér þegar hann réðst á fólkið á brúnni í gær, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins Times. Fleiri eru ekki grunaðir um aðild að árásinni. Þá stendur leit lögreglu yfir í íbúð Khans í Staffordskíri. Ekkert fórnarlambanna hefur verið nafngreint að svo stöddu. Þá hafa stjórnmálaleiðtogar lofað viðbrögð almennings við árásinni, þar á meðal Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jeremy Corbyn, keppinautur hans hjá Verkamannaflokknum. Athygli hefur vakið að einn þeirra sem mætti árásarmanninum á brúnni hélt á því sem virðist í fyrstu vera löng hvít stöng. Í ljós hefur komið að um er að ræða náhvalstönn sem aðilinn fjarlægði úr Fishmonger‘s Hall byggingunni í nágrenni London Bridge og hugðist beita gegn árásarmanninum. Bretland England Tengdar fréttir Tveir látnir eftir árásina í London Tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust eftir hnífaárás á London Bridge í bresku höfuðborginni. Lögreglan ytra hefur staðfest að maður hafi, vopnaður hnífi og íklæddur gervi-sprengjuvesti hafi ráðist að vegfarendum. 29. nóvember 2019 23:39 Einn skotinn af lögreglu eftir hnífaárás í London Nokkur fjöldi fólks er talinn hafa slasast eftir hnífaárás á London Bridge í ensku höfuðborginni um klukkan tvö í dag. Lögregla er með mikinn viðbúnað vegna málsins og hefur að minnsta kosti einn verið skotinn í tengslum við árásirnar. 29. nóvember 2019 15:49 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Árásarmaðurinn sem stakk tvo til bana og særði þrjá til viðbótar í árás á Lundúnabrú hefur verið nafngreindur. Hann hét Usman Khan og var 28 ára. Khan var dæmdur hryðjuverkamaður og var á reynslulausn þegar hann framdi árásina í gær, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC.Maður og kona létust í árásinni á brúnni síðdegis í gær og þrír særðust, þar af einn lífshættulega. Samkvæmt upplýsingum frá breskri lögreglu réðst Khan, vopnaður hnífi og íklæddur eftirlíkingu af sprengjuvesti, að vegfarendum. Lögreglumenn skutu hann síðar til bana eftir að hópur almennra borgara réðst að honum, afvopnaði hann og sneri hann niður. Lögregla skilgreinir árásina sem hryðjuverk. Í frétt BBC segir að Khan hafi verið góðkunningi lögreglu en hann var dæmdur fyrir hryðjuverk árið 2012.Usman Khan.Vísir/EPAHonum var sleppt úr fangelsi á reynslulausn í desember í fyrra og var undir rafrænu eftirliti í gegnum ökklaband. Hann var með bandið á sér þegar hann réðst á fólkið á brúnni í gær, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins Times. Fleiri eru ekki grunaðir um aðild að árásinni. Þá stendur leit lögreglu yfir í íbúð Khans í Staffordskíri. Ekkert fórnarlambanna hefur verið nafngreint að svo stöddu. Þá hafa stjórnmálaleiðtogar lofað viðbrögð almennings við árásinni, þar á meðal Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jeremy Corbyn, keppinautur hans hjá Verkamannaflokknum. Athygli hefur vakið að einn þeirra sem mætti árásarmanninum á brúnni hélt á því sem virðist í fyrstu vera löng hvít stöng. Í ljós hefur komið að um er að ræða náhvalstönn sem aðilinn fjarlægði úr Fishmonger‘s Hall byggingunni í nágrenni London Bridge og hugðist beita gegn árásarmanninum.
Bretland England Tengdar fréttir Tveir látnir eftir árásina í London Tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust eftir hnífaárás á London Bridge í bresku höfuðborginni. Lögreglan ytra hefur staðfest að maður hafi, vopnaður hnífi og íklæddur gervi-sprengjuvesti hafi ráðist að vegfarendum. 29. nóvember 2019 23:39 Einn skotinn af lögreglu eftir hnífaárás í London Nokkur fjöldi fólks er talinn hafa slasast eftir hnífaárás á London Bridge í ensku höfuðborginni um klukkan tvö í dag. Lögregla er með mikinn viðbúnað vegna málsins og hefur að minnsta kosti einn verið skotinn í tengslum við árásirnar. 29. nóvember 2019 15:49 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Tveir látnir eftir árásina í London Tveir létust og þrír til viðbótar slösuðust eftir hnífaárás á London Bridge í bresku höfuðborginni. Lögreglan ytra hefur staðfest að maður hafi, vopnaður hnífi og íklæddur gervi-sprengjuvesti hafi ráðist að vegfarendum. 29. nóvember 2019 23:39
Einn skotinn af lögreglu eftir hnífaárás í London Nokkur fjöldi fólks er talinn hafa slasast eftir hnífaárás á London Bridge í ensku höfuðborginni um klukkan tvö í dag. Lögregla er með mikinn viðbúnað vegna málsins og hefur að minnsta kosti einn verið skotinn í tengslum við árásirnar. 29. nóvember 2019 15:49